Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 04.05.2009, Qupperneq 24
 4. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● bylgjublaðið Ísland státar víða af fallegum, náttúrulegum laugum sem njóta má með ýmsu móti. Náttúrulegar laugar, heitar laugar og umsjónarlausar sundlaugar má finna víða um land, sem nýta má til að slaka á og upplifa þannig ein- staka náttúru með heilsusamleg- um hætti. Slíkar laugar hafa löng- um verið taldar búa yfir miklu að- dráttarafli eins og sannast helst af fjölda ferðamanna bæði erlendra og innlendra sem leggja leið sína þangað. Hveravellir og Land- mannalaugar laða til að mynda til sín þúsundir ferðalanga á ári hverju. Meðfylgjandi eru dæmi um nokkrar laugar sem unnendum hollra lífshátta og fagurrar nátt- úru gæti þótt gaman að hafa við- komu á næst þegar ferðast er um landið. - rve Unaðsreitir í náttúrunni Hveravellir eru rétt við Kjalveginn. Laugin er neðan við skálann í bakkanum við lækinn sem rennur frá hverasvæðinu. Vatn í laugina er meðal annars leitt úr læknum um plaströr. MYND/HVERAVELLIR Sumir telja vatn Bláa lónsins heilnæmt. Mývetningar hafa stundað heit jarðböð sér til heilsubótar allt frá landnámsöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILEHLM Heitt vatn seytlar í Seljavallalaug úr uppsprettum í klettunum. NORDICPHOTOS/GETTY Mikil náttúrufegurð er í nágrenni Landmannalauga og er svæðið fjölsótt af ferðamönnum. Baðlaugin er stífluð með grjóti en heita vatnið kemur frá uppsprettum í bakkanum ofan við hana og í botni hennar. Nánar á www.hot-springs.org. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Víða á landinu má baða sig undir berum himni. NORDICPHOTOS/GETTY Veljum Ísland

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.