Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 35

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 35
179 með umboðið farið, á það að haldast með sæmilegum launum, en — lengur ekki. Það hefir opt verið um það talað, að »embættismenn- irnir« væru of margir í landinu. Allt of fáir minnast á það, aptur á móti, að kaupmennirnir sjeu of margir. Allir eru þeir þó embættismenn, sjálfboðaliðar, auðvitað. En sá er munurinn, að þeir skamta sjer launin sjálfir, og það ekki úr hnefa. Hvort sem þeir eru hyggnir og verðá auðugir, eða óhyggnir og verða gjaldþrota, hafa þeir tekið öll sín efni og allt sitt framfæri úr vösum almenn- ings, sem laun fyrir störf sín í þágu hans. Verzlunin er starf sem varðar alþjóð manna. F*ess vegna á alþýða að hafa þar hönd í bagga. þetta viður- kenna margir menn og vilja gera verzlunina alla, eða ýmsar greinar hennar, að rikiseinokun. En við íslendingar höf- um svo margar sárar endurminningar og Ijótar sagnir um verzlunareinok landsins á fyrri öldum, að við megum ekki heyra nefnt orðið »einokun«. Og þeir eru enn svo fáir, hjer á landi, sem hafa tileinkað sjer hina nýju þýð- ing, sem ríkiseinokun geymir, þó við eigum við hana að búa og verðum hennar nærri daglega varir, þar sem er öll okkar póstverzlun og símanotkuri, að mestu leyti, sem er ekkert minna en bein ríkiseinokun, í þessum við- skiptagreinum. En við ættum þó að þola að heyra nefnda Jrjálsa samvinnu“. Eðlilegasta verzlunarfyrirkomulagið er, að þeir menn, sem eiga verzlunarhag saman, stjórni verzlun sinni sjálfir, eigi hana í fjelagi og borgi starfsmönnum sínum hæfileg laun. Enn fremur að þau fjelög, sem myndast utan um hvert kauptún, gangi í bandalag um land allt, eptir því sem þau eiga samhagnað til. Hitt er óeðlilegt, að þessir sjálfboðnu embættismenn megi vera svo margir sem verkast vill. Pað er sjálfgefinn hlutur, að margfalt'- meiri vinna gengur til þess að stjórna og starfrækja 10 verzlanir smáar, en eina stóra. 13*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.