Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 42

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 42
186 að. Um saltfisk get eg síður sagt, hvort mikill markaður er fyrir hann vestra. En þó er líklegt að mikið mætti selja Bandaríkjamönnum, sem flyttu hann svo til suð- lægari staða. Af vörum sem þið þarfnist, og fást beztar hjá Ameríkumönnum, má nefna: járnvörur (landbúnaðar- áhöld o. fl.) og ýmsar korntegundir, einkum hveiti. Skip- in, sem með ullina færu, gætu flutt amerísku vörurnar til baka.« »Hvernig lízt þjer á að samgöngur milli íslands og Kanada gefizt?« »Sem stendur er ekki um aðrar leiðir til Kanada að gera en til austurstrandarinnar, sunnarlega, og þangað er svipuð leið og til Bandaríkjanna, og sömu vörur að flytja frá báðum stöðunum. En nú skal eg segja þjer frá fyrirtæki, sem verið er að framkvæma hjá okkur, og eg álít að sje mikilsvert fyrir alla Norðurlandamenn, þar á meðal fyrir íslendinga. Pað er járnbrautarlagning frá Vestur-Kanada (Manitoba) norður að Hudsonsflóa. Eins og þú veizt, gengur flói mikill inn í Ameríku, norðan- verða, sem heitir Hudsonsflói (kenndur við Henry Hud- son, þann sem fyrstur kom þangað til rannsókna), og er miklu skemmra þangað til sjóar, úr beztu hveitilönd- um Kanada, en austur að hafi. Enn fremur er sjóleiðin styttri þaðan til Norður-Evrópu, en frá Queebec. Þegar þessi járnbraut er fullgerð, getið þið, íslendingar, komizt að beztum kjörum á vörum Kanadamanna með því að sækja þær sjálfir til York við Hudsonsflóa. Með því móti gætu sparast margir milliliðir og minna yrði kostað til landflutnings; farmgjald ætti líka að verða langt um lægra, beina leið, heldur en þegar varan fer fyrst til Englands eða Danmerkur, og síðan til íslands.« »Með hvaða vörum getum við helzt borgað ykkur, Kanadamönnum? þurfið þið að kaupa saltfisk, síld, ull eða þess háttar, sem við flytjum mest út?« »Af ull er mikið framleitt í Kanada og lítið er hún unnin þar, heldur mest seld til Bandaríkjanna. þessvegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.