Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 04.05.2009, Qupperneq 10
10 4. maí 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐA Baldur Þórhallsson skrifar um Alþingis- kosningar Nýafstaðnar kosningarnar eru um margt sögulegar. Vinstri flokkarnir og fylgjendur aðildarumsóknar að Evrópusambandinu náðu meirihluta á Alþingi. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og er í lykilstöðu í stjórnar- myndunarviðræðum. En breytingarnar rista dýpra. Samfylkingin hefur tekið við hlutverki Sjálf- stæðisflokksins á fleiri sviðum. Markverðasta breytingin er sá samhljómur sem myndast hefur milli Samfylkingarinnar og helstu hagsmunasamtaka atvinnurekenda. Í aðdraganda kosninganna varð ljóst að víðtæk samstaða hafði náðst milli þorra atvinnurekenda og launafólks um það hvernig koma ætti hjólum atvinnulífsins í gang og reisa við efnahag heimila. Þetta kom hvergi eins skýrt fram og í Evrópuskýrslunni sem birt var nokkrum dögum fyrir kosningar þar sem Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnað- arins, Viðskiptaráð og Alþýðusamband Íslands sam- mæltust um aðildarumsókn að Evrópusambandinu og upptöku evru. Samfylkingin, einn stjórnmálaflokka, skrifaði undir sameiginlegt álit þessara hagsmunaað- ila. Útlistað var ítarlega hvernig ESB-aðild og evra myndi gjörbreyta stöðu atvinnulífsins til batnaðar, fjölga störfum og spara fjölskyldum og einstaklingum stórar fjárhæðir vegna lægra vöruverðs, lægri vaxtagjalda, lægri verðbólgu og stöðugra gengis. Undir þetta hafa samtök eins og Félag íslenskra stórkaupmanna og Neyt- endasamtökin tekið. Samfylkingin er skyndilega orðin sá stjórn- málaflokkur sem ekki bara sameinar hagsmuni stórs hluta atvinnulífsins heldur fara hagsmun- ir launþega og atvinnurekenda saman innan flokksins. Efnahags-, atvinnu- og peningamálastefna flokksins er í megindráttum samhljóða stefnum þessara hags- munasamtaka. Í fyrsta skipti í íslenskri stjórnmála- sögu hefur jafnaðarmannaflokkur náð þeirri stöðu sem jafnaðarmannaflokkar á hinum Norðurlöndunum höfðu nær alla 20. öldina, þ.e. að vera boðberi samvinnu milli launþega og atvinnurekenda og vera í fararbroddi fyrir hagsmunum beggja. Mikill er viðsnúningurinn. Hvort Samfylkingunni mun takast að halda þessari stöðu sinni er ógjörningur að spá um en enginn þarf að velkjast í vafa um að íslensk stjórnmál hafa tekið breyt- ingum sem gætu orðið varanlegar. Höfundur er prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands og bauð sig fram fyrir Samfylkinguna í síðustu kosningum. Markverðustu pólitísku tíðindin BALDUR ÞÓRHALLSSON UMRÆÐA Benedikt Sigurðarson skrifar um neytendamál Í grein í Fréttablaðinu á verka-lýðsdaginn ræðst Sighvatur per- sónulega að talsmanni neytenda Gísla Tryggvasyni og ergist mjög yfir því að fjölmiðlar skuli hafa talið ástæðu til að gera grein fyrir hugmynd talsmanns neytenda um „eignarnám“ húsnæðisveðskulda. Hér fer Sighvatur Björgvinsson niður á lægsta plan. Gamaldags persónuníð og skætingur Sighvats er afar sérkennilegt innlegg þenn- an 1. maí árið 2009 og alls ekki lík- legt til að leggja af mörkum til að bæta hag venjulegra fjölskyldna á Íslandi. Sighvatur telur sig eflaust vera að verja ríkisstjórnina og Jóhönnu sérstaklega gegn stöðugri pressu um að hemja verðtryggðar hækk- anir lána fjölskyldnanna og of þungrar greiðslubyrði. Pressan er einnig vaxandi vegna þeirr- ar gremju sem vinstrimenn og félagshyggjufólk í öllum flokkum sýna – þar sem stjórnvöld taka alla skilgreinda hagsmuni fjármagns- eigenda, fjármálafyrirtækja og svokallaðra „kröfuhafa“ fram yfir hagsmuni almennings – hagsmuni neytenda. Meginatriði málsins er auðvit- að að með fyrirkomulagi verð- tryggingarinnar er jafnræði milli lántakenda og fjármagnseigenda algerlega raskað. Áhætta verð- tryggðra lána liggur nær öll hjá lántakanum og í tilfelli húsnæðis- lána dugar hin veðsetta eign ekki einu sinni til að fjármálafyrirtæk- ið sé tryggt heldur geta eftirstöðv- ar húsnæðisveðlána elt fjölskyld- urnar árum og áratugum saman. Tillögur eða hugmyndir Talsmanns neytenda ganga út á það að gerðardómur rétti hlut neytenda gagnvart ofur- valdi fjármagnseigenda og deili því tjóni sem hrunið hefur leitt yfir lántakendur og skipti á milli fjármála- fyrirtækjanna og fjöl- skyldnanna. (Í sama anda ályktuðu landsfundir VG og Sam- fylkingar fyrir nokkrum vikum.) Jóhanna og Steingrímur J. hafa þverskallast við vandanum og gremjan sýður. Hin skuldsetta millistétt er byrjuð að skjálfa – menntafólkið með námslánabyrð- ina – fólkið sem gerði sínar áætl- anir „í góðri trú“ og með hógværð – fólkið sem hefur misst hálauna- störfin eða sætt verulegri launa- skerðingu eða er jafnvel atvinnu- laust. Þetta fólk les skæting Sighvats með takmarkaðri gleði á alþjóðlegum baráttudegi launa- fólks. Yfirskot vísitölunnar hefur hlaðið á höfuðstól allra krónulána – vegna hrunsins – og tryggir fjár- magnseigendum með því ávöxtun sem er algerlega innistæðulaus. Fasteignamarkaðir varanlega frosnir – byggingamarkaður hrun- inn til lengri tíma – þekking í hönn- un verður að engu – og víðtækara hrun fyrirsjáanlegt. Venjuleg fjölskylda missir allt sitt aflafé í þvingaða greiðslubyrði og þá verð- ur ekkert eftir til að standa undir kaupum á neysluvöru og þjónustu. Neytendahagkerfið hrynur og keðjuverkun vaxandi atvinnuleys- is, greiðsluerfiðleika og tekjufalls ríkissjóðs er líkleg til að enda með algeru hruni fjármálakerfisins. Ísland hrynur inn á við. Talsmanni neytenda ber að vinna að því að hagsmunum almenn- ings sé haldið til jafns við hags- muni banka og fjármálastofnana og honum ber að leggja mál upp við stjórnvöld. Hann er í vinnu hjá neyt- endum en ekki „þjónn stjórnvalda“ og á ekki að þurfa að vera hræddur við „hefndaraðgerðir“ frá hendi Jóhönnu, Gylfa eða Steingríms. Skætingur og persónuníð Sig- hvats er bergmál valdhrokastjórn- málanna og frá þeim tíma að litið var á embættismenn sem „þjóna“ stjórnvaldanna og valdamannanna sem settu þá – og til þess voru þeir „handvaldir“. Við munum vel eftir því að Davíð Oddsson lagði niður Þjóðhagsstofnun og hafði í hót- unum við Umboðsmann Alþingis. Ekki þótti Jóhönnu og Steingrími að slík frammistaða væri ásættan- leg á þeim tíma. Það má skilja „árás“ Sighvats á Gísla Tryggvason sem kröfu um að sitjandi stjórnvöld aðhafist gegn embættismanni sem hefur skyldu til að vinna í þágu neytenda og vekja athygli á hagsmunum þeirra gagnvart stjórnvöldum eins og öllum öðrum. Mér þykir þetta innhlaup fyrr- verandi alþingismanns og ráðherra sérlega ósmekklegt og ómálefna- legt, ekki síst í ljósi þess að hann hefur átt starfsvettvang undir það síðasta í umhverfi þróunarsam- vinnu – þar sem eitt það mikilvæg- asta sem lýðræðisríki Evrópu geta lagt af mörkum í þriðja heiminum er efling sjálfstæðrar stjórnsýslu gegn ofurvaldi stríðsherra og ofbeldismanna í ríkisstjórnarfor- ystu. Sem flokksmaður í Samfylking- unni treysti ég því að þöggunarvið- horf Sighvats víki endanlega fyrir heiðarlegum samræðustjórnmálum. Höfundur er frjálslyndur jafnaðarmaður í Samfylkingunni. Sighvatur Björgvinsson „ræðst á talsmann neytenda“ BENEDIKT SIGURÐARSON Skúbb Sigmundar Allt ætlaði um koll að keyra þegar formaður Framsóknar dúkkaði upp þungbrýndur tveimur dögum fyrir kosningar og sagðist hafa heyrt að úttekt matsfyrirtækisins Oliver Wyman sýndi fram á ógnvænlega stöðu eignasafna íslensku bankanna. Formenn stjórnarflokkanna kröfðust þess að fá að vita hvaðan hann hefði upplýsingarnar – þær væru kyrfilega læstar í dulkóðaðri hirslu og engum aðgengilegar nema stöku útvöldum embættismanni. Morgunblaðið birti síðan forsíðufrétt upp úr minnisblaði fyrirtækisins í vikunni á eftir. Sigmundur hefur hins vegar ekki þurft að grafa mjög djúpt eftir þessum háleynilegu upplýsingum. Þær birtust nefnilega á forsíðu Fréttablaðsins 28. febrúar. Bitlingana burt? Um það leyti sem Samfylkingarmað- urinn Guðbjartur Hannesson settist í forsetastól Alþingis í byrjun febrúar sagðist hann myndu beita sér fyrir því að ársgamalt aðstoðarmannakerfi landsbyggðarþingmanna yrði afnum- ið „á næstu mánuðum“. Kerfið kostar ríflega 30 milljónir á ári. Af þessari breytingu hefur hins vegar ekki orðið. Þegar nýtt þing kemur saman verður for- vitnilegt að sjá hvort staðið verði við stóru orðin. Eða ætli nýir landsbyggða- þingmenn séu þegar farnir að svipast um eftir liðsinni úr bitlingabiðröðum flokkanna? Herraþjóðin sem allt veit Á meðan ríkisstjórnarflokkarnir véla um framtíð Íslands fyrir luktum dyrum vita fæstir Íslendingar hvort þjóðin stefnir inn í Evrópusamband- ið eða ekki. Öðru máli gegnir hins vegar um Dani, sem vita gjörla hvað Íslendingar ætlast fyrir í þeim efnum. „Ísland áformar að sækja um aðild að ESB haustið 2009,“ segir í dönskum texta ætluðum á fræðsluvef fyrir börn. Þýðandinn, Gísli Ásgeirsson, upplýsir um þetta á vefsíðu sinni. Og þá vitum við það. Gísli segir jafnframt að hinn danski höfundur ljóstri því upp að íslenski hesturinn sé alls ekki íslenskur. Hann sé norskur. stigur@frettabladid.isÁ kvörðunin um að borga eða borga ekki af húsnæðisláni veltur svo til alltaf á einu atriði og engu öðru: Annað hvort á fólk fyrir greiðslunni eða ekki. Að borga ekki af láni, sem hvílir á heimilinu, er í raun merki um að viðkomandi þarf að nota peningana til að næra sig og fjölskylduna, að hann sé tilneyddur til að setja mat framar húsaskjóli. Það er varla er hægt að tala um að fólk standi frammi fyrir einhverju vali þegar það er komið í þá aðstöðu. Undanfarna mánuði hefur hins vegar af og til skotið upp þeirri hugmynd að fólk eigi að taka sig saman og hætta að borga af húsnæðislánum sínum, jafnvel þó það ráði við afborganirnar. Tilgangurinn á meðal annars að vera einhvers konar andóf gegn ósanngjarnri meðferð banka og stjórnvalda á skuldurum. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra benti í gær á hið augljósa, slík aðgerð myndi hækka dráttarvexti og innheimtukostnað. Lög- fræðingar myndu græða, aðrir tapa. Fyrir vikið uppskar Gylfi skæðadrífu neikvæðra og þaðan af verri ummæla í bloggheimum frá þeim sem eru honum ekki sammála. Hafði Gylfi þó ekki unnið sér annað til sakar en að segja sannleikann um þessa hugmynd. Það er á svona stundum sem best kemur í ljós gildi þess að hafa ráðherra utan stjórnmálaflokka í ríkisstjórn. Gylfi er ekki þar sem hann er, vegna þess að hann hefur sagt eitthvað sem fellur kjósendum í geð. Hann er í viðskiptaráðuneytinu vegna þekk- ingar sinnar og menntunar og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort hann nái endurkjöri í næstu kosningum. Hitt er annað mál að þeir stjórnmálamenn, sem fengu Gylfa til liðs við ríkisstjórn sína, þurfa að leggja skilningsrík eyru við orð hinna óánægðu skuldara, þau þó séu ekki öll vel valin eða kurteisleg. Það má ekki vanmeta eða gera lítið úr örvæntingu þeirra sem eru að missa heimili sín. Alltof margar fjölskyldur munu mæta þeim óumflýjanlegu örlögum á næstu mánuðum. Hvert slíkt til- vik er harmleikur. En það er ekki hægt að bjarga öllum. Mikilvægt er að fólk gerir sér grein fyrir að hvatningin um að þeir hætti að borga, sem geta staðið undir greiðslubyrði sinni, er fyrst og fremst líkleg til að fjölga þeim sem missa fasteignir sínar. Jafnvel að þarflausu. Fyrir stóran hluta þeirra sem skulda nú meira en fasteign- in þeirra er metin á, skiptir geysilega miklu máli að reyna að hanga á eigninni sinni. Þegar landið fer að rísa, sem það mun örugglega gera þótt það sé ekki í sjónmáli, mun eiginfjárstaðan fylgja með. Þau sem hafa tekið að sér stjórn þessa lands þurfa hins vegar að bæta sig verulega við upplýsingagjöf og almennar samræður við þann hóp sem er verst settur. Sá rólyndisbragur sem er yfir stjórnvöldum þessa dagana er ekki til að blása bjartsýni í brjóst þjóðarinnar. Vanhugsuð hugmynd um greiðsluverkfall. Ekki hægt að bjarga öllum JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.