Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 47

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 47
1Q1 margir búnir að hlaupa af sjer hornin. Óg það er eitt bezta tímans táknið í þessu máli, að nú bólar talsvert víða á þeim breytingum hjá fjelögunum, sem miða til þess að hrinda þeim í rjettara horf. Petta er, að sínu leyti, sama eðlis og búnaðarbreyting sú, sem nýlega var minnst á, og um leið skiljanleg afleiðing af hinum breytta hugsunarhætti almennings, sem þar kemur fram. Yms kaupfjelög hafa verið að endurskoða lög sín og framkvæmdarstefnur á þessu ári; má þar til nefna Kaup- fjelag Eyfirðinga, Pingeyinga og Borgfirðinga. Alstaðar hníga breytingarnar að því: að tryggja fjelögin með ýms- um sjóðstofnunum, vanda meir til allra ábyrgðarákvæða en áður var, og nálgast meir hinar hreinu meginreglur kaupfjelagsskaparins, sem hvervetna í útlöndum er talið sjálfsagt að fylgja af fremsta megni. Svo er líka að sjá, að tiltrú þessara fjelaga, yfirleitt, sje nú fremur að aukast hjá peningastofnunum landsins, eins og eðlilegt er, og vel er hægt að verðskulda enn betur. Þetta, sem nú hefir nefnt verið, eru sannar og veruleg- ar framfarir. Pegar þær eru komnar á almennan rekspöl, þarf síður að óttast tilfinnanleg áhrif af smáslettum, sem alltaf má búast við, að fjelögin verði fyrir, eins og hverj- ir aðrir, sem margbreytt viðskipti reka. Pað hefir þá, t. d., ekki svo mikla þýðingu, þó kjötsala norðlenzku slát- urhúsanna verði fyrir dálitlu óhappi, og tapi nokkru fje á einum manni, eins og óljósar sagnir bera, að nú hafi komið fyrir. Þá geta varasjóðirnir hjálpað og hallanum má dreifa á tvö til þrjú ár. Verðið getur samt orðið ofan við það, sem annars væri kostur á, sje eigi um því meira að ræða. Kaupmennirnir verða líka fyrir skellum, opt og einatt, og þess verðum við að gjalda, sem við þá verzl- um. Er þá betra að vera sinn eigin kaupmaður, og fá hagnaðinn, þegar um hann er að ræða, sem optar mun koma fyrir, heldur en fá að eins tóma skellina, sem ann- ars vill verða ofan á.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.