Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 31

Fréttablaðið - 04.05.2009, Side 31
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2009 KYNNING Mönnum verður gjarnan tíðrætt um náttúrufegurð í Dýrafirði. Þar er þó hægt að njóta fleira en fallegrar náttúru, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu. MYND/ÚR EINKSAFNI Ýmsir afþreyingarmöguleikar eru á svæðinu, meðal annars fjöldi góðra gönguleiða. Bílferðin getur virst endalaus fyrir litlu krílin og þá er eins gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Það getur stytt ferðalagið bæði fyrir börn og fullorðna að taka þátt í hinum ýmsu bílaleikjum sem skapa einnig skemmtilega stemn- ingu í bílnum. Klassískir leikir á borð við Frúna í Hamborg og Hver er mað- urinn? standa alltaf fyrir sínu. Litir og númer. Allir velja sér einn lit eða eitt númer og svo eru bílarnir skoðaðir sem keyra framhjá og allir telja hversu oft bíll með þeirra lit kemur eða með þeirra númeri í bílnúmerinu. Sá sem fær oftast litinn eða númer- ið upp vinnur. Hugsunarleikurinn. Leikur sem hentar þeim yngri. Einhver hugs- ar um eitthvað, annað hvort í um- hverfinu sem er sjáanlegt eða bara eitthvað heima, og hinir eiga að giska á hlutinn/manneskjuna/fyr- irbærið. Það má bara spyrja já- og-nei spurninga til þess að fá vís- bendingar. Börn geta gleymt sér tímunum saman við að syngja og skemmti- legast er þegar mamma eða pabbi syngja með. Svo er um að gera að hafa nógu marga geisladiska til að missa ekki vitið eftir að hafa hlustað á sömu lögin í tvo tíma. Þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hávaða ættu að íhuga möguleik- ann á ferðageislaspilara. Nú, svo stendur Bylgjan alltaf fyrir sínu. Leikir sem létta lundina Börnum getur þótt bílferðalagið enda- laust og eins gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Síðumúli 2 · 108 Reykjavík · s. 5702700 Á F E R Ð U M L A N D I Ð M E Ð F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Bæklingurinn fæst á næstu þjónustustöð N1 og á upplýsingamiðstöðvum. rittód st súg Á r uðiehng a R - rö pSwww.sveit.is 1.990,- Allt ferðalagiðí 1.990,- 3.990,- 299,- Fjölskyldupara- dís í Dýrafirði Náttúrufegurð í Dýrafirði þykir mikil og þar er undirlendi meira en víðast hvar á Vestfjörðum. Fjörðurinn er miðsvæðis á Vest- fjarðakjálkanum og því stutt á aðra markverða staði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu í Dýrafirði síðustu ár. Má þar nefna veitinga- og kaffihús, fjölbreytta gistiþjón- usta á gistiheimilum og á hótel- um, kvöldvökur á víkingasvæð- inu, siglingar á víkingaskipi, gönguferðir á slóðir Gísla Súrs- sonar, hestaferðir, sjóstangaveiði, silungsveiði, blakvelli, sundlaug, íþróttahús með líkamsræktar- aðstöðu, fótboltavelli, vélsmiðju- safn, frábærar gönguleiðir og fleira. Á Þingeyri er tjaldsvæði fyrir ferðalanga í húsbílum, hjólhýsum eða tjaldvögnum þar sem viku- dvöl kostar 14.000 fyrir alla fjöl- skylduna. Jafnframt er íþrótta- námskeið í boði fyrir börn virka daga fyrir 5.000 krónur á barn. Vikudvölin kostar því samtals 24.000 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá er óupp- talinn golfvöllur sem nota má að vild fyrir 5.000 krónur á mann á viku. Frítt er fyrir börn. Þess skal getið að auðveld- asti og hugsanlega skemmtileg- asti ferðamáti til Dýrafjarðar frá höfuðborgarsvæðinu er að aka til Stykkishólms, taka bílaferjuna þaðan til Brjánslækjar (með við- komu í Flatey) og aka síðan þaðan í rólegheitum í um það bil eina og hálfa klukkustund til Þingeyrar. Hægt er að kynna sér helstu þjónustu og afþreyingarmögu- leika sem verða í boði í Dýra- firði í sumar á vefsíðunni www. thingeyri.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.