Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 26
4. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR
Eigendur ferðavagna eiga tíðum
erindi á Strandgötu 75 í Hafnar-
firði í fyrirtækið Bílaraf sem
selur útileguvarning, meðal ann-
ars öfluga hitara. Kristinn Þór
Jóhannesson er innkaupa- og
markaðsstjóri.
„Við erum hér með alhliða
þjónustu fyrir allar tegundir
hjólhýsa, tjaldvagna, fellihýsa
og húsbíla,“ lýsir Kristinn Þór.
Kveðst þó ekki selja vagnana
sjálfa heldur gashitakerfi fyrir
þá og sjá um ísetningu á þeim.
„Flestir ferðavagnar og húsbílar
eru hitaðir með gasmiðstöðvum
og algengasta merkið er Truma
frá Þýskalandi. Við flytjum þær
inn og einnig aðrar sænskættað-
ar sem heita Alde,“ segir hann.
„Báðar gerðirnar geta enst í tugi
ára með eðlilegu viðhaldi.“
Kristinn segir vinsælt að koma
með vagna í allsherjar yfirferð til
Bílarafs áður en haldið er í útileg-
urnar á vorin. „Við bjóðum upp á
gaslekaprófun og þrýstiprófun og
förum yfir bremsur. Gerum sem
sagt allt klárt fyrir sumarið.“
Bílaraf er 45 ára gamalt fyrir-
tæki. Það skipti um eigendur fyrir
hálfu öðru ári er það sameinaðist
Gasþjónustunni og flutti af Auð-
brekku í Kópavogi á Strandgöt-
una í Hafnarfirði. Þar er versl-
un og verkstæði með gott aðgengi
því planið er stórt. Í versluninni
eru kælibox og ísskápar í vagn-
ana, borð og stólar. „Við erum hér
með alls konar vörur tengdar úti-
legumenningu, bæði fyrir fólk og
vagna,“ áréttar Kristinn.
Gasþjónusta er stór liður í
starfsemi Bílarafs, en einnig
gasvélaviðgerðir og lagnir. „Svo
erum við líka með gasskynjara,“
segir Kristinn. „Það er vissara
fyrir fólk að hafa þá.“ - gun
KYNNING
Nú fara tvíhjóla fararskjótar
að sjást í auknum mæli með
hækkandi sól og blómum í
haga. Hjá Hjólaspretti er hægt
að láta fara yfir og lagfæra hjól
innan sólarhrings.
Samkvæmt dagatalinu er sumar-
ið í garð gengið á Íslandi þó svo
að veðurfarið fylgi ekki endi-
lega dagsetningum. Hins vegar
er ekki ráð nema í tíma sé tekið
og því full ástæða til að gera hjól-
in klár fyrir betri færð og aukna
notkun, þótt vissulega noti sumir
þau allan ársins hring.
„Í fyrra var mikið um hjólavið-
gerðir en hjólasala hefur verið
töluverð í allan vetur og viðgerð-
irnar hafa fylgt með eins og í
fyrra. Þær hafa jafnvel aukist, ef
eitthvað er,“ segir Rúnar Ólafur
Emilsson hjá Hjólaspretti í Hafn-
arfirði og bætir við: „Nú leggjum
við hins vegar mikla áherslu á að
klára viðgerðir og höfum verið að
keppast við að klára þær innan
sólarhrings. Þá er hægt að koma
með hjólið og fá það strax daginn
eftir fyrir klukkan sex. Því hefur
verið töluverður handagangur í
öskjunni upp á síðkastið,“ segir
Rúnar og brosir í kampinn. „Allan
síðasta vetur og núna hef ég orðið
var við að fólk nýtir sér í auknum
mæli hjólreiðar sem fararmáta
og hreyfingu. Fólk er til dæmis
að græja sig upp til þess að hjóla í
vinnuna,“ bætir hann við.
Hjá Hjólaspretti er auk við-
gerðarþjónustu boðið upp á úrval
reiðhjóla og aukahluta sem þeim
fylgja. Þar má finna góðan hjól-
reiðafatnað. „Þetta er fatnað-
ur sem andar vel, flækist ekki í
hjólinu og hentar almennt vel til
hjólreiða. Fólk spáir orðið meira
í hentugan klæðnað fyrir hjól-
reiðar svo hjólið nýtist sem best,“
segir Ólafur. En hvað þarf helst
að laga? „Helstu viðgerðirnar eru
á vírum og börkum sem þarf að
laga eða skipta út. Þetta stirðnar
upp yfir veturinn ef hjólin eru úti.
Síðan eru það gírar, slöngur, dekk
og hnakkar sem þarf oft að dytta
að. En ef skipta þarf um mikið af
aukahlutum þá borgar það sig oft
ekki, sér í lagi ef hjólið er orðið
gamalt,“ útskýrir Rúnar og nefn-
ir að við fyrstu sýn sé metið hvort
það svari kostnaði að gera við
hjólin.
Hjólasprettur hét áður Hjá Ása
og er orðið um átján ára gamalt
fyrirtæki. „Sá sem var með þetta
áður hafði verið í hjólabransanum
í áratugi en við höfum verið með
Hjólasprett í tæp tvö ár,“ segir
Rúnar og bætir við að þar sé allt
til alls þegar kemur að hjólreiðum.
„Við erum með fjölbreytt úrval
hjóla, bæði bæjarhjól og keppn-
ishjól. Millidýru hjólin hafa verið
vinsæl og er fólk oft að kaupa þau
til að hjóla í vinnuna.“
Rúnar lumar vissulega á góðum
ráðum þegar kemur að umhirðu
reiðhjóla. „Gott er að halda hjól-
inu hreinu og bóna það reglu-
lega. Þannig er hægt að hrinda
frá drullu og fara vel með stell-
ið. Síðan eru til ýmsar vörur
er tengjast viðhaldi og má þar
nefna smurningu á keðju og síl-
ikon á dempara. Mikilvægt er að
geyma hjólið inni en þau fara illa
á að standa mikið úti. Þá safnast
raki í barkana, vírar standa fastir
og þá hætta gírar að virka og allt
stífnar upp. Þannig má líka koma
í veg fyrir ryð í stelli. Ef hjólið
hefur staðið óhreyft í einhvern
tíma er líka gott að láta yfirfara
það til að koma í veg fyrir vand-
ræði og jafnvel slys,“ segir hann
ákveðinn en meðalviðgerð kostar
ekki mikið. - hs
Tekin í gegn fyrir sumarið
Rúnar Ólafur hjá Hjólaspretti býður upp á að lagfæra hjól innan sólarhrings. Hann hefur orðið var við að fólk nýti sér hjól í aukn-
um mæli sem fararskjóta. FRÉTTABLAÐIÐ/HREFNA
Gunnlaugur Ingibergsson og Kristinn
Þór Jóhannesson í Bílarafi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Vörur fyrir fólk og vagnaStilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Ferðabox
Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.-
Sjáðu hvað Reykjavík
er skemmtileg
Af
toppi
Hallgríms-
kirkjuturns
sérðu að borgin
býður ýmsa
þjónustu og margt
að skoða og upplifa
eins og til dæmis
að taka strætó
í Laugardalinn,
rölta um
Grasagarðinn,
kíkja í Húsdýragarðinn
eða í fjörið
í Fjölskyldugarðinum;
nema þú viljir
skoða í búðarglugga
og versla á Laugaveginum
eða fara í Kolaportið og í leiðinni
koma við á listasafni
eða fara á Þjóðminjasafnið
eða skreppa í sund og láta líða úr þér í heitum potti
eða gufu og fá nudd og dekur áður en þú ferð út að borða á
flottan stað eða Bæjarins bestu og skoðar síðan mannlífið og alla
möguleikana sem þú hefur á að skemmta þér í höfuðborg Íslands.
Allt að gerast í borginni.
ÍS
LE
N
S
K
A
SI
A
.I
S
H
B
S
46
06
6
04
/0
9
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Hjólafestingar