Rauði fáninn - 01.02.1932, Side 8

Rauði fáninn - 01.02.1932, Side 8
8 RAUÐI FÁNINN 0 Rauði fáinn kemur út mánaðarlega. Kostar 25 aura í íausasölu eintakið. Árgangurinn kostar 2.50. Áskrifend- ur verða að borga fyrirfram minnst hálfan árgang, kr. 1.25. Utanáskrift: Rauði fáninn. Box 761, Reykjavík. Ábyrgðarmaður Áki Jakobsson. ísafoldarprentsmiðja h.f. styrk, er nemi fullum daglaunum. Eitt stærsta verkefni S. U. K., sem næst liggur, er baráttan fyrir bætt- um kjörum iðnnema: Stytting náms- tímans, en í þess stað raunveruleg kennsla í iðninni, en nemandinn sé ekki eins og nú tíðkast að eins notað- ur sem ódýrt vinnuafl. Ennfremur að skólatími sé talinn með vinnutíman- um og goldið fyrir hann, sem væri hann verklegt nám. Fyrir afnámi einkasamninga við atvinnurekendur, en að í þess stað komi heildarsamn- ingur. S. U. K. telur sér skylt að berjast gegn því hróplega ranglæti, sem ung- ar verkakonur eru beittar í fram- leiðslunni. Við ýms störf, er þær vinna, svo sem eins og sauma, hatta- gerð, hárgreiðslu og fleira, er látið svo í veðri vaka, sem þær séu teknar til náms, og verða þær ýmist að vinna við afar-lítil laun eða jafnvel borga með sér. Námstíminn er langur og fremur sniðinn við mikil vinnuafköst, en raunverulega kennslu. Ennfremur berst S. U. K. fyrir, að konan njóti alls staðar jafnréttis við karlmann- inn og hafi sömu laun við sömu störf. S. U. K. berst jafnt fyrir bættum kjörum verkalýðsæskunnar í sveitum sem þess hluta hennar, er vinnur við sjávarsíðuna. Það er ljóst að meginn ágóðinn af vinnu smábændaæskunnar er hremmdur af sömu ránsklónni, sem hirðir arðinn af vinnu verkalýðs bæj- anna, en minnstur hluti hans rennur til búsforeldra hennar. Smábóndinn er háður sama kúgunarlögmáli og verkalýðurinn við sjóinn, að verða að sjá mestan hluta framleiðslu sinnar hverfa til banka auðvaldsins, í mynd okurvaxta og afborgana af jörð sinni. Mikill hluti af verkalýðsæsku sveit- anna er og neyddur til að leita sér atvinnu við sjóinn, til þess að afla lífsviðurværis handa sér og skyldu- liði sínu. Því hlýtur verkalýðsæska bæja og sveita að skipa sér í eina fylkingu til baráttu gegn auðvaldinu, S. U. K. fylkir smábændaæskunni til baráttu fyrir þeim kröfum, sem kommúnistaflokkur Islands stillir fyr- ir hönd smábænda: Afnámi skulda sem hvíla á .jörðum fátækra s.jálfs- eignarbænda, rentulaus reksturslán, Barátta járusmíðauema. Félag járnsmíðanema í Rvík, sem er fjölmennasta iðnnemafélag hér á landi, hefir að undanförnu unnið að því að skipuleggja sameiningu iðn- nemafélagsins og .járnsmíðasveinafé- lagsins. — Fyrir síðustu áramót voru félögin sameinuð í eitt félag, sem nefnist Félag járniðnaðarmanna. Sýndi Sveinafélagið lofsverðan áhuga fyrir þessari sameiningu stéttarinn- ar. Járnsmíðanemar hafa stígið fyrsta sporið, að framkvæmd þessarar mik- ilvægu skipulagsbreytingu. tryggingu fyrir fullum daglaunum við nýræktun o. fl. I kjölfar þessara krafa sigla þær réttmætu og sjálfsögðu kröf- ur bændaæskunnar um takmörkun vinnutíma hennar, sem annarar verk- lýðsæsku. S. U. K. berst fyrir auknum póli- tískum réttindum verklýðsæskunnar. Að kosningarréttur til þings og bæj- arstjórna sé miðaður við 18 ára ald- ur, þar sem megin hluti ungra verka- manna og kvenna er þá farinn að greiða skatta og gjöld til ríkisvalds borgaranna af ófullnægjandi og nið- urpýndum launum sínum. — Enn- fremur krefst S. U. K. afnáms skóla- g.jalda og ótakmarkaðan aðgang að skólum ríkisins. Það krefst fullkom- ins skoðanafrelsis verklýðsæskunni til handa og mun berjast eindregið gegn öllum fasisiskum tilraunum til skoð- anakúgunar í skólum og víðar, hvort sem framkvæmdar eru af ríkisvald- inu eða einstökum þjónum þess. Þetta eru helztu kröfur S. U. K. — Framgangur hverrar þeirrar er spor í áttina yfir til socialismans. Bætt lífs- skilvrði verkalýðsæskunnar gera hana baráttuhæfari og þrekmeiri til þess að vinna hlutverk sitt í verklýðsbylting- unni. Gera hana hæfari til þess að feta í fótspor rússneska verklýðsins og skapa ríki socialismans á Islandi. Ungir verkamenn og konur til sjáv- ar og sveita, fylkið ykkur nú um hið eina baráttusamband öreigaæskunn- ar á íslandi — Samband ungra komm- únista. Gerið S. U. K. á íslandi að órjúf- anlegum hlekk í baráttu öreigalýðs allra landa fyrir frelsi sínu. Sameinist um hin einu baráttusam- tök verklýðsæskunnar — Alþjóðasam- band ungra kommúnista. Stjórn Sambands ungra kommúnista. Kaupsamningar sveina féllu úr gildi 1. .jan. s. 1. Strax og undirbún- ingur undir væntanlega kaupdeilu hófst, setti hið sameinaða félag járn- iðnaðarmanna fram kröfur í samn- ingsformi, og var þar tekið fullt tillit til hagsmuna iðnnema, og settar fram eftirfarandi kröfur fyrir hönd þeirra: 1. Afnám einkasamninga. 2. Stórfeld launahækkun, (allt að 50%). Félagið hélt þessum kröfum iðnnema fast fram við allar samnings- tilraunir. Engir samningar tókust fyrir ára- mót og hóf félagið því verkfall 2. jan. en verkfallið stóð aðeins þann eina dag, því atvinnurekendur kváð- ust fúsir til að semja á þeim grund- velli, er kröfur járniðnaðarmanna- félagsins voru byggðar. Verkfallinu var því aflýst, og hófst vinna þegar daginn eftir. En þegar ganga átti formlega frá samningunum neituðu. atvinnurekendur að verða við þeim kröfur, er gerðar voru iðnnemum til handa. En gengu hinsvegar að öllum kröfum sveinanna. Sviku atvinurek- endur hér með áðurgefin loforð, því þeir höfðu áður gengið munnlega að, þessum kröfum iðnnemanna, er hér því um hrein svik að ræða frá at- vinnurekenda hálfu. Félag járniðn- aðarmanna treystist ekki til að hefja. verkfall að ný.ju til að rétta hlut iðn- nemanna, en mun síðar við tækifæri gefa atvinnurekendum kost á að bæta fyrir þessi ómannlegu svik. Það verð- ur ekki sagt, að þessi barátta járn- smíðanemanna hafi borið neinn ár- angur. Járnsmíðanemarnir hafa lát- ið undan síga um stundarsakir, og þeir munu læra það af þessari bar- áttu að verkalýðurinn getur engum treyst nema sjálfum sér. sp,. Tryggvi gerist spámaðr. Fyrir skömmu síðan var Tryggvi Þórhallsson að halda hvatningaræðu yfir ungum framsóknarmönnum og komst þá m. a. svo að orði, að þeir tímar myndu koma, að þeir sem nú stæðu fremstir meðal ungra fram- sóknarmanna myndu komast í ráð- herrasætin, þar sem þeir sætu nú, sem áður stóðu fremstir í ungmenna- félögunum. Ætti þetta myndarlega boð Tryggva að vera nægileg hvatn- ing hinum ungu framsóknarforingj- um, því hingað til hafa flestir þeirra orðið að gera sér að góðu ýmiskonar forstjóra og fulltrúastöður. Bara að Tryggvi efni nú loforðið!

x

Rauði fáninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.