Fréttablaðið - 28.04.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 28.04.2009, Síða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er þriðjudagurinn 28. apríl, 118. dagur ársins. 5.10 13.25 21.42 4.44 13.10 21.39 með ánægju*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Um er að ræða valdar dagsetningar og takmarkað sætaframboð. Í dag frá kl. 12.00 til miðnættis býður Iceland Express 5.000 flugsæti, verð frá aðeins 8.692 kr., aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum! Bókunartímabil: Í dag frá kl. 12.00 á hádegi til miðnættis í kvöld Ferðatímabil: 1.–31. maí 2009 Áfangastaðir: London/Gatwick, Kaupmannahöfn, Berlín og Varsjá Ekki missa af þessu einstaka tilboði, þú bókar á www.icelandexpress.is Skráðu þig í netklúbbinn okkar, þannig færðu spennandi nettilboð, þér að kostnaðarlausu. flugsæti! 5.000 Aðeins í 12 klst. F í t o n / S Í A Opið 07 til 01 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexandersdóttur Við getum hlegið að mæðgunum Janet og Jane Cunliffe en móð- irin, Jane, hefur varið meira en tveimur milljónum í lýtaaðgerðir til að líkja sem mest eftir æskuútliti dóttur sinnar. Ýkjusögur, sönn sem þessi er, gegna þó oft því hlutverki að varpa ljósi á döpur örlög okkar eigin tilveru. DÓTTIR mín þráir það heitast að horfa á Americas next top Model. Ég hef reynt að leiða hana á aðrar brautir, þótt ég skilji vel þenn- an áhuga. Á hennar aldri var fátt áhugaverðara en fegurðardrottn- ingar og stelpurnar sem fengu hlut- verk í kókosbolluauglýsingum og ég kann ákveðið tímabil í sögu ford- keppna utanbókar. Maður trúði því heitt og innilega að það væri aðeins einn toppur á hamingjunni: Að vera fyrirsæta og svo eitt ljósmyndara- námskeið í endann á farsælum ferli. Það var prinsessusagan. EN það var þá. Í dag er ég þrítug. Maður hefur þroskast sitt hvað og veit að vilji maður þoka jafnréttis- baráttunni eitthvað áleiðis er ekk- ert sérstaklega gjöfult að einblína á útlit kvenna. Hvað þá að gera ekk- ert til að beina sjónum ungra ómót- aðra stelpna á aðra hluti en hver er sætust. Það er ekki endalaust hægt að kvarta yfir slakri jafnréttisbar- áttu og gera svo ekkert sjálfur til að sporna við útlitsdýrkun. OG þá er ég komin að því hvern- ig sagan um mæðgurnar bresku er þegar allt kemur til alls aðeins skrumskæling á okkar eigin veru- leika. Það er fljótgert að athuga þetta nánar. Farið til dæmis bara inn á fésbók og sjáið hversu marg- ar kunningjakonur ykkar góla um alla veggi: „Hæ sæta, hvað segirðu sæta!“ Hvað er þetta eiginlega. Ekki eru karlmenn mærandi hver annan fyrir að vera sætir um alla veggi. Við erum komnar yfir þrí- tugt en erum enn skrifandi við ein- hver myndaalbúm hvað þessi og hin sé „sæt“ og tökum andköf yfir feg- urð hver annarrar. ÞAÐ hefur nefnilega ekkert svo svakalega mikið breyst frá því að ég var unglingur. Enn er hópur kvenna sem finnst fátt eftirsóknar- verðara en að leika í jógúrtauglýs- ingum og ein vinkona mín, sem heldur hefur fitnað síðustu árin, segir mér að eftir að hún varð held- ur gildari sækist vinkonur ekki jafn mikið eftir því að fá hana með sér á Kaffibarinn. Þær vilja vera í grönn- um félagsskap. Fullorðnar konur í barbíleik þar sem keppni stendur yfir um hver leikur í flestum aug- lýsingum eða hefur módelast sem mest er veruleikinn. Og alls ekkert ólíkt Hollywoodýkjusagnatilverunni í grunninn. Ertu kannski módel?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.