Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.05.2009, Qupperneq 12
12 4. maí 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is „Þessi tiltekna rannsókn er lang- stærst af þeim erfðarannsóknum sem gerðar hafa verið á þessum sjúkdómi,“ segir Hákon Hákonar- son, læknir á Barnaspítalanum í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Hann hefur stýrt rannsóknum á 13.000 einstaklingum með ein- hverfu. Rannsóknin þykir marka tíma- mót en hún hefur sýnt fram á að tengsl séu á milli erfðafræðilegra þátta og einhverfu. „Við uppgötv- uðum jafnframt fyrsta algenga erfðabreytileikann sem fundist hefur hjá þessum sjúklingum, en 65 prósent einhverfra eru með hann,“ segir Hákon spurður nánar út í rannsóknina. „Við sýnum fram á að hann raskar tengingu tauga- fruma á ákveðnum svæðum í heil- anum þannig að til að mynda sam- skipti barnanna þróast ekki eðli- lega, en það er eitt af einkennum einhverfu.“ Beðinn um að greina frá hvað hafi komið honum mest á óvart við rannsóknina, segir hann: „Flestöll þau gen sem við sýnum fram á að valdi einhverfu, en þau eru alls fjórtán talsins, tilheyra einungis tveimur genafjölskyldum. Þessar genafjölskyldur tengjast þróun og myndun á tengingum milli tauga- fruma.“ Að sögn Hákonar þykir þessi uppgötvun athyglisverð þar sem hugsanlega verður mögulegt að þróa lyf, sem gætu komið í veg fyrir einhverfu. „Einhverfa er afar erfiður sjúk- dómur og ömurlegt að sjá þá aftur- för sem á sér stað hjá þessum börn- um, og þá yfirleitt eftir fyrsta ald- ursár, á sviði talmáls, áhuga og samskipta,“ nefnir Hákon og bend- ir á að það sé hins vegar góðs viti að fyrsta aldursárið sé það tímabil sem vonandi verði hægt að grípa til úrræða á. „Það er að segja þegar búið verður að þróa nýja meðferð, sem leiðréttir afleiðingar eða röskun- ina sem erfðabreytileikinn veldur á tengingum taugafruma,“ segir hann og nefnir að þá fyrst sé sá möguleiki fyrir hendi að breyta meðferðinni á fyrsta ári og koma þannig í veg fyrir að einhverfu- einkenni komi fram. Hákon ítrek- ar að það muni vissulega líða nokk- ur ár áður en þeim árangri verður náð. „Við stefnum að því af fullum krafti.“ Hákon hefur því lagt ýmislegt af mörkum til rannsókna á einhverfu, en þess má geta að upphaflega ætl- aði hann sér að verða dýralækn- ir. „Síðan fékk ég áhuga á heim- ilislækningum. Hafði hugsað mér að fara í þær en byrjaði fyrir til- viljun í barnalækningum sem ég fann mig vel í,“ segir Hákon, sem hóf síðan sérnám í lungnalækn- ingum barna. „Þegar mér gafst tækifæri til að stunda rannsóknir með klíníska náminu fannst mér það strax mjög spennandi og eitt leiddi af öðru og ég fór meira út í rannsóknavinnu.“ vala@frettabladid.is HÁKON HÁKONARSON LÆKNIR: VINNUR AÐ TÍMAMÓTARANNSÓKN UM EINHVERFU BARNA Fann tengsl milli erfða og einhverfu FRUMKVÖÐLASTARF Hákon Hákonarson læknir hefur unnið að rannsóknum á ein- hverfu barna. MYND/ÚR EINKASAFNI Þjóðerni og fötlun: Fjölskyld- ur innflytjenda og fötluð börn, er yfirskrift fyrirlestrar sem Berit Berg, dósent við NTNU-háskól- ann í Þrándheimi, heldur í Öskju á morgun, þriðjudag, á vegum Rann- sóknaseturs í fötlunarfræðum í Háskóla Íslands. Í fyrirlestri sínum fjallar Berit um innflytjendafjölskyldur með fötluð börn. Fáar rannsóknir hafa beinst að þessum fjölskyldum og því lítil þekking á reynslu þeirra og aðstæðum. Í fyrirlestrinum leitar Berit Berg svara við spurningum svo sem: Hvaða skilning leggja innflytj- endafjölskyldur í fötlun? Stendur fatlað fólk af erlendum uppruna frammi fyrir sams konar áskorun- um og meirihlutinn eða mæta því sérstakar hindranir vegna menn- ingar, trúar, tungu, fordóma eða kynþáttafordóma? Hvaða reynslu hafa innflytjendafjölskyldur með fötluð börn af samskiptum sínum við þjónustukerfið? Berit Berg byggir umfjöllun sína meðal annars á rannsókn sem hún vinnur að um innflytjenda- fjölskyldur í sex sveitarfélögum í Noregi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst klukkan 12 í stofu N-131 í Öskju. Hann er ókeypis og öllum opinn. Fjallað um fjölskyldur inn- flytjenda og fötluð börn Í HJÓLASTÓL Fjallað verður um þjóðerni og fötlun í hádegisfyrirlestri í Öskju á morgun. Margrét Thatcher var for- sætisráðherra Bretlands á ár- unum 1979 til 1990 og leið- togi breska Íhaldsflokksins 1975-1990. Hún varð fyrst kvenna til að gegna þessum tveimur stöðum þennan dag árið 1983. Thatcher fæddist í Granth- am í Lincoln-skíri í Austur- Englandi. Hún var skírð Margaret Hilda Roberts. Faðir hennar hét Alfred Roberts og var kaupmaður en móðir hennar hét Beatrice Roberts (fædd Beatrice Stephenson) frá Lincoln-skíri. Margaret átti eina eldri systur, Muriel. Voru þær systur aldar upp í krist- inni trú. Faðir þeirra tók þátt í stjórnmálum og var hann sveitarstjórnar- maður. Thatcher sat lengst allra samfellt sem for- sætisráðherra Bretlands á 20. öld. Hún var bæði einn dáðasti og hatað- asti stjórnmálamað- ur lands síns. Stefna hennar var að leggja ríka áherslu á frjáls- an markað og frjálst framtak, sem og að draga úr hvers kyns ríkisafskiptum. Áhrif hennar ríkja enn innan Íhaldsflokksins. ÞETTA GERÐIST: 4. MAÍ 1983 Ráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins MERKISATBURÐIR 1631 Svíar gera bandalag með Brandenburg. 1880 Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdótt- ir kona hans eru jarð- sett í Reykjavík við hátíð- lega athöfn. Þau létust bæði í Kaupmannahöfn í desember 1879. 1948 Hvalstöðin í Hvalfirði hefur starfsemi, sem stendur í fjóra áratugi. 1981 Hönd er grædd á stúlku eftir vinnuslys, í fyrsta sinn á Íslandi. 1986 Sólveig Lára Guðmunds- dóttir verður fyrst ís- lenskra kvenna til að sigra í prestskosningum. Hún er kjörin prestur á Sel- tjarnarnesi. 1990 Lettland lýsir yfir sjálf- stæði. LANCE BASS ER ÞRÍTUGUR. „Mér finnst ég frjálsari og hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.“ Þetta sagði söngvarinn og tónlistarmaðurinn Lance Bass eftir að hafa komið út úr skápnum. Bass gerði garð- inn frægan með strákahljóm- sveitinni NSYNC, en meðal annarra meðlima hennar má nefna Justin Timberlake. Eftir að NSYNC leystist upp hefur Bass einbeitt sér að sólóferli sínum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.