Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 42
18 4. maí 2009 MÁNUDAGUR > LYKILMAÐURINN Auðun Helgason var besti leikmaður Íslandsmótsins að mati blaðamanna Fréttablaðsins og stjórnaði bestu vörn deildarinnar með glæsibrag. Mikilvægi Auðuns fyrir Framliðið verður ekki minna í sumar þar sem hann hefur missti sína hægri hönd, Reyni Leósson, í Val. Auðun fær væntanlega ungan og fljótan varnarmann sér við hlið í sumar og leiðtogahlutverk hans hjá Framliðinu hefur aldrei verið stærra en einmitt í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FRAM 6. SÆTINU Í PEPSI-DEILDINNI SUMARIÐ 2009 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 3. sæti í A-deild 2007 7. sæti í A-deild 2006 1. sæti í B-deild 2005 9. sæti í A-deild 2004 8. sæti í A-deild 2003 7. sæti í A-deild AÐRIR LYKILMENN SAMUEL TILLEN HJÁLMAR ÞÓR- ARINSSON HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON GENGI Á VORMÓTUNUM Sigrar Jafntefl i Töp 4 4 > X-FAKTORINN Þorvaldur Örlygsson náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári með Framliðið en liðið náði þá sínum besta árangri í sautján ár. Nú reynir á hvort Þorvaldi takist að halda Fram- liðinu í hópi efstu liða. 2 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er nýr framhaldsskóli sem hefur starfsemi haustið 2009 og starfar eftir nýjum lögum um framhaldsskóla. Skólinn kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi og verða þær áherslur samfléttaðar við skólastarfið. Boðið er upp á metnaðarfullt nám á fimm námsbrautum: • Almenn námsbraut • Íþrótta- og lýðheilsubraut • Listabraut • Félags- og hugvísindabraut • Náttúruvísindabraut Áhersla verður lögð á árangursríka kennsluhætti og sveigjanlega stundatöflu auk öflugrar uppbyggingar á félagslífi nemenda, þar sem fyrstu nemendur móta hefðirnar. Innritun fyrir haustönn 2009 Innritun fyrir haustönn 2009 fer fram dagana 15. maí – 11. júní 2009. Á haustönn 2009 verða nemendur einungis innritaðir á fyrsta ár. Nánari upplýsingar á vef skólans: www.fmos.is eða í síma 864 9729 Nýr framhaldsskóli í hjarta Mosfellsbæjar Opinn kynningarfundur Opinn kynningarfundur verður haldinn um skólann í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ, þriðjudaginn 5. maí kl. 20:00. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér nýjan framhaldsskóla Mosfellinga eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum. E in n t v e ir o g þ r ír 4 5 4 .0 0 3 Lið Fram kom mörgum á óvart með því að ná 3. sæti á sínu fyrsta ári undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. Liðið komst í Evrópukeppni og að þessu sinni er meiri pressa á liðinu en í fyrra að vera meðal efstu liða. „Markmiðin eru ekkert ólík því sem þau hafa verið önnur sumur. Það er að mæta til leiks, reyna að byrja vel, koma sér inn í mótið og vona að gengið verði gott,” segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Liðið er búið að missa tvo lykilmenn. „Reynir Leósson og Paul McShane hafa báðir farið í burtu. Þeir áttu báðir mjög gott tímabil með liðinu í fyrra eins og allt liðið í heild. Þeir hjálpuðu okkur og við hjálpuðum þeim og nú er bara spurning hvort aðrir taki við,“ segir Þorvaldur. „Liðið spilaði vel í fyrra og þá sérstaklega í seinni umferðinni. Það var engin ein ástæða fyrir því heldur voru menn bara duglegir. Það vilja allir vera í toppbaráttu og enginn vill vera í fallbaráttu en það er voða- lega erfitt að sjá hvernig þetta verður fyrr en það er komið að leikdegi. Það eru nokkur lið, og kannski við þar á meðal, sem geta blandað sér í baráttuna á hvorum endanum sem er ef hlutirnir ganga ekki upp,“ segir Þorvaldur. „Við verðum með unga og spræka stráka og maður veit aldrei hvernig þeir bregðast við þegar á móti blæs ef svo ber undir. Maður vonar það besta og reynir að njóta þess að fá að taka þátt í mótinu,“ segir Þorvaldur, sem segist vera í svipaðri stöðu og á sama tíma fyrir ári. „Við komum blint inn í mótið í fyrra og ég held að það sé eins núna. Þetta verður þá þeim mun skemmtilegra og erfiðara verkefni,“ segir Þorvaldur. Skemmtilegt og erfitt verkefni Enska úrvalsdeildin í fótb. CHELSEA - FULHAM 3-1 1-0 Nicolas Anelka (0.), 1-1 Erik Nevland (3.), 2-1 Florent Malouda (9.), 3-1 Didier Drogba (52.). WIGAN ATHLETIC - BOLTON 0-0 MIDDLESBROUGH-MAN.UNITED 0-2 0-1 Ryan Giggs (24.), 0-2 Park Ji-Sung (50.). MANCHESTER CITY - BLACKBURN 3-1 1-0 Felipe Caicedo (26.), 2-0 Robinho (33.), 3-0 Elano (46.), 3-1 Keith Andrews (65.). PORTSMOUTH-ARSENAL 0-3 0-1 Nicklas Bendtner (12.), 0-2 Nicklas Bendtner (40.), 0-3 Carlos Vela (55.). STOKE CITY - WEST HAM UNITED 0-1 0-1 Diego Trista¡n (32.). TOTTENHAM - WEST BROMWICH 1-0 1-0 Jermaine Jenas (42.) LIVERPOOL - NEWCASTLE 3-0 1-0 Yossi Benayoun (21.), 2-0 Dirk Kuyt (27.), 3-0 Lucas (87.) SUNDERLAND-EVERTON 0-2 0-1 Steven Pienaar (47.), 0-2 Marouane Fellaini (70.) HANDBOLTI Haukar eru einum sigri frá því að vinna Íslands- meistaratitilinn annað árið í röð eftir öruggan 28-25 sigur á Val í þriðja leik liðanna á Ásvöllum á laugardaginn. „Þeir áttu fá svör við þessari framliggjandi vörn hjá okkur,“ sagði Aron Kristjáns- son, þjálfari Hauka. Birkir Ívar Guðmundsson varði mjög vel í marki Hauka og þeir Kári Kristjánsson (7 mörk) og Elías Már Halldórsson (6 mörk) voru atkvæðamestir í sókninni. Elvar Friðriksson (6 mörk) og Ingvar Árnason (8 mörk) voru í sérflokki hjá Val. Haukar geta tryggt sér Íslands- meistaratitilinn í Vodafone-höll- inni á þriðjudagskvöldið. - óój Lokaúrslit N1 deildar karla í handbolta um helgina: Haukar komnir í 2-1 FÓTBOLTI Þór/KA vann Lengjubikar kvenna eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik á laugardag- inn og Valur tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna eftir 2-1 sigur á KR í gær. Rakel Hönnudótt- ir tryggði Þór/KA sinn fyrsta stóra titil með sigurmarki í uppbót- artíma eftir að Mateja Zver hafði jafnaði leik- inn tvívegis fyrir Þór. Björk Gunnarsdóttir og Inga Birna Frið- rjónsdóttir komu Stjörnunni tvívegis yfir. Guðný Petrína Þórðardóttir tryggði Val 2-1 sigur á KR á 89. mínútu í úrslita- leik Meistarakeppni kvenna í gær. Rut Bjarnadóttir kom KR yfir en Katrín Jóns- dóttir jafnaði leikinn. - óój Tveir úrslitaleikir í kvennafótboltanum um helgina: Fyrsti titill Þór/KA RAKEL HÖNNUDÓTTIR Fyrir- liði Þór/KA með sigurlaun- in í Lengjubikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FÓTBOLTI Manchester United er áfram með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Middlesbrough á útivelli á laugardaginn. Liver- pool vann öruggan 3-0 sigur á Newcastle í gær og fylg- ir United sem skugginn en ensku meistararnir í Unit- ed eiga áfram leik inni á þá. „Þetta hefði getað verið stærri sigur en við erum enn með í barátt- unni. Við verðum bara að halda áfram að vinna okkar leiki og sjá síðan til hvernig Manchester-menn ráða við pressuna,“ sagði Rafel Ben- itez, stjóri Liverpool eftir 3- 0 sigur á Newcastle. Yossi Benayoun og Dirk Kuyt skoruðu í fyrri hálfleik og Lucas Leiva innsiglaði sig- urinn í lokin. Newcastle hefur enn ekki unnið undir stjórn Alan Shearer og hann þurfti að horfa upp á Joey Bart- on fá enn á ný rautt spjald fyrir hrottatæklingu. „Örlög okkar ráðast ekki í þessum leik heldur í næstu tveimur heimaleikjum og sá næsti er á móti Middlesbrough,“ sagði Shearer. Ryan Giggs kom Manchest- er United yfir með flottu marki á móti Middlesbrough og létti pressunni af liðinu. „Hvað er hægt að segja um þennan mann. Hann er frábær og þetta mark hans tryggði okkur sigur- inn,“ sagði Alex Fergu- son, stjóri Manchester United. Þetta var góð vika hjá Giggs sem var valinn leikmaður ársins, lék sinn 800. leik og skoraði síðan mikilvægt mark. Arsenal og Chelsea unnu bæði góða sigra á laugardaginn, Arsenal vann 3-0 sigur á Ports- mouth þar sem Arsene Wenger leyfði sér að hvíla átta byrjunarliðs- menn og Chelsea vann 3-1 sigur á Fulham þar sem Guus Hiddink gagn- rýndi sína menn og sagði að þeir kæmust ekki upp með sama einbeitingar- leysi á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vik- unni. ooj@frettabladid.is Ekkert breyttist Öll toppliðin unnu sína leiki í ensku úrvalsdeildinni um helgina og United færðist skrefi nær titlinum. GÓÐ VIKA Ryan Giggs hjá Manchester United. NORDICPHOTOS/ GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.