Fréttablaðið - 12.05.2009, Page 2

Fréttablaðið - 12.05.2009, Page 2
2 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Friðriks Más Jónssonar flugum- ferðarstjóra. Hann vildi að við- urkennd yrði bótaábyrgð ríkisins vegna árásar sem Friðrik og fleiri urðu fyrir í Kabúl í Afganistan í október árið 2004. Friðrik slasaðist lítillega í árásinni í Kjúklingastræti, sem grandaði þremur; árásarmannin- um, ellefu ára afganskri stúlku og bandarískri konu. Friðrik hefur hins vegar þjáðst af áfallastreitu- röskun síðan og verið óvinnufær. Friðrik var staddur í Kjúklinga- stræti daginn örlagaríka ásamt yfirmanni sínum og sex starfs- mönnum friðargæslunnar og flug- vallarins. Ferðin var farin að und- irlagi yfirmannsins, Hallgríms Sigurðssonar, sem vildi kaupa sér handunnið afganskt teppi til minn- ingar um dvölina. Friðrik byggði stefnu sína á því að hvorki hann né samstarfs- menn hans hafi fengið þjálfun eða fræðslu um hermennsku eða við- brögð við hættuástandi. Hann hafi farið í ferðina yfirmanni sínum til fulltingis og því verið við skyldu- störf. Yfirmaðurinn hafi enn frem- ur vanmetið aðstæður. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að árásin hafi verið alls ófyrirséð og megi ekki rekja til vanmats á aðstæðum. Enn fremur hafi Friðrik farið í ferðina á eigin forsendum og ábyrgð. Dómnum verður líklega áfrýjað. - sh María Björk, brá þér ekki gasalega? „Nei, ég svaf nú bara í gegnum þetta.“ María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Eurovision-hetjunnar Jóhönnu Guðrúnar, svaf á sínu græna eyra þegar gasleiðsla sprakk í nágrenni við Eurovision-svæðið í Moskvu aðfaranótt laugardags. Enginn slasaðist í sprengingunni. Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is -5kr. við fyrstu no tkun TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A og síðan alltaf 2 kr. ásamt Vildarpunktum með ÓB-lyklinum VINNUMARKAÐUR „Við erum sjö sem búum hérna í bátnum. Við höfum enga peninga fengið í fimm vikur, og ekki fengið hlut greiddan frá jan- úar og fram í apríl,“ segir Jan Hurko sjómaður. Þeir hafi til dæmis ekkert fengið í mars, þegar báturinn hafi landað 186 tonnum í Sandgerði. Jan býr í bátnum Óskar RE-157, sem liggur við bryggju í Keflavík- urhöfn. Hann segir hóp sjö Pólverja hafa starfað þar meira og minna í eitt og hálft ár, og þar áður í eitt og hálft ár til viðbótar á öðru skipi sama útgerðarmanns. Nú sé ekki siglt og mennirnir því peningalausir strandaglópar. Þeir hafi fengið matarmiða hjá félagsmálayfir- völdum í Reykja- nesbæ, en nú sé drykkjarvatn í bátnum uppurið. Sæmund- ur Árelíusson útgerðarmaður segist einung- is skulda mönn- unum laun fyrir hálfan mánuð. Hann afhenti blaðamanni ljósrit af útprenti úr heimabanka. Þau gefa til kynna að hann hafi millifært laun inn á reikninga mannanna, í mars og 8. og 30. apríl. „Millifærslan hefur verið framkvæmd“ stendur á einu ljósritinu, um staka greiðslu upp á 35.000 krónur. „Það getur vel verið að mánuður- inn [mars] hafi verið 186 tonn. Það er þannig að menn fá 35.000 krón- ur á viku og svo mánuðinn á undan uppgerðan 15. næsta mánaðar, hafi fiskurinn verið meiri en tryggingin,“ segir Sæmundur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Fiskistofu voru það 196 tonn. Mennirnir hafa ekki fengið hlut greiddan af því. Mennirnir segja útgerðarmanninn hafa hótað að henda þeim úr bátn- um, en þeir eigi hvorki fyrir hús- næði né farmiða heim. Sæmundur sjálfur segist hafa boðist til að borga mönnunum það sem hann skuldar þeim fram í apríl, gegn því að þeir sigldu áfram fyrir hann. „Og þeir vildu það ekki, og ég sagði þeim að þetta væri ekki hótel. [...] Þeir telja það hlunnindi að hafa frítt húsnæði, þegar aðrir þurfa að borga. Það er allt þarna um borð,“ segir Sæmund- ur. Hann ætli ekki að henda þeim út, og viti ekki til þess að vatn skorti um borð. Hann muni þá bjarga því. Jónas Þór Jónasson, lögmaður skipverjanna, segir einnig að átt hafi að henda þeim úr bátnum. Þeir þurfi að leita til Ábyrgðasjóðs launa, því útgerðin sé á leið í þrot. Þá fái þeir ekki laun fyrr en síðar á árinu. Þang- að til séu þeir peninga- og vandalaus- ir á landinu. „Og mig grunar að hann hafi ekki borgað þeim rétt fiskverð,“ segir Jónas. Skipstjóri mannanna, Sævar Ólafsson, segist hættur á bátnum „vegna vanefnda útgerðarmanns“. Pólsku skipverjana segir hann vera „fínustu menn“, þótt rétt sé, sem Sæmundur segir, að þeir hafi eitt sinn fengið sér of mikið neðan í því til að sigla. Á bátnum hafi verið stöðugar deil- ur út af peningum „og ég fékk ekk- ert heldur í restina“, segir Sævar. klemens@frettabladid.is Sjómenn vilja laun og drykkjarvatn Sæmundur Árelíusson útgerðarmaður á í deilu við sjö sjómenn og skipstjóra þeirra og skuldar þeim laun. Sjómennirnir segjast lifa á matarmiðum frá félags- málayfirvöldum. Sæmundur sagður hafa ætlað að henda mönnunum út. JAN HURKO ÁHÖFNIN Á ÓSKARI RE-157 Segjast vera strandaglópar í Keflavík og ekki fá laun sín greidd. MYND/VÍKURFRÉTTIR VIÐSKIPTI „Það er alltaf vandamál hvað telst eitt mál og hvað tvö,“ segir Ólaf- ur Þór Hauks- son, sérstak- ur saksóknari, um bankahrun- ið. Hann segir hvert mál geta kvíslast í fleiri mál og þurfi að skoða hvert um sig gaum- gæfilega. Því sé erfitt að henda reiður á eiginlegum fjölda mála sem séu til rannsóknar frá Fjár- málaeftirlitinu. FME hefur sent sérstöku emb- ætti saksóknara tíu mál til rann- sóknar. Þau fjalla um allt frá gruni um innherjasvik, markaðs- misnotkun, ranga skýrslugjöf til FME og ábendingar um meinta slæma viðskiptahætti. Fimm mál til viðbótar eru á lokastigi hjá FME og er gert ráð fyrir að þeim verði vísað til embættis sérstaks saksóknara á næstu vikum. - jab Saksóknari skoðar tíu mál: FME sendir fimm fljótlega ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem handteknir voru á Austfjörðum 19. apríl grun- aðir um að hafa reynt að smygla til landsins yfir 100 kílóum af fíkniefnum í skútu. Tveir mannanna, Jónas Árni Lúðvíksson og Pétur Kúld Péturs- son, voru úrskurðaðir í varðhald til 2. júní, en Halldór Hlíðar Berg- mundsson til 29. maí. Þrír menn, Rúnar Þór Róberts- son, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Hollendingur á fimmtugsaldri voru handteknir á skútunni á flótta út úr landhelginni. Varðhald yfir þeim rennur út á morgun. - sh Stærsta smyglmál sögunnar: Skútusmyglarar áfram í haldi Friðrik Már Jónsson fór á eigin ábyrgð í örlagaríkan teppaleiðangur í Kabúl: Ríkið sýknað í Kjúklingastrætismáli REYKJANESBÆR Fólk safnaðist saman á gistiheimil- inu Fit í Reykjanesbæ í gærmorgun til að mótmæla því að stjórnvöld bregðist ekki við hungurverkfalli Alsírmannsins Mansri Hichem og skeytingarleysi stjórnvalda þegar mannréttindi og velferð flótta- manna eru annars vegar. Mansri Hichem hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn sinni um hæli hér á landi og hefur nú verið í hungurverkfalli í 21 sólarhring. Ástand hans er lífs- hættulegt, innri líffæri farin að skemmast og verkir í hjarta og nýrum. Mansri er hættur að geta stað- ið uppréttur. Linda Magnúsdóttir sjúkraliði segir að vakað sé yfir Mansri en félagar hans hafi mikl- ar áhyggjur af honum. Þeir eigi mjög erfitt með að horfa upp á það hvað honum líður illa. Mansri hafi hrakað meira og hraðar en búist hefði mátt við. „Hann getur bara hvíslað og dettur út þegar maður talar við hann. Hann er með fullri meðvitund en honum hrakar hratt. Strákarnir á gistiheimilinu eru að missa vonina um að það verði eitthvað gert svo að nú ætla þeir að fara í hungurverkfall, líklega fyrir framan alþingishúsið, ef ekki berst svar frá stjórnvöldum,“ segir Linda. Jórunn Edda Helga- dóttir, ein af talsmönnum mótmælenda, telur að mannréttindi, ákvæði alþjóðasamninga og landslög séu brotin á Mansri og félögum hans og spyr hvort það sé það sem búast megi við af ríkisstjórn sem kenni sig við mannúð og mannréttindi. Rauði krossinn og félagsmálayfirvöld í Reykja- nesbæ fylgjast með hungurverkfallinu. - ghs MÓTMÆLA Fólk safnaðist saman á gistiheimilinu Fit í Reykja- nesbæ til að mótmæla því að stjórnvöld bregðist ekki við hungurverkfalli Mansri Hichem. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Mótmæli voru í gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ í gærmorgun: Ástandið orðið lífshættulegt ÁRÁSIN Í KABÚL Ferðin í Kjúklingastræti var farin til þess að flugvallarstjórinn gæti keypt sér teppi. Farin var skoðunar- ferð í götuna til að meta aðstæður og tryggt að teppin yrðu reiðubúin til skoðunar þegar hópurinn kæmi á staðinn. Stoppið varð þó lengra en við var búist. Klukkustund eftir komuna voru þrjár handsprengjur sprengdar. Þrír létust og nokkrir særðust. JERÚSALEM, AP Benedikt XVI. páfi lét það verða sitt fyrsta verk við komuna til Jerúsalem í gær að lýsa yfir stuðningi sínum við stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna. Nýja ríkisstjórnin í Ísrael, sem Benjamin Netanjahu veitir for- stöðu, er á öndverðum meiði og segist engan áhuga hafa á stofn- un Palestínuríkis. Páfinn hefur verið á ferð um Mið-Austurlönd. Næstu fjóra dagana ætlar hann að ferðast um Ísrael og herteknu svæðin. Tilgangur ferðarinnar er að bæta samskiptin við bæði mús- lima og gyðinga. - gb Páfinn í Jerúsalem: Lýsir stuðningi við Palestínu BENEDIKT PÁFI Vindurinn greip í taum- ana og feykti páfahempunni yfir höfuð honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Decode, móðurfé- lag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði tæplega 1,6 milljörðum króna, eða um 12,6 milljónum Bandaríkjadala, á fyrsta fjórð- ungi þessa árs. Félagið tapaði 26,7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Það er jafn- virði um 3,4 milljarða króna. Tekjur Decode námu 8,9 millj- ónum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og er það rúmlega fimm milljónum dollara minna en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Handbært fé Decode var 12,7 milljónir dala. - ghs Dregur úr tapi Decode: Félagið tapaði 1,6 milljörðum VIÐSKIPTI Skilanefnd Landsbank- ans segir að 2,6 prósenta hlutur í Byr sparisjóði hafi ekki verið seldur einkahlutafélagi rétt fyrir aðalfund líkt og fullyrt var í frétt- um Stöðvar 2 í gær. Lárus Finn- bogason, formaður skilanefndar- innar, er endurskoðandi félagsins. Enn fremur sagði að stofnfjár- eigendur teldu margt benda til þess að salan hafi verið fram- kvæmd til að Landsbankinn gæti fullnýtt atkvæðisrétt sinn á aðal- fundinum – en engum er heimilt að fara með meira en fimm pró- sent atkvæða. Skilanefndin segist aldrei hafa samþykkt kaupin og þau því aldrei gengið í gegn. - sh Skilanefnd sendir yfirlýsingu: Segjast ekki hafa selt í Byr SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.