Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
LITIR í málningardósum eru ekki alltaf eins á litaspjöldum
og á vegg. Því ættu þeir sem huga að því að mála að fá pruf-
ur. Þannig er hægt að máta nokkra liti á þá veggi sem á að
fríska upp á.
„Segja má að hjónarúmið sé fyrsta
mublan á heimilinu,“ segir Eygló
þegar hún er beðin að lýsa uppá-
haldshlut. „Dýnuna keypti maður-
inn minn þegar hann var að flytja
heim frá Bandaríkjunum. Það var
ekki mikið annað sem hann kom
með, fyrir utan tölvuna. En hann
lagði á sig að bera saman gæði
dýna í nokkrum búðum og var
ægilega ánægður að koma með
þessa heim til að leggja í búið sem
við vorum þá að stofna. Enn erum
við sannfærð um að dýnan sé ein
af bestu fjárfestingum sem við
höfum lagt í.“
Eygló segist þó alltaf hafa
dreymt um rómantískt rúm með
hvítri grind og hafa leitað að henni
árangurslaust, meðal annars á
húsagnasíðum á netinu. Allt í einu
gerðist undrið.
„Við bjuggum í Kópavoginum
um tíma en prófuðum að flytja til
Vestmannaeyja og leigðum þar
íbúð með innbúi til að byrja með.
Svo ákváðum við að setjast þar að,
keyptum hús og náðum í búslóðina
í bílskúrinn okkar í Kópavogi sem
einn nágranni hafði keypt. Hann
var með opið inn í sinn bílskúr við
hliðina akkúrat þegar við vorum að
tæma okkar gamla. Sé ég þá ekki,
á bak við fullt af dóti hjá honum,
þessa fínu rúmgafla sem dóttir
hans var hætt að nota. Flutninga-
bíllinn var alveg að fara úr hlað-
inu en ég gat haldið honum þar til
búið var að ná sambandi við dótt-
urina. Hún seldi okkur grindina
á mjög sanngjörnu verði og ég er
alsæl með rúmið. Svo af því ég er
hrifin af hinum bandaríska sveita-
rómantíkurstíl ætlaði ég alltaf að
fá mér bútasaumsteppi og var
mjög hamingjusöm þegar ég fann
eitt ódýrt í Rúmfatalagernum.“
gun@frettabladid.is
Leitaði gafla á netinu en
fann þá í skúr nágranna
Rúmið hennar Eyglóar Harðardóttur alþingismanns á sína sögu enda er það í hvað mestu eftirlæti af
innanstokksmunum heimilisins. Þó sefur hún sjaldan í því eftir að hún komst á þing.
Eygló Harðardóttir með dæturnar Snæfríði Unni og Hrafnhildi Ósk Sigurðardætur. MYND/ÚR EINKASAFNI
s
g Mjódd
UPPLÝSINGAR O
Næsta námskeið
hefst 8. maí n.k.
Síðustu dagarnir