Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 28
4. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● bylgjublaðið
Í Ellingsen er ríkulegt úrval af veiði-, ferða- og úti-
vistarvörum. Í ferðatækjadeildinni má finna Fleet-
wood og A-liner fellihýsi, Hymer og Adria hjólhýsi,
Montana tjaldvagna og ýmsa aukahluti.
Í veiðideildinni eru stangveiðivörur frá Loop og
Abu Garcia og í skotveiðina má finna vörur eins
og Browning Remington, Tikka, Sako, Sauer og
Winchester. Þá er mikið úrval af útivistarfatnaði
frá Columbia, Devold og Didriksson sem eru allt
leiðandi vörumerki á sínu sviði.
Ferða- og gasvörur skipa einnig stóran sess í
versluninni og hefur Ellingsen um árabil verið um-
svifamesti einstaki söluaðili á gasgrillum á Íslandi,
en þar fást meðal annars hentug ferðagrill. Í tilefni
sumarkomunnar má einnig geta þess að Ellingsen
hefur í mörg ár verið leiðandi söluaðili á fánastöng-
um sem eru innfluttar frá Formenta í Svíþjóð.
Með hjálp heimasíðunnar
www.husaskipti.is er ódýrara
að ferðast innanlands.
„Markmiðið er að fólk geti farið í
sumarfrí án þess að greiða mikið
meira en þegar það er heima hjá
sér,“ segir Martin Lund Olesen
forritari um vefsíðuna www.husa-
skipti.is sem hann forritaði. Hug-
myndina eiga Steinn Kári Steins-
son og kærasta hans, Bára Odds-
dóttir, en Martin, sem er Dani,
segist strax hafa fallið fyrir inn-
taki heimasíðunnar.
„Hugmyndin byggist á þeirri
trú að þrátt fyrir kreppu hætti fólk
ekki að gera eitthvað skemmtilegt
með fjölskyldu sinni í sumarleyf-
inu. Með milligöngu síðunnar geta
fjölskyldur fundið aðrar fjölskyld-
ur og skipst á húsum innanlands,“
segir hann.
Spurður hvort hann telji að hug-
myndin eigi eftir að ganga vel í Ís-
lendinga segist hann vona að svo
verði. „Svona þjónusta er til um
allan heim en ég veit ekki til þess
að þetta hafi verið til hér fyrr
en núna. Þetta gengur alls stað-
ar annars staðar svo ég trúi því
að þetta gangi hér líka. Á Íslandi
þekkja líka allir alla, það er oft-
ast hægt að finna einhvern í gegn-
um aðra og fyrst fólk getur treyst
hvert öðru í útlöndum hlýtur það
að vera hægt hér líka. Sjálfur
myndi ég frekar leyfa ókunnugri
fjölskyldu að búa í mínu húsi en
að láta það standa tómt í kannski
þrjár vikur.“ Hann bætir því
við að þessi þjónusta sé ókeypis,
þannig komist fjölskyldur í sam-
band hver við aðra en sjái sjálf-
ar um lyklaskipti og þess háttar.
„Við hjálpum bara fólki að komast
í samband við hvert annað en eftir
það taka fjölskyldurnar við.“
Sjálfur hefur Martin ferðast
mikið um Ísland og hefur meðal
annars keyrt hringinn þrisvar
sinnum. Hann segir margt fal-
legt að skoða og hvetur Íslend-
inga til að horfa sér nær þegar
kemur að ferðalögum. „Hing-
að til hefur hugsunin um frí ein-
ungis snúist um útlönd í margra
hugum en vegna kreppunnar mun
það líklega breytast og það væri
skemmtilegt ef útlendingi tækist
að fá ykkur til að ferðast meira
um landið ykkar.“ - iáh
Skipst á húsum í fríinu
Húsaskipti gætu hentað þeim sem vilja
hafa það náðugt í fríinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Martin segir þjónustuna nýjung hér-
lendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nú er hægt að skiptast á sumarbústöðum og húsum í sumar fyrir tilstuðlan heimasíðunnar www.husaskipti.is. Myndin tengist
greininni ekki en hún sýnir sumarhús frá Trésmiðju Heimis ehf. MYND/TRÉSMIÐJA HEIMIS EHF.
Ellingsen rekur tvær verslanir. Önnur er að Fiskislóð 1 í
Reykjavík en hin að Tryggvabraut 1-3 á Akureyri.
Ferðavörur og grill í úrvali
KYNNING
„Landsmenn eru ákveðnir í að
ferðast innanlands í sumar,“
segir Kristín Anný Jónsdóttir,
sölustjóri hjá Víkurverki í Kópa-
vogi, sem selur hjólhýsi, fellihýsi,
fylgihluti og fleira. Mikið hefur
verið að gera hjá fyrirtækinu upp
á síðastkastið enda margir farnir
að gera vagnana sína klára fyrir
sumarið.
„Hér seljum við hjólhýsi og
húsbíla frá umboðum eins og
LMC, Hobby, Fendt, Buerstner,
Knaus og Rimor. Og ánægjulegt
er að segja frá því að við bjóð-
um upp á alveg nýja tegund af
fellihýsum frá Coachman,“ segir
Kristín Anný og bætir við að
fyrirtækið sé einnig með not-
aða ferðavagna sem seljist vel.
„Í ríkjandi árferði hefur reynd-
ar verið lítið um innflutning á
nýjum ferðavögnum.“ Hún segir
því tilvalið að kíkja á vagna fyrir
sumarið, þar sem margar tegund-
ir séu þegar uppseldar.
Kristín Anný bendir jafn-
framt á að svo megi alltaf breyta
og bæta ferðavagnana, til dæmis
með því að kaupa í þá smáhluti
eins og skyggni og fortjald og
aðra fylgihluti, sem fáist í góðu
úrvali hjá fyrirtækinu. „Við
leggjum mikið upp úr því að eiga
aukahluti á reiðum höndum og
rekum því öflugt verkstæði sem
getur séð um allt almennt viðhald
á ferðavögnum.“
Loks beinir hún þeim tilmæl-
um til eigenda ferðavagna af ár-
gerðinni 2005 eða eldri að nú
þurfi þeir að láta skoða þá hjá
Frumherja rétt eins og alla aðra
bíla. - vg
Fylgihlutir í ferðavagna
„Sala á útleigukortum gefur góða vísbendingu um að sumarið 2009 verði mikið
ferðasumar hjá eigendum ferðavagna,“ segir Kristín Anný. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KYNNING
• Rafhlaðan endist í allt að 15 tíma. Hentar vel í útileguna,
sumarbústaðinn og í ferðalagið. Þú stingur símanum eða
iPod í samband við Power2Charge og hleður af rafhlöðunni
• 6 millistykki fyrir t.d. síma, iPod, myndavélar og önnur 5V tæki
• Snúran er í litlu handhægu kefli
• Millistykki geymd í gúmmíbandi
• Ferðapoki
Hleðslutæki með
innbyggðri rafhlöðu
Hleður síma, iPod og myndavélar