Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 17

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 17
161 þarf þá eigi að verða meira handahóf en nú á sjer stað með þvegnu ullina, þar sem hún er þegar flokkuð. Hugsanlegt er og, að féngizt geti einhver handhæg ráð til að finna út óhreinindahlutföll ullarinnar, að sínu leyti eins og fitumagn rjómans er ákveðið með auðveldri að- ferð á rjómabúunum. Fjársparnaðurinn, við heimaverkun ullarinnar, er ekki með betri rökum festur, en sparnaðurinn við heima- smjörverkunina var, á sínum tíma. Skipting vinnunnar, á þann hátt, að æfðir menn, með beztu áhöldum, og að- stöðu, undir góðri verkstjórn, taka við af óæfðum mönn- um, með vondum áhöldum í slæmri aðstöðu og án ept-, irlits, hlýtur að spara ákaflega mikinn tíma og timinn er peningar. Á hverju sveitaheimili er vissulega nóg að starfa, og meira en það, handa hverjum verkfærum manni, konu sem karli, á sumardögunum, milli rúnings og sláttar. Nú er það svo, nær því á hverju landbúnaðarheimili, að verkun ullarinnar og flutningur hennar í kaupstað hindr- ar ekki að eins jarðabótastörfin, heldur seinkar heyskap- arbyrjun, og tefur heyvinnu, þó byrjuð sje, því víða eru bændur ekki lausir við ullina fyr en sláttur er byrj- aður. Óþarfar tafir frá heyskapnum eru stórtjón, eins og flestir munu viðurkenna. Pað myndi því reynast mikill hagnaður að því, á báð- ar hliðar, fyrir sveitabændur og kaupstaðarbúa, að koma þessum verkaskiptum á. Á ullarverkunartímanum fæst opt fremur ódýr vinna í kauptúnunum, og þarf síður en svo að sjá eptir því, að kvennfólkið þar fái eitthvað þarflegt að starfa. Breytingin leiddi því til aukinnar fram- leiðslu í landinu, hún stefndi í rjetta hagfræðisátt fyrir þjóðina í heild sinni, og er það stór kostur við hverja breyting sem er. Önnur tillaga S. E., um opinbert eptirlit, þarf að kom- 12

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.