Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 18

Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 18
 4. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● bylgjublaðið Með húsið í eftirdragi Fátt er betra en að grilla úti í náttúrunni og skríða síðan inn í notalegt hús á hjólum. NORDICPHOTOS/GETTY Fellihýsi verða von bráðar algeng sjón á vegum landsins enda ætla margir að ferðast innanlands í sumar. Að ýmsu er að hyggja við val og viðhald á fellihýsum eins og blaða- maður komst að þegar hann innti Gunnar Jónsson hjá Seglagerðinni Ægi eftir því hvað þyrfti helst að hafa í huga. „Fyrst og fremst er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvers konar fellihýsi henti þörf- um þess, en það getur verið mjög mismunandi. Sumir ætla með felli- hýsin um erfiða vegi og þá henta minni hús, en aðrir eru með fjöl- skyldur og hafa fyrst og fremst í hyggju að gista á tjaldstæðum. Það fólk velur yfirleitt stærri hús. Þá er hægt að velja um ýmiss konar fyrirkomulag inni í fellihýsun- um og er mjög einstaklings- bundið hvað hverjum hent- ar.“ Fellihýsin eru seld tilbúin til notkunar en margir bæta aukabún- aði við. „Algengast er að fólk taki fortjöld og sólarrafhlöður til að hlaða rafgeyminn í hús- inu. Síðan eru grjótgrind- ur mjög vinsælar. Þær eru festar á fellihýsið til að koma í veg fyrir grjótkast á milli bíls og vagns.“ Gunnar segir eingöngu kraftmeiri fólksbíla og fjórhjóla- drifna bíla geta dregið fellihýs- in og mælir ekki með því að fólk reyni að draga þau á bílum sem ekki hafa burði til. Þá þarf bíllinn að vera búinn tengikúlu og tilskild- um rafmagnsbúnaði. „Undanfarið höfum við svo verið að minna fólk á að nú er komin skoðunarskylda á öll fellihýsi og því þarf fólk sem á eldri hús að fara með þau til skoð- unar. Þetta fer eftir árgerðinni og getur fólk fengið frekari upp- lýsingar hjá Umferðarstofu. Hjá okkur er svo boðið upp á viðhald á öllu sem húsunum viðkemur og mælum við með því að fólk líti við og láti líta á hemlunar-, hjóla- og rafmagnsbúnað áður en það leggur í hann, enda mikilvægt að örygg- ið sé í lagi fyrir ökumenn, farþega og aðra í umferðinni.“ Þá mælir Gunnar með því að fólk sem kaupir notuð fellihýsi eða flytur þau inn sjálft gangi úr skugga um að þau séu með lög- legum gas- og rafmagnsbúnaði. „Fellihýsin koma frá Ameríku en þurfa að vera með Evr- ópumerktan gas- og rafmagns- búnað.“ - ve Fellihýsin eru mismunandi að stærð og gerð og er hægt að laga að ólíkum þörfum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Seglagerðin selur Pal- omino-fellihýsi og eru þau frá níu og upp í fjórtán fet. MYND/SEGLA- GERÐIN ÆGIR „Grindavík er eitt öflugasta bæj- arfélag landsins og með tilkomu nýja tjaldsvæðisins sem opnað verður í maílok erum við líka að koma okkur á kortið sem öflugur ferðamannabær en hér er margt að sjá. Segja má að bæjarhátíð- in Sjóarinn síkáti marki upphaf á skemmtilegu sumri hér suður með sjó,“ segir Þórarinn Sig- valdason, framkvæmdastjóri Sjó- arans síkáta sem haldin verður að venju um sjómannadagshelg- ina, að þessu sinni 5. til 7. júní. Mikið verður lagt í hátíðina í ár og enn meira gert til að gera hana að fjölskylduskemmtun. „Sjóarinn síkáti er ein öflugasta bæjarhátíð landsins og má segja að við séum fyrst á dagskrá í sumarskemmtunum. Upphitun hefst á fimmtudagskvöld og svo verður fjör á föstudagskvöld með tónleikum og skemmtunum. Á laugardag er bærinn undirlagð- ur af fjölskylduuppákomum. Má þar nefna ratleik, leiktæki fyrir börn, Skoppa og Skrítla skemmta, smíðaverkstæði, töfrakarl og Brúðubíllinn mæta og boðið upp á andlitsmálun fyrir krakkana Um kvöldið verður diskótek fyrir unga fólkið og böll á skemmti- stöðum bæjarins. Á sunnudag verða hátíðarhöld á vegum sjó- mannadagsráðs í Grindavík en um helgina verður einnig sund- mót, fótboltamót, fótboltaþrautir, körfuboltamót og fleira. Endan- leg dagskrá verður birt um miðj- an maí á www.grindavik.is. -hs Sjóarinn síkáti fer á kreik Þórarinn kynnir hátíðina fyrir 6. bekk- ingum í Grunnskóla Grindavíkur. KYNNING Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Skíðabox Pacific 600190 x 63 x 39 cm340 L54.900.- TREX - HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN, HESTHÁLSI 10, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 587 6000 WWW.TREX.IS INFO@TREX.IS Hópferðabílar fyrir alls konar hópa! SUMARSÓLSTÖÐUFERÐ 17. - 21. JÚNÍ: STRANDIR - DJÚP 5 daga rútu- og skoðunarferð með leiðsögn um heillandi vestfi rska náttúru og söguslóðir í samvinnu við Ferðafélag Íslands. M.a. farið um Snæfjallaströnd, Æðey, Kaldalón og Strandir. Útsýnissigling í Reykjarfjörð og undir Hornbjarg. Einstök ferð. VERÐ. 70.000 KR OG MIKIÐ INNIFALIÐ. PANTIÐ STRAX. Bylgjan stendur nú fyrir þema- viku sem tileinkuð er ferðalög- um innanlands. Dagskrárgerðar- fólk Bylgjunnar mun á hverjum degi flytja hlustendum fræðandi, upplýsandi og skemmtilegt efni og ferðalög um Ísland verða skoðuð frá öllum mögulegum hliðum. Til að gera þemavikunni enn hærra undir höfði hefur Bylgjan ráðist í útgáfu á blaði þessu, sem inni- heldur greinar, viðtöl og kynning- ar á útivist og ferðalögum innan- lands, þar sem reynt er höfða til sem flestra. Spennandi sumar fram undan Ferðalög innanlands eru til umfjöllunar í sérstakri þemaviku Bylgjunnar. Útgefandi: Bylgjan Heimilisfang: Skaftahlíð 24 , 105 Reykjavík Vefsíða: www.bylgjan.is Ritstjóri: Roald Viðar Eyvindsson Ábyrgðarmaður: Kristján Þórir Hauksson Auglýsingar: Auglýsingadeild 365.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.