Skinfaxi - 01.10.1911, Qupperneq 5
SKINFAXI
77
Með ])ví fyrst og fremst að leggja fé í
girðingu, plöntur og frœ. En svo vill svo
vel til, að dugleg sambandsfélög eru i ná-
grenni við skóglendið, og ennfremur nokk-
ur félög sem væntanlega ganga í samband-
ið, og gætu ])au efalaust að nokkru unn-
ið þar. Þá er og ekki ólíklegt að einhverj-
ir væru þeir meðal Ungmennafélaga, sem
ættu þess kost, að safnast þarna saman
til skóggræðslu á vorin, þó lengra væru að
komnir.
Gjöfin er stærsta viðurkenningin sem
Ungmennafélögin hafa hiotið, hún sýnir
best hvert traust góðir menn bera til þeirra,
og hverjar vonir fylgja þeim.
Og hún er holl gjöf, þvi að hún reynir
á þolrifin, sannar hvort hugur og hönd
fylgir, þegar undir er skrifað, að vinna að
sæmd og þrifurn þjóðarinnar i öllu þvi,
sem þjóðlegt er, gott og gagnlegt.
Því er að sýna að vér séum traustsins
makleg.
En þá fyrst er Tryggva Gunnarssyni
fullþökkuð gjöfin, er landssvæði þetta stend-
ur með þeim fylstum blóma, er Island ber
í skauti sínu.
Guðbrandur Magnússon.
Sambandsþingið.
Þess hefir ei enn verið getið, nema að litlu
i Skinfaxa. Hér verður heldur eigi skráð
nein nákvæm fundargjörð, eingöngu getið
úrslita hinna helztu mála. Margt af því
sem þar var gert er og þegar komið ung-
mennafélöguin fyrir sjónir, t. d. sambands-
lögin og fjárlögin.
Þingið sóttu 13 fulltrúar. Sunnlending-
ar 9, Norðlendingar 3, og Austfirðingur 1.
Þingið stóð yfir 3 daga.
Mestan tíma tóku að sjálfsögðu, sam-
bandsmálið og fjárlögin, er semja ber sam-
kvæmt hinum nýju sambandslögum.
Sambandslaganna verður ei getið hér,
því að allir geta haft eigin sjón, þar sem
menn geta fengið þau hjá fjórðungsstjór-
unum. Um fjárlögin skal þess getið að
veittar eru af sambandssjóði, livert árið
þessara þriggja sem fjárlögin ná yfir, 500
kr. til Sunnlendingafjórðungs, 225 kr. til
Norðlendingafjórðungs og 125 kr. til Aust-
firðingafjórðungs. Er ætlast til að fjórð-
ungsþing ráðstafi því fé. Til „Skinfaxa“
eru heimilaðar 200 kr. fyrsta árið, 120 kr.
annað árið, og 100 kr. þriðja árið. Búist
við að sá liður verði ef til vill eigi notað-
ur allur og smá minki og hverfi.
Kostnaður við sambandsþingið varð ná-
lega 500 kr. Varð það að langniestu leyti
ferðakostnaður fulltrúanna sem kosnir
voru. Óhætt mun að fullyrða að, svo er
frá fjár[ögunum gengið að fremur má bú-
ast við meiri tekjum, en minni gjöldum en
þar er áætlað. Það er öfium skiljanlegt
að þegar þannig eru samin fjárlög í fyrsta
sinni verður samt eigi áætlað nákvæmlega,
enda verður að skoða þessa fyrstu fjár-
lagasmíð í sunium atriðum meir sem bend-
ingu fyrir sambandsstjóra en sem bind-
andi haft. Ganga má út frá því að á
næsta sambandsþingi verði töluvert fé i
sjóði fram yfir kostnað við þing.
Þegnskylduvinnumálið hafði fengið all -
mikinn undirbúning í Sunnlendingafjórð-
ungi, en annarstaðar lítinn. Með því að
tíminn var naumur gerði sambandsþingið
ekkert i því annað en að kjósa nefnd er
leggi tillögur sínar fyrir öll U. M. F. lands-
ins. Voru í þá nefnd kosnir menn fylgj-
andi báðum þeim aðalskoðunum i málinu
er fram hafa komið hér syðra.
íþróttamál homu til umræðu. Hugmynd
um að sameina öll Ungmennafélög í sam-
band er sérstaklega leggöi stund á íþróttir
og útbreiddi þær. Hugmyndin var lítið
undirbúin, og sömuleiðis stóð mönnum
ótti af að slíkt iþróttasamband yrði keppi-
nautur sambandsins og var því engin á-
kvörðun tekin í málinu.
Boð um hluttöku í ungmennamóti í
Færeyjum barst á þingið. Tíminn var svo
naumur að sambandsþing gat enga ákvörð-