Fréttablaðið - 04.05.2009, Blaðsíða 22
4. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR6 ● fréttablaðið ● bylgjublaðið
Úrvalið af ýmiss konar búnaði fyrir útileguna er geysimikið og margir aukahlutir
til þess fallnir að auka þægindin. Hér gefur að líta nokkra slíka.
Margir eiga góðar minningar frá útilegum enda kjörið að njóta lands og náttúru í fé-
lagsskap ástvina. Hins vegar geta óvæntar aðstæður auðveldlega skapast á okkar
fallegu eyju þar sem allra veðra er von og þá er gott að vera vel undirbúinn. Víða
má finna sniðugar og hagkvæmar útilegu- og útivistarvörur í búðum bæjarins og í raun
mætti eyða fúlgum fjár í alls konar aukahluti. Hins vegar verður hver og einn að gera
upp við sig hvað hentar, hverju þörf er á og hvað er til þess fallið að gera útileguna enn
betri. Hér eru nokkur dæmi um sniðuga hluti í útileguna. - hs
Allt til alls í útileguna
Í útilegu gefst tóm til að slaka á og njóta náttúrunnar. Upplifunin verður ekki síðri ef
góðar græjur eru með í för til að mæta ófyrirsjáanlegu veðri og öðrum óvæntum uppá-
komum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Ullarteppi eru kjörinn ferðafé-
lagi til að halda hita á sér og
sínum. Í Álafossi má finna
úrval slíkra gripa.
Svefnpoki er nauð-
synlegur í tjald-
útileguna og hið
mesta þarfaþing.
Þessi öflugi Nitestar
250 þriggja árstíða
poki sem þolir allt
að -15 hámarks
kulda fæst í verslun-
inni Everest og kostar
9.995 krónur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í þennan Fitsroy-
bakpoka
kemst heil-
mikill farang-
ur. Pokinn er
góður í lengri
gönguferðir,
fæst í Everest
og kostar 25.995
krónur.
Hjá Seglagerðinni
Ægi eru einungis
sterkir gæðastólar til
sölu. Þessi Paso-
doble-stóll hefur
verið vinsæll og
kostar 15.900 krón-
ur. Hann er léttur
og fyrirferðarlítill
og hentar því vel í
ferðalög.
Coleman
ferðagrill frá
Ellingsen.
MYND/ELLINGSEN
La sportiva Cirque Pro
skórnir fást í 66°Norð-
ur á 18.400 krónur
og eru tilvaldir í
léttar göngur
og ferða-
lög.
Ég skal reyna að fara í gegnum
þetta í stuttu máli og vonast ég
til að það geti hvatt einhvern
sem les þetta til að koma sér
af stað eða halda áfram ef við-
komandi stundar líkamsrækt.
Ég hef nú alltaf verið að
hreyfa mig frá unga aldri en 22
ára fór ég fyrst inn í líkams-
ræktarstöð og að lyfta lóðum.
Í fyrstu var maður ekkert að
gera þetta nógu skipulega en
ég fann samt fljótlega hversu
gaman ég hafði af þessu. And-
lega var þetta endurnærandi
þar sem heiladingullinn leys-
ir við átök frá sér end-
orfín, sem oft hefur
verið kallað vímuefni
líkamans.
Ég hef sagt við
fólk sem hefur
komið til mín
í þjálfun eða
spurt ráða:
Það skipt-
i r ekk i
öllu máli
hversu löngum tíma
þú eyðir í líkams-
ræktinni heldur hvað
þú gerir á þessu tíma.
Ég segi að klukkutími
sé feikinóg ef þú tekur
vel á því á þeim tíma.
Þegar sumarið nálg-
ast kemur þessi fiðr-
ingur í okkur öll að
komast út úr líkams-
ræktarstöðvunum og
út í góða veðrið og skilur
maður það mjög vel. Það
sem maður getur gert er í
raun að færa æfingar dags-
ins út með því að fara út að
skokka, gera armbeygj-
ur og margt fleira; ég
fer samt inn í líkamsræktar-
salinn en er bara með
styttri æfingar á sumr-
in og lyfti til dæmis
lóðum í 30 mínút-
ur en nota svo góða
veðrið til að fara út
og skokka.
Með þessu móti
er lítið mál að halda
sér í góðu formi allt árið
um kring í staðinn fyrir
að koma alltaf að hausti
inn í stöðvarnar með móral
yfir því að hafa ekkert mætt
frá því í lok maí og fram í
byrjun september.
Ef þú hefur ekki tíma
fyrir líkamann núna þá
er ekki víst að lík-
aminn hafi tíma
fyrir þig á morg-
un. Þessi orð eiga
svo sannarlega vel
við.
Gleðilegt sumar.
Ívar Guðmundsson
Út að æfa á sumrin
Ívar Guðmundsson æfir allt árið um
kring og er meira úti við á sumrin.
Ferðafélag
Íslands
Ferðir við allra hæfi
Skráðu þig inn – drífðu þig út
www.fi .is