Fréttablaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 14
12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
KATHERINE HEPBURN (1907-
2003) FÆDDIST ÞENNAN DAG
„Ef þú vilt fórna aðdáun
margra manna fyrir gagn-
rýni eins manns, gerðu svo
vel, giftu þig.“
Leikkonan Katherine Hepburn
var tólf sinnum tilnefnd til
Óskarsverðlauna og hlaut þau
í fjögur skipti.
Á þessum degi árið 1937 voru
Georg VI. og eiginkona hans Elísa-
bet krýnd konungur og drottning
Bretlands. Krýningarathöfnin fór
fram í Westminister Abbey í Lund-
únum.
Georg var næstelsti sonur Georgs
V. konungs en eldri bróðir hans,
Játvarður VIII., afsalaði sér konung-
stigninni 11. desember árið 1936.
Það gerði hann vegna mikillar
gagnrýni á samband hans við hina
fráskildu bandarísku konu, Wall-
is Warfield Simpson, en Játvarður
hugðist giftast henni.
Georg VI. veiktist árið 1949. Þrátt
fyrir veikindi sín hélt hann áfram að
sinna skyldum sínum til dauðadags árið 1952. Dóttir hans, Elísa-
bet, var krýnd drottning í júní árið 1953.
ÞETTA GERÐIST 12. MAÍ 1937
Georg VI. krýndur
GEORG VI
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginkona mín,móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þorbirna Jakobsdóttir
Gránufélagsgötu 22, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 2. maí, útför
hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Marteinn Tryggvi Sigurólason
Siguróli R. Marteinsson Sigfríð Friðbergsdóttir
Marteinn Tryggvi Sigurólason
Björgvin Þór Sigurólason Anna Kristín Sigursteinsdóttir
Eyþór Árni Sigurólason Alda Ósk Hauksdóttir
og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kári Þórir Kárason
múrarameistari, Presthúsum,
Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í
Hlíðarhúsum 1-3,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að
morgni sunnudagsins 10. maí. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00.
Anna J. Eiríksdóttir
Þórunn Káradóttir Hvasshovd Stein Hvasshovd
Aðalsteinn F. Kárason
Bergþór N. Kárason Guðríður Jónsdóttir
Berglind A. Káradóttir Sigurður H. Árnason
Ragnheiður S. Káradóttir Pálmi Þ. Ívarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eig-
inmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Halldórs S. Rafnar
fyrrv. borgarfógeta og formanns
Blindrafélagsins.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir að annast hann af
alúð og hlýju síðustu æviárin.
Þorbjörg J. Rafnar
Ásthildur S. Rafnar Þorsteinn Ólafsson
Jónína Þ. Rafnar Guðmundur Þorgrímsson
Andrea Þ. Rafnar Einar Þór Þórhallsson
afabörn og langafabörn.
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Helgi H. Árnason
verkfræðingur, Laugarásvegi 63,
lést fimmtudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju
mánudaginn 18. maí kl. 15.00.
Bryndís Þorsteinsdóttir
Dagný Helgadóttir Gunnar H. Egilsson
Árni Helgason Rósa G. Jónsdóttir
Guðrún Helgadóttir Atli Rúnar Halldórsson
Þorsteinn Helgason Jónína Á. Steingrímsdóttir
afa- og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Hallgrímur H. Einarsson
Barðavogi 7, Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 10. maí 2009.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristbjörg Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Hallgrímsson Inga Kolbrún Hjartardóttir
Sigríður Rut Hallgrímsdóttir Páll Arnórsson
Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir
afabörn og langafabarn.
Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengda-
faðir og afi,
Níels Þórarinsson
Klettahrauni 6, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hafnarfirði, hinn
6. maí 2009. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 14. maí 2009 kl. 15.00.
Anna Erlendsdóttir
Steina B. Níelsdóttir Gunnar Níelsson
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Víglundur Þorsteinsson Svava Theodórsdóttir
Lovísa María.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað-
ir, afi og langafi,
Jónas Finnbogason
frá Harðbak,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 9. maí.
Jarðarförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju, laugardag-
inn 16. maí nk. kl. 14.00.
Hólmfríður Friðgeirsdóttir
Vilmundur Þór Jónasson
Valgeir Jónasson Kristín Böðvarsdóttir
Gunnar Finnbogi Jónasson Þórhildur Þorgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Það marrar í gólfi, ískrar í hjörum
og lag Bleika pardussins hljómar í
bakgrunni. „Hvert er leyniorðið?“
er hvíslað dularfullri röddu. Þannig
hefst barnaþátturinn Leynifélagið
á Rás 1 sem er á dagskrá alla virka
daga nema fimmtudaga klukkan 20.
Í Leynifélaginu ráða ríkjum þær
Brynhildur Björnsdóttir og Kristín
Eva Þórhallsdóttir og hafa þær stýrt
fundum í félaginu í tæp tvö ár við
góðan orðstír. Félagið Börn og bækur
- Íslandsdeild IBBY hefur enda ákveð-
ið að veita þeim viðurkenninguna Vor-
vinda 2009 fyrir framlag þeirra til
barnamenningar á Íslandi. Þau verð-
laun hafa verið veitt árlega frá árinu
1987.
„Hugmyndin að Leynifélaginu
vaknaði með mér þegar ég fór á sýn-
ingu á leikritinu Abbababb en þar
gengur allt út á leynifélög,“ útskýrir
Brynhildur. Markhópur þáttarins eru
börn á aldrinum sex til tíu ára. „Við
vitum þó um krakka frá fjögurra ára
til hundrað ára sem hlusta á okkur,“
bætir hún við hlæjandi.
Kristín Eva útskýrir hvað gerist
í Leynifélaginu: „Við höldum fundi
í Leynilundi, félagsheimili Leyni-
félagsins, fjórum sinnum í viku og
segjum frá ýmsu sem krökkum þykir
áhugavert. Við fléttum þarna hefð-
bundið þáttaform útvarpsins saman
við ímyndaðan heim.“ Þess má geta
að allir sem hlusta á Leynifélagið eru
sjálfkrafa meðlimir. „En við mælum
með að fullorðnir hlusti í fylgd með
börnum,“ segir Brynhildur glettin.
Í Leynifélaginu reyna þær Bryn-
hildur og Kristín Eva að fjalla um
sitt lítið af hverju því sem krakk-
ar aðhafast, auk þess sem þær hafa
nokkra unga fréttaritara á sínum
snærum sem taka fyrir þær viðtöl.
Þær telja enda mikilvægt að radd-
ir barna heyrist í útvarpi. Um tvisv-
ar í viku eru þær svo með fróðleiks-
þætti um allt milli himins og jarðar
enda viðurkenna þær að hafa sjálfar
verið hálfgerðir nördar á yngri árum.
„Við vitum til þess að þessir þættir
hafa verið notaðir í kennslu,“ upplýs-
ir Brynhildur.
En hlusta börn á útvarp í dag? „Já,
við viljum meina það, enda hafa börn
alltaf haft gaman af því að hlusta á
sögur,“ segir Kristín Eva og telur að
það höfði allt öðruvísi til ímyndunar-
aflsins að hlusta en að horfa á sjón-
varp eða tölvuleiki. „Þegar fólk hlust-
ar býr það sjálft til sínar eigin mynd-
ir í huganum,“ segir Kristín Eva en
Leynifélagið fær fjölda bréfa og sögur
frá ánægðum börnum alls staðar að af
landinu.
„Áskorunin er auðvitað að fá krakka
að útvarpinu,“ segir Brynhildur. Hluti
af því er einnig að höfða til foreldr-
anna enda eru það yfirleitt þeir sem
kveikja á útvarpinu fyrir börnin.
Leynifélagið er á dagskrá á svipuð-
um tíma og mörg börn eru að tygja sig
í háttinn. Þær Brynhildur og Krist-
ín Eva hafa það í huga. „Við reynum
að vera skemmtilegar og fræðandi
en gera það á rólegan og vandaðan
hátt. Auðvitað erum við stundum með
fíflalæti en við reynum að gæta jafn-
vægis enda liggja mörg barnanna og
hlusta áður en þau fara að sofa,“ segir
Kristín Eva og minnir á að hægt sé að
hlaða þáttunum niður á www.ruv.is til
að hlusta síðar eða hlaða þeim inn á
iPod fyrir börnin til að hlusta á, til
dæmis í löngum bílferðum.
Þær eru inntar eftir því hvaða þýð-
ingu viðurkenningin Vorvindar hafi
fyrir þær. „Þetta er staðfesting á því
að við séum á réttri leið,“ segir Krist-
ín Eva og Brynhildur bætir við: „Það
veitir okkur einnig heilmikið aðhald að
vita að fólk sem hefur áhuga á barna-
menningu hlustar á okkur og þá leyf-
um við okkur ekki að slaka á og slá af
kröfunum.“
Þær stöllur eru sérlega áhugasamar
um starf sitt og leggja mikinn metnað í
að vanda til verka enda hafa þær fyrsta
flokks hlustendur að eigin mati. „Þetta
er alveg hrikalega skemmtilega vinna,“
segir Kristín Eva. „Já, skemmtilegasta
vinna sem við höfum verið í,“ bætir
Brynhildur við. Og með þeim orðum
eru þær roknar í Leynilund að halda
næsta fund. solveig@frettabladid.is
ÚTVARPSÞÁTTURINN LEYNIFÉLAGIÐ: HLÝTUR VORVINDA
Velkomin á fund í Leynilundi
Í LEYNILUNDI Þær Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir stjórna þættinum Leyni-
félaginu á Rás 1 og hafa hlotið viðurkenninguna Vorvinda fyrir framlag til barnamenningar.
Aðrir vinningshafar eru Jónína Leósdóttir og Halldór Á. Elvarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM