Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1912, Page 2

Skinfaxi - 01.03.1912, Page 2
18 SKINFAXI íslandi leggur náttúran heita vatnið til ókeypis, svo að læra má sund bæði sum- ar og vetur. Við höfum alt sem þarf: þörfina og ráðin til að bæta úr meininu. Við höfum fólkið, sem vill læra, við höf- um vatnið, og við höfum sundkennara jafn- færa stéttarbræðrum þeirra erlendis, þó að þeir sáu fáir enn. Hvers þarf þó nema hefjast handa? Eða eigum við að láta alla æfina Ienda í glamri, rifrildi, og skömm- um um eitthvað það, sem aldrei kemur, og sem engu mundi breyta, þó það kæmi, eins og við sjáum til sumra manna kringum okkur? Nei, það gerum við aldrei. Við sjáum of vel til hve lítils það leiðir. Margir hafa hafist handa, þar á meðal U. M. F. R. Það hefir munað vel eftir sundinu. Það hefir bygt Sundskálann, það hefir gefið sundbikar íslands. Og það hef- ir haft í þjónustu sinni einn hinn færasta sundkennara á landinu, Björn Jakobsson. Og nokkuð hefir áunnist. Björn hefir kent sund í Skerjafirði, við Rvík, tvö und- anfarin vor. Þar hafa margir Ungmenna- félagar lært, en kuldinn hefir dregið úr til muna. Vorin eru nú oftast köld, og sjór- inn verður þá kaldur líka. Menn þola ekki langdvöl í vatninu, og njóta sín mið- ur en þarf, meðan tökin eru að verða ósjálfráð. En hversvegna nota mennirnir ekki Laug- arnar, þar sem synda má stundum saman um háveturinn ? Ungmennafélag Reykja- víkur hefur þrábeðið um að mega nota þær fyrir sinn ílokk; það befir ekki rétt út einn fingur til að amast við þeim, sem þar kenna sund áður; það biður aðeins um leyfi að fá að nota Laugarnar örlitla stund á dag fyrir sína menn, og sinn kenn- ara. En því er neitað. Áreiðanlega er það ekki af áhuga fyrir sundlistinni, því að enginn sýnilegur skaði væri það þeirri íþrótt, þó að B. J. fengi leyfi til að út- breiða þær sundtegundir hér á landi, sem hann einn kann og getur kent. Hér má ekki láta staðar numið; Ung- mennafélögin verða að knýja á, þangað til Laugunum er lokið upp fyrir þeim- Ungmennafélögin, einkum þau sunnlenskuv verða eins og nú hagar til að hafa sund- skóla hér í Rvík. Hér verður að æfa sundkennarana svo vel, sem nokkur kostuj' er á, og þá mun varla bætt á að langt líði áður en sundíþróttin verður al- menningseign í landinu. Margar raddir bafa nú þegar heyrst af Suður- og Vestur-landi um, að menn væru í þann veginn hrinda sundmálinu áleiðis í' þessa átt. Félögin eiga að hefjast handa nú þegar, undirbúa sundstæði í vor, senda áskoranir til Fjórðungsstjórnar Sunnlend- ingafjórðungs um að beitast fyrir málinu,. og helst að fá fjórðunginn til að veita styrk nokkurn til ferðar og dvalar þeim,. sem félögin senda. Mörg félögin mundu áreiðanlega styrkja sendimenn sína að> nokkru. En fjórðungsstjórn ætti nú þegar að gera alt sem í hennar valdi stendur- til að fá Laugarnar til afnota nú f vor og tryggja sér sundkennara. Þelta mál er litilfjörlegt, ef litið er á kostnaðinn,. en stórmál, ef gætt er að öllum þeim hollu alleiðingum, sem munu fylgja rétt- um framkvæmdum. Og ætíð þegar svo eiv ber mönnum að byrja framsóknina frem- ur i dag en á morgun. J. J. Bréf frá Vesturheimi. Wynyard 12. Des. 1911. Kæru vinir og félagar í U. M. F. R.- Eg skrifa ykkur þetta bréf, svo að þið skulið sjá, að hefi ekki gleymt félagi. okk- ar, né þeim ábugamálum, sem við viljum og reynum að berjast fyrir, allir og einn. Og þá er fyrst að þakka alt gamalt og golt, gleðina og alvöruna í starfinu, áhyggj- ur og sólskinsbletti, sem hugsjónabaráttu eru jafnan samfara. Og svo þakka eg einnig fyrir hið nýjar óminn sem hingað hefir borist í bréfunr

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.