Fréttablaðið - 12.05.2009, Page 16

Fréttablaðið - 12.05.2009, Page 16
 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAG- UR 2 Heilsumeistaraskólinn er frekar nýr af nálinni á Íslandi. „Upphaflega var skólinn stofnaður fyrir tveim- ur árum í samstarfi við bandaríska skólann School of Natural Med- icine en gekk í vetur í endurnýj- un lífdaga,“ segir Lilja Oddsdóttir, lithimnufræðingur og skólastjóri Heilsumeistaraskólans. „Við vorum með mikla samninga í erlendri mynt sem kollsteyptu okkur og upp úr því stofnuðum við íslenskan skóla þannig að Heilsumeistaraskólinn er nú nánast alveg nýr þó svo meg- inramminn og innihald námsins sé sambærilegt.“ Námið byggist á náttúrulækning- um á þremur meginsviðum. „Þau eru augnfræði þar sem kennd er lithimnugreining, hvítugreining og persónuleikalithimnugrein- ing. Síðan eru alþýðugrasalækn- ingar og loks alþýðunáttúrulækn- ingar,“ útskýrir Lilja. „Augun eru eins og kort líkt og fóturinn og tengjast öllum líkamanum. Í lit- himnunni er allur líkaminn kort- lagður en þessi fræði eru að hluta til ævagömul frá Kína en voru end- urvakin á átjándu öld af læknum sem hófu að kortleggja augu sjúk- linga sinna. Hvítan sýnir hvað er að gerast í núinu á meðan lithimnan sýnir meira hvernig fólk er að upp- lagi. Augnfræðin er aðalgreining- arleið okkar og fara allir nemend- ur í gegnum djúpt prógramm með sjálfa sig,“ segir Lilja áhugasöm en hún útskrifaðist árið 2000 sem lithimnufræðingur en fyrir þrem- ur árum bætti hún við sig hvítu- greiningu. „Í raun er ótrúlegt hvað er hægt að sjá en við vinnum ekki eins og læknar út frá sjúkdómum. Við vinnum meira með manneskj- una sem heild og skoðum hvað er á bak við sjúkdóma. Grunnurinn í náttúrulækningum er að finna jafn- vægið því veikindi eru í raun ójafn- vægi á einhverju sviði. Augnfræðin eru stór partur af því og við erum með mjög góða og viðurkennda kennara sem hafa stundað rann- sóknir erlendis.“ Mikið er af verkefnum og kennt er að meðaltali fjóra daga annan hvern mánuð. „Hægt er að stunda námið með vinnu og því lýkur með heilsumeistaradiplóma, Natur- opat Diploma, sem er viðurkennt á alþjóðavísu,“ segir Lilja en bætir við að námið sé þó nýtt af nálinni á Íslandi og muni eflaust styrkjast í tímans rás. Hægt er að nálgast frek- ari upplýsingar á vefsíðunni heilsu- meistaraskolinn.com en kynning verður á náminu 28. maí næstkom- andi í World Class í Laugum klukk- an 16. hrefna@frettabladid.is Nýr Heilsumeistaraskóli Heilsumeistaraskólinn var upphaflega stofnaður fyrir tveimur árum en hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Lilja Oddsdóttir skólastjóri segir námið byggjast á náttúrulækningum á þremur sviðum. Lilja Oddsdóttir, skólastjóri Heilsumeistaraskólans, verður með kynningu á námi skólans 28. maí næstkomandi í World Class í Laugum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SÁRAMIÐSTÖÐ hefur verið opnuð á Landspítala Fossvogi. Miðstöðin er ætluð til greiningar og ráðgjafar við meðferð langvinnra sára. Þekkingu á sár- græðslu hefur fleygt fram á síðustu árum. Markviss sárameðferð sem byggist á réttri greiningu flýtir bata, dregur úr kostnaði og getur aukið lífsgæði fólks. Dr. Natasha Campbell skrifaði bókina “Meltingarvegurinn og geðheilsan” eftir að hafa náð undraverðum árangri með breyttu mataræði og notkun bætiefna fyrir son hennar sem var greindur með alvarlega einhverfu. Reynsla hennar hefur sýnt að mataræði er mjög mikilvægur þáttur í að hjálpa börnum og fullorðnum með andlega kvilla og hefur hún unnið mikið frumkvöðlastarf varðandi notkun póbíótískra bætiefna við meðferð á andlegum vandamálum. Fyrirlesturinn er almennur og ætti að gagnast öllum sem áhuga hafa á að borða sér til bata. Dr. Natasha Campbell-McBride heldur 2 fyrirlestra í Bíósalnum á Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 19. maí kl. 18.00 og kl. 20.00. Aðgangseyrir kr.1000,- Skráning á netfanginu: johannamjöll@simnet.is. Fyrirlesturinn fer fram á ensku Dr. Campbell-McBride er læknismenntuð með sérmenntun í næringarfræði og taugasjúkdómafræði og sérhæfð í næringarfræði fyrir fullorðna með meltingar- og ónæmissjúkdóma. Næstu fyrirlestrar og námskeið 12. maí Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsufræðingur 19. maí Læsi á eigin líðan Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur 23. maí Hláturjóga með jákvæðu styrkjandi ívafi Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari 26. maí Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli? Edda Björgvins leikkona www.madurlifandi.is Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is Ekkert lát hefur verið á aðsókn í TT aðhaldsnámskeiðin og er okkur því ánægja að bjóða þessa tíma sem henta sérlega vel heimavinnandi mæðrum. TT tímar sem eru í boði til 21. ágúst: 6:15 – mán, mið, fös 10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun 12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun 16:40 – mán, mið, fim - Barnapössun 17:40 – mán, mið, fim - Barnapössun Lokuð 5 vikna námskeið 3x í viku. Verð kr. 19.900. Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Innritun hafin á síðustu TT námskeiðin fyrir sumarfrí! Sími 581 3730 ÖLLUM NÁMSKEIÐUM FYLGIR OPIÐ KORT Í STÖÐINNI TIL 21. ÁGÚST Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.