Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 34

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 34
178 gróðabralls, fjármálaóreiðu og skuldavafsturs, sem nú hefir gengið fjöllunum hærra að undanförnu. Og vilja menn ekki athuga hver afleiðingin er? Hún er blóðeitr- un í íslenzku þjóðlifi. Hægt og hægt er þetta skuldalið að venja okkur á þá skoðun, að það sje ekki óheiðar- legt að verða gjaldþrota. Að það megi hafa ýmisleg brögð í frammi, til að »snuða« fje út úr mönnum. I einu orði sagt: það er verið að veikja og rífa niður rjettar- meðvitund þjóðarinnar í fjármálum, svæfa hana og þæfa, eins og fyr nefndir einstaklingar hafa gert í sínum eigin barmi. Og, þegar sómatilfinning og siðgæðisvitund einn- ar þjóðar er sofnuð eða dáin, þá hefir hún glatað lífs- skilyrðum sínum og tilverurjetti, sem þjóð; þá er hún andlega dauð. . Meðan öllu þessu fer fram, meðal okkar, eru til þeir rithöfundar, sem brigzla þjóðinni um tortryggni. Pað er eins og þeir sjái ekki að meginundirrótin undir öllu þessu »fargani« er of lítil tortryggni: of mikið traust á sjálfum sjer og öðrum, of lítil varhygð. Þjóðin verður að hepta þetta gróðabrall, ef hún vill lífinu halda. Til þess sýnist mjer eina ráðið: Peninga- stofnanir landsins verða að sýna meiri varfærni með víxla og sjálfskuldarábyrgðir. Alþýða verður að hætta því að ganga í ábyrgðir fyrir gróðabrallsmennina. Pað verður að hætta því að láta slíka menn eyða aflafje annara, svo þeir hljóti, nauðugir viljugir, að snúa sjer að því, að framleiða eitthvað úr skauti hinnar auðugu náttúru landsins. * . * * Hinir svo kölluðu »embættismenn« eru starfsmenn og þjónar þjóðarinnar. Peir fara með samansafnað umboð einstaklinganna, gegna tilteknum störfum á sameignar- búinu, sem einstaklingana brestur þekking eða aðstöðu til að rækja. Meðan þörf krefur og vel og dyggilega er

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.