Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 51

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 51
195 ur á vakandi skylduræktartilfinning. Ef rjett tilfinning vaknaði fyrir nauðsyn stundvísinnar, mætti vænta þess, að sú vakning næði til fieiri greina. Skilsemin færi þá batnandi, m. fl. o. fl. Því það er í sjálfu sjer óskilsemi, að vera óstundvís; þá er sú skylda ekki uppfyllt, að standa við orð sín og áætlanir, nje fylgja þeim ákvæð- um, sem sett hafa verið af öðrum, og menn hafa skuld- bundið sig til að fylgja. En svo kveður ramt að sljóleika manna í þessari grein, að þeir beinlínis áfella hina fáu, sem eru að leitast við að sína stundvísi, og senda þeim óþægilegar kveðjur úr hlaði fyrir það, t. d. að leggja svona snemma að heim- an til fundarstaðar: þeim liggi svo sem ekki á; fólk komi ekki svo snemma, ekki sje þó betra að híma á fundar- staðnum, o. s. frv. Þegar svo fundur er úti og heim kemur, mæta stundvísa manninum sigurhrós hinna yfir því, að rjett hafi nú verið til getið, og rjettara hefði verið að sýna heldur minna kapp. Það er nærri enginn vegur til þess, að sannfæra úrtölufólkið um það, að skoðun þess sje röng og skaðleg. Það dugar lítið að halda því fram, að ef allir hefðu hugsað eins og hinn stundvísi, hugsað rjett, þá hefði allt líka verið í rjettu lagi; það dugar ekki að benda á það, að hver eigi að vanda sína framkomu, hvað sem öðrum líður, og að þau þægindi sjeu dýr, sem keypt eru móti betri vitund. Nei. Maður fær ásakanir fyrir það, að hugsa rjett og breyta rjett. þarf þá meira en meðalþolinmæði og staðfestu til þess, að letjast ekki, eða semja sig að þjóðarvenjunni. Ef óstundvísin kæmi samt aðallega fram f því, hvað menn koma almennt í ótíma á fundarstað, og spilla opt með því góðum árangri af fundinum, þá væri ekki svo mikið um það að fást, þó illt sje. En það bólar á þessu sama, meira og minna, hvert sem litið er, auðvitað ekki undantekningarlaust. þetta kemur í ljós, þegar menn mæla sjer mót, þegar 14*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.