Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 4

Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 4
4 4. maí 2009 MÁNUDAGUR ÍTALÍA, AP Veronica Lario, önnur eiginkona ítalska forsætisráðherr- ans Silvio Berlusconi, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum eftir nítján ára hjónaband. Lario staðfesti þetta í ítölskum fjölmiðlum í gær, í kjölfar þess að dagblöðin La Stampa og La Repubblica greindu frá því að hún hefði ráðið sér lögmann til að hefja lögformlegt skilnaðarferli. „Ég neyddist til að grípa til þessa bragðs,“ hefur La Stampa eftir henni. Sem ástæðu vísar hún til ítrekaðra tilrauna eiginmannsins til að stíga í vænginn við sér yngra kvenfólk. Berlusconi sendi frá sér einnar línu yfirlýsingu vegna málsins, svo- hljóðandi: „Þetta er einkamál sem tekur mig sárt, en tilheyrir einka- sviðinu og ég tel ónauðsynlegt að ræða um opinberlega.“ Fréttin af ákvörðun Lario um að sækja um skilnað kemur viku eftir að hún tjáði opinberlega reiði sína yfir því að stjórnmálaflokkur Berlusconis væri að raða sýningar- stúlkum úr sjónvarpi og smástirn- um á framboðslista flokksins fyrir kosningar til Evrópuþingsins, sem fram fara í júní. „Þessi hroki og blygðunarleysi valdsins er móðg- un við trúverðugleika allra kvenna, skaðar kvenfólk almennt og sérstak- lega þær konur sem hafa alltaf bar- ist fyrir því að verja réttindi sín,“ sagði Lario. Hún skammaðist líka yfir því að eiginmaðurinn skyldi, að sögn, hafa mætt í afmælisveislu átján ára stúlku í Napolí á dögunum. Áður en þau Berlusconi urðu hjón var Veronica Lario leikkona. Þau kynntust árið 1980 og giftust tíu árum síðar. Þau eiga þrjú börn sem eru nú öll í kringum tvítugt. Berlusconi á auk þess tvö eldri börn af fyrra hjónabandi. Sögur um vandkvæði í hjónaband- inu hafa verið á kreiki um allnokkra hríð. Þau búa ekki lengur saman, og reiðilestur Lario í síðustu viku var ekki fyrsta tilvikið þar sem hún kvartaði opinberlega yfir sögusögn- um af kvennafari eiginmannsins. Fyrir tveimur árum fékk Lario opinbera afsökunarbeiðni frá Berlusconi eftir að hún skrifaði La Repubblica - sem er vinstrisinnað blað og hefur lengi haft horn í síðu Berlusconis - opið bréf, þar sem hún kvartaði yfir ummælum sem eigin- maður hennar hafði látið falla um sjónvarpskonuna Mariu Carfagna. „Ef ég væri ekki giftur myndi ég giftast þér samstundis!“ er Berlus- coni sagður hafa sagt við hana á sínum tíma. Carfagna er núna ráð- herra jafnréttismála í ríkisstjórn Berlusconis. audunn@frettabladid.is Forsætisráðherrahjón Ítalíu í skilnaðarstríð Eiginkona ítalska forsætisráðherrans Silvio Berlusconi hefur sótt um skilnað. Það sem fyllti mælinn í hennar huga var meint áform flokks hans um að stilla upp á framboðslista til Evrópuþingsins ungum fegurðardísum úr sjónvarpinu. DREGST AÐ DÍSUM Silvio Berlusconi lætur vel að jafnréttisráðherranum og fyrrver- andi fegurðardrottningunni Mariu Carfagna á flokksfundi í lok mars sl. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Enginn þeirra fjögurra sem kepptu um að taka við for- stjórastólnum af Warren Buffett, forstjóra fjárfestingarfélagsins Berkshire Hat- haway, náði prófinu. Þetta kom fram á laugar- dag á árs- fundi félags- ins í heimaborg Buffetts, Omaha í Nebraska-ríki í Bandaríkjun- um. Gestir bjuggust við að heyra um útnefningu eftirmanns Buff- etts. Af því varð ekki, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Þrír fjárfestanna eru stjórn- endur hjá Berkshire Hathaway en einn starfar ekki hjá því. Stjórnendurnir áttu að skila betri ávöxtun af eignasafni sínu en bandaríska S&P 500-hluta- bréfavísitalan í fyrra. Hún féll um 38 prósent í fyrra og var ávöxtun þeirra verri en það. - jab WARREN BUFFETT Enginn stóðst próf Buffetts: Eftirmaður ekki valinn í ár VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 23° 13° 16° 15° 13° 14° 15° 15° 16° 12° 22° 16° 15° 32° 16° 14° 21° 15° Á MORGUN 3-8 m/s 3 MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s 4 8 8 6 9 8 8 6 6 6 4 6 3 3 6 6 13 8 8 2 4 6 88 2 4 6 8 6 5 HÆGT KÓLNANDI NORÐANLANDS Eftir daginn í dag verða ríkjandi hjá okkur norðlægir loftstraumar og því kólnar hægt og bítandi nyrðra. Ég á þó ekki von á frosti, nema þá til landsins að næturlagi. Í norð- anáttinni má búast við úrkomu nyrðra, ekki mikilli þó, en hún kann að verða slyddukennd vestan til á Norðurlandi og á Vestfjörðum. 3 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Tryggingasjóður banda- rískra innistæðueigenda, FDIC, tók yfir þrjá banka í síðustu viku. Það sem af er ári hafa 32 bankar orðið gjaldþrota þar. Einn bankanna, Silverton Bank, var í eigu sparisjóða á suð- austurströnd Bandaríkjanna og sá um greiðslumiðlun til 1.400 smábanka. Stærstur hluti af útlá- nasafninu var til byggingaverk- taka. Þegar fasteignaverð tók að falla setti það óyfirstíganlegt skarð í afkomu hans. Gjaldþrot Silverton Bank er það fimmta umsvifamesta vestan hafs, sé horft til stærðar efna- hagsreiknings bankans. - jab Þrír bankar á hliðina: Fimmti stærsti bankinn í þrot SJÁVARÚTVEGUR Þorskafli íslenskra skipa var orðinn 113.205 tonn frá byrjun fiskveiðiársins til 29. apríl síðastliðins sem er 72,5 prósent af leyfilegu aflamarki yfirstand- andi fiskveiðiárs. Þetta er nokkuð minna nýtingarhlutfall sé miðað við sama tíma í fyrra þegar búið var að veiða 75,6 prósent. Ef borið er saman sama tímabil á liðnum fiskveiðárum þá er hlut- fallið nú nokkuð áþekkt því sem verið hefur. Hæst var hlutfallið á fiskveiðiárinu 2003/04 90,2 pró- sent en lægst var það fiskveiði- árið 1994/95 þegar það var aðeins 57,6 prósent. - shá Veiði áþekk og fyrri ár: Mjög gengur á þorskkvótann ATVINNUMÁL Fyrirtækið Mentor ehf. hlaut „Vaxtarsprotann 2009“ sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Þetta er annað árið í röð sem fyrirtækið vex hraðast íslenskra sprotafyrirtækja. Mentor jók veltu sína milli áranna 2007 og 2008 um næstum 160 prósent. Fyrirtækin Naust Marine, Gogogic og Saga Medica fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan vöxt á síðasta ári. Það var Össur Skarphéðins- son iðnaðarráðherra sem veitti Vilborgu Einarsdóttur, fram- kvæmdastjóra og stofnanda Mentor, viðurkenninguna. - shá Vaxtarsprotinn 2009: Mentor óx hraðast í fyrra SJÁVARÚT VEGUR Á s mu ndu r Jóhannsson, sjómaður frá Sand- gerði sem lögreglan hafði afskipti af í fyrra þar sem hann stund- aði veiðar kvótalaus, hefur sent umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann kvartar undan meðferð málsins. Hann var yfirheyrður 11. ágúst í fyrra og játaði þá brot sitt en síðan þá hefur ekkert gerst og er bátur hans enn innsiglaður. „Þeir vilja ekki kæra mig því þeir vita að þá fer málið til mannréttinda- dómstóls,“ segir hann. „Ég hef sent lögreglunni í Keflavík bréf tvívegis þar sem ég segi hana vera handlangara stjórnmála- manna. Þeir eru það, því einhver er að banna þeim að hreyfa við málinu svo ríkið komist ekki í klandur.“ Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði á síðasta ári að íslenska ríkinu bæri að breyta fiskveiðistjórnunarkerfi sínu og greiða tveimur sjómönnum bætur sem handteknir höfðu verið fyrir að veiða kvótalausir en síðan kært þá málsmeðferð. Í ljósi þess hélt Ásmundur til veiða, kvótalaus á bát sínum frá Sandgerði. „Ég vil að þeir taki innsiglið af svo ég komist á sjó,“ segir hann og bætir við að hann setji það ekki fyrir sig að enginn sé kvótinn. - jse Kvótalausi sjómaðurinn segir lögregluna ekki þora að hreyfa við máli sínu: Vill innsiglið af bátnum ÁSMUNDUR Í BÁTNUM SEM NÚ ER INN- SIGLAÐUR Kvótalausi sjómaðurinn, eins og Ásmundur er stundum nefndur, vill fá innsiglið af bátnum svo hann komist aftur á sjó ... kvótalaus. LÖGREGLUMÁL Nokkrar skemmd- ir urðu á leikskóla við Teigasel á Akranesi á laugardagskvöld. Fjórtán ára drengur hafði verið að leika sér að því að kveikja í púðurkerlingum með friðar- kertum, en gleymdi einu kertinu undir vegg leikskólans með þeim afleiðingum að það kviknaði í klæðningu. Móðir drengsins játaði verkn- aðinn fyrir hans hönd í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað að leikskólanum til slökkvistarfs. Í tilkynningu frá Akranesbæ segir að anddyri leikskólans sé býsna illa farið og að byrjað verði að endurnýja það í dag. - sh Eldsvoði á Akranesi: Drengur kveikti óvart í leikskóla Vilja Japsý á Seyðisfirði Um helmingur fullorðinna íbúa Seyð- isfjarðar hafa sett nafn sitt á lista yfir þá sem hvetja til þess að útlendinga- stofnun veiti Japsý Jacob dvalarleyfi hér. Japsý kom hingað til lands fyrir tveimur árum og hefur getið sér gott orð sem nuddari í bænum. SEYÐISFJÖRÐUR GENGIÐ 30.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,6007 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,95 127,55 188,33 189,25 168,92 169,86 22,676 22,808 19,321 19,435 15,769 15,861 1,2929 1,3005 190,21 191,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SIGIN GRÁSLEPPA GRÁSLEPPAN KEMUR KL 13:00 NÝR RAUÐMAGI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.