Fréttablaðið - 12.05.2009, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 2009 19
Sviðslistamaðurinn Kristj-
án Ingimarsson er kominn
aftur heim til Íslands með
eina af sínum óborganlegu
leiksýningum og verður
með nokkrar sýningar á um
klukkustundarlöngu verki í
vikunni.
Fyrsta sýning á Skepnunni eða
Creature verður á fimmtudags-
kvöld. það er Neander-leikhúsið í
Kaupmannahöfn sem sýnir verk-
ið hér í boði Þjóðleikhússins. Í til-
kynningu frá leikhúsinu er Skepnan
sögð „kolklikkaður og bráðfynd-
inn leikhúskonsert“ um sköpunar-
þörf manneskjunnar og þörf henn-
ar fyrir að setja sjálfa sig á svið.
Þetta er án efa persónulegasta sýn-
ing Kristjáns til þessa, þar sem
hann kannar ýmis landamæri með
aðferðum spunans og kemur okkur
stöðugt á óvart. Bygging sýningar-
innar vísar til þess hvernig hljómd-
iskur eða tónleikar eru byggðir
upp, þar sem hvert lag getur stað-
ið sjálfstætt, en þegar lögin eru öll
komin saman mynda þau eina heild.
Creature samanstendur þannig af
sjö „líkamlegum söngvum“, ófyrir-
sjáanlegri og áhrifamikilli blöndu
af teknó- og óperutónlist, blikk-
ljósum og „áhorfendabrettastökk-
um“! Kristján stendur á sviðinu
ásamt listamanninum Svend E.
Kristensen en þeir íklæðast bún-
ingum eftir tískuhönnuðinn Önju
Vang Kragh, en þeir eru stór part-
ur af upplifuninni.
Gestaleikurinn CREATURE var
frumfluttur í Husets Teater í Kaup-
mannahöfn. Kristján Ingimarsson
er íslenskum leikhúsgestum að
góðu kunnur en hér á landi hefur
hann flutt nokkur verka sinna og
tekið þátt í íslenskum uppákom-
um. Það eru áhorfendurnir einn-
ig en þeir eru eindregið hvattir til
þess að taka með sér myndavélar
á sýninguna, smella af og skrá-
setja þannig sýninguna með sínum
hætti. pbb@frettabladid.is
SKEPNAN
SKRÍÐUR Á SVIÐ
Nokkuð er liðið frá fyrstu hrinu
vorsýninga dansskólanna þar sem
ungir dansarar reyna að leysa
þá þraut sómasamlega að skila
árangri vetrarins í öguðum dansi
á örfáum mínútum frammi fyrir
áhorfendum. Núna eru fram undan
tvær nemendasýningar: Klassíski
listdansskólinn heldur útskriftar-
sýningu í Borgarleikhúsinu þriðju-
daginn 12. maí kl. 20.
Skólinn hefur verið starfræktur
í fimmtán ár en útskrifar nú fyrsta
nemendahóp sinn af framhalds-
braut. Tvær framhaldsbrautir eru
við skólann, klassísk listdansbraut
og nútíma listdansbraut.
Boðið verður upp á klassísk
verk, neo-klassísk og nútímadans-
verk. Nemendur sýna dansverk
samin í samvinnu við danshöfund,
endursköpun þekktra dansverka,
dansverk samin af nemendunum
sjálfum, vídeóverk, ljósmyndainn-
setningu og rannsóknarkynningu.
Miðasala er í Borgarleikhúsinu.
Á fimmtudag verður svo frum-
sýning á lokaverkefni fyrstu nem-
enda Listaháskólans sem útskrif-
ast með sveinsprófið - BA - en þau
eru fimm. Það er samið sérstak-
lega fyrir hópinn og verður frum-
sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsi. Verk-
ið semur Tony Vezich og kallar
hann verkið Deadhead´s Lament.
- pbb
Dansaranna dáð
eftir nám
LISTDANS Nemendur í Klassíska list-
dansskólanum. MYND KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN
Mallorca
62%
40%
Fréttablaðið stendur upp úr
Allt sem þú þarft... ...
44%
73%
12–80 ára
34%
74%
18–49 ára
Lestur á höfuðborgarsvæðinu
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á
samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir.
Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum
á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil.
Meðallestur á tölublað m.v. allt landið, 12–80 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 - apríl 2009.
SKEPNAN Óborganleg leiksýning Kristjáns Ingimarssonar.