Fréttablaðið - 12.05.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
12. maí 2009 — 112. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
34%
74%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára.
Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið er með 117%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
VALBORG GUÐJÓNSDÓTTIR
Með svarta beltið eins og
eiginmaðurinn og synirnir
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
HJÁLPARVAKT TANNLÆKNA mælist vel fyrir hjá
barnafjölskyldum landsins. Síðasta laugardag fengu yfir 60
börn ókeypis tannlæknaþjónustu. Þjónustan verður næst í
boði laugardaginn 23. maí. Lokað verður yfir sumarið.
Í Grafarvoginum býr einhver hættulegasta fjölskylda landsins en á heimilinu eru fjórir af fimm fjölskyldumeðlimum með svarta beltið í karate. Þetta eru þau Val-borg Guðjónsdóttir, Willem Ver-heul, Snæbjörn og Magnús Valur. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru ekki nema sex ár síðan fjölskyldan byrjaði að æfa.„Synir okkar tveir, sem í dag eru tólf og fimmtán ára, byrjuðu að æfa með Fjölni og fylgdumst við for-eldrarnir með. Þeir fóru svo fljót-lega að vinna til verðlauna og smit-uðu okkur hjónin sem byrjuðumskömmu síða Wi
innt eftir því hvernig það kom til að fjölskyldan fór að æfa. „Líf okkar tók þarna óvænta stefnu og hefði ég frekar átt von á því að verða send út í geim með geimskutlu en að taka svarta beltið í karate,“ bætir hún við og hlær.Hún segir marga öfunda fjöl-skylduna af því að eiga þetta sam-eiginlega áhugamál. „Þetta er líka svakalega góð íþrótt sem reynir á allan líkamann. Í kata, sem er ímyndaður bardagi, þarf að spenna alla vöðva á tiltekinn hátt ásamt þvíað beita réttri öndui
eru tærnar, galli og belti sem skipt-ir litum eftir því hvernig gengur.“Þótt allir fjölskyldumeðlimirnir, fyrir utan frumburðinn sem hefur lagt stund á ballett, státi af svarta beltinu þá stafar lítil ógn af þeim dags daglega enda mikil áhersla lögð á að þeir sem æfi karate noti aldrei kunnáttuna nema undir við-urkenndum kringumstæðum. „Það er alltaf leiðinlegt fyrir karate-deildirnar að heyra af því að fólk noti karatespörk niðri í ber þu á
Svarta beltið á línunaFyrir sex árum byrjaði fjölskylda ein í Grafarvogi að æfa karate og nú eru fjórir af fimm fjölskyldumeð-
limum með svarta beltið. Hér áður fyrr þótti húsmóðurinni það afar fjarstæðukennd hugmynd.
Fjölskyldan æfir oft í viku og hafa drengirnir sópað til sín verðlaunum í gegnum árin.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732jsb@jsb is •
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Markviss uppbygging og styrking fyrir líkamann. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak.
Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna
án þess að reyna of mikið á þig.
Lokuð 4 vikna námskeið. Kennt er 3x í viku 60 mínútur í senn.Í boði eru morgun-, hádegis- og síðdegisnámskeið.l Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasaltil 21. ágúst. Verð kr. 10.900.
Barnagæsla - Leikland JSB
Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi
RopeYoga
Staðurinn - Ræktin
ÖLLUM
NÁMSKEIÐUM
FYLGIR OPIÐ KORT
Í STÖÐINNI TIL
21. ÁGÚST
Velkomin í okkar hóp!
Innritun hafin á síðustu námskeiðfyrir sumarfrí! Sími 581 3730
Fundur í Leynilundi
Útvarpsþátturinn
Leynifélagið á Rás
1 hlýtur viðurkenn-
ingu fyrir framlag
til barnamenn-
ingar á Íslandi.
TÍMAMÓT 14
HARA-SYSTUR
Hættar í
Elektru
Ætla að róa á önnur mið.
FÓLK 26
Raunveruleika-
stjörnur skilja
Glysfyrirsætan Jordan
og Peter Andre fara
hvort í sína áttina.
FÓLK 20
STEFÁN EIRÍKSSON
Mikill aðdáandi
Eurovision
Minni áhugi á undanförnum árum.
FÓLK 26
EUROVISION Samtök sem kalla sig
OGAE og í eru allir Euro vision-
aðdáendaklúbbar og þeir blaða-
menn sem eru í Moskvu til að
fylgjast með Eurovision-keppn-
inni eru bjartsýnir á góðan
árangur íslenska lagsins í und-
anriðlinum. Þeir greiða atkvæði
eftir hverja æfingu og sem stend-
ur er lagið Is it True? í öðru sæti.
Jóhanna Guðrún stígur á stóra
sviðið í Moskvu í kvöld, tólfta í
röð keppenda. - fgg/sjá síðu 26
Jóhanna Guðrún:
Spáð öðru sæti
SJÁVARÚTVEGSMÁL Ný ríkisstjórn
Samfylkingar og Vinstri grænna
skoðar skattlagningu á útflutn-
ing á óunnum fiski. Markmiðið er
að knýja á um frekari fullvinnslu
hérlendis og skapa ný störf. Sjáv-
arútvegsráðherra segir að eftir
sé að útfæra hugmyndina. Hags-
munaaðilar í sjávarútvegi vara
við leiðinni.
Í samstarfsyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar segir um fiskveið-
ar undir fyrirsögninni Brýnar
aðgerðir: „Knýja á um frekari
fullvinnslu afla hérlendis með
því meðal annars að skoða hóf-
legt útflutningsálag á fisk og/eða
að óunninn afli verði settur á inn-
lendan markað.“
Jón Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra segir það gefa auga leið
að skapa þurfi fleiri störf og leita
til þess allra leiða. Útfærsla hug-
myndarinnar sé hins vegar eftir
og ekki verið rætt hversu hár
skatturinn gæti orðið. Jón vill
ekki meina að boð eða bönn felist
í hugmyndinni, og málið sé aðeins
til skoðunar. „Þetta er stefnuyfir-
lýsing en ekki ákvörðun,“ segir
Jón.
Sævar Gunnarsson, formað-
ur Sjómannasambandsins, segir
dæmið einfalt. Sambandið legg-
ist alfarið gegn stýringu af þessu
tagi. „Að sjálfsögðu á að hámarka
þau verðmæti sem menn hafa
á milli handanna hverju sinni.“
Sævar minnir á að takmarkanir á
sölu afla á erlendan markað þýði
aðeins eitt fyrir fjölda sjómanna:
Launaskerðingu, og hana mikla
hjá þeim útgerðum sem gera út á
útflutning í gámum.
Fyrri ríkisstjórn sömu flokka
setti fram aðgerðaáætlun um
atvinnusköpun í byrjun mars.
Reiknaðist mönnum til að um 300
ársverk hið minnsta gætu skapast
í landvinnslu ef fjórðungur þeirra
60 þúsund tonna af fiski sem flutt-
ur er út óunninn á erlendan mark-
að árlega, væri unninn innan-
lands.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, efast um að
skatturinn komist á. Hann minn-
ir á að ferskfiskmarkaðir Íslend-
inga í Evrópu séu verðmætir og
byggðir upp á löngum tíma.
„Þessir markaðir hafa reynst
okkur vel og sérstaklega þegar
að okkur kreppir.“ Friðrik segist
vantrúaður á að ríkisstjórn þar
sem Samfylkingin á hlut að máli
setji á útflutningsálag á fisk, þar
sem það brjóti gegn EES-samn-
ingnum. - shá
Sjómenn borga fyrir ný störf
Ferskfiskmarkaðir gætu tapast ef hömlur verða settar á útflutning, að sögn útgerðarmanna. Sjómenn víða
um land horfast í augu við mikla launalækkun verði boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar að veruleika.
SÓL NORÐAUSTAN TIL Í dag
verða SA 10-18 m/s á vestur-
helmingi landsins, annars hægari.
Léttskýjað norðaustan og austan til
í dag annars skýjað með köflum og
yfirleitt þurrt. Hiti 10-18 stig.
VEÐUR 4
10
15
16
12
13
18
Hljóður hugur
„Hann talaði blaðlaust og varð
allt í einu magnað en kyrrlátt
máttarvald“, segir Jónína Michels-
dóttir.
UMRÆÐA 12
NOREGUR Þrír létust í skotárás á
Neseyju, rétt utan við Osló í Nor-
egi, í gær. Talið er að karlmað-
ur á sjötugsaldri hafi skotið tvær
konur sem hann átti í nánu sam-
bandi við og svipt sig svo lífi,
að sögn norska ríkisútvarpsins,
NRK. Þremenningarnir bjuggu
allir á Neseyju.
Konurnar tvær fundust látnar
utandyra en maðurinn innandyra
í bátshúsi. Lögreglan hefur ekki
viljað gefa nánari upplýsingar
um atvikið. - ghs
Morð í Noregi:
Þrír létust í
skotárás
SKOKKAÐ Á LAUFÁSVEGINUM Vaskur hópur skokkara lét rigningu og smá rok engin áhrif hafa á sig þótt vísast hafi hlaupararnir
óskað eftir ögn betra veðri. Í dag munu þeir allavega vera lausir við rigninguna en enn er gert ráð fyrir töluverðum vindi. Það mun
þó lægja á miðvikudaginn og þá verður hitinn kominn í tveggja stafa tölu um mest allt land. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar stjórn-
ar verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhús-
inu á Akureyri í dag. Ríkisstjórnarfundur hefur
ekki áður verið haldinn utan höfuðborgarinnar eða
Þingvalla, eftir því sem næst verður komist.
Samkvæmt tilmælum frá almannavarnarráði
skulu helst ekki fleiri en fjórir ráðherrar ferðast
í sömu flugvél og því verða ráðherrarnir ferjaðir
til og frá Akureyri í alls sex ferðum. Þeir munu þó
allir ferðast með áætlunarflugi. Nokkrir fóru í gær-
kvöldi og aðrir fara með tveimur vélum í dag. Auk
ráðherranna verður ritari ríkisstjórnarinnar með í
för.
Þótt ríkisstjórnarfundir séu ekki daglegt brauð
á Akureyri mun lögreglan ekki grípa til sérstakra
ráðstafana vegna fundarins, að sögn Daníels Guð-
jónssonar yfirlögregluþjóns.
Fundurinn hefst á hádegi og munu forsvarsmenn
stjórnarinnar svara spurningum blaðamanna síðar
um daginn. - sh
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar verður haldinn á Akureyri í dag:
Ráðherrar norður í þremur ferðum
Unnu aftur
meistarana
Keflvíkingar unnu FH í
gær og byrja sumarið
alveg eins og í fyrra.
ÍÞRÓTTIR 22