Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Síða 8

Skinfaxi - 01.04.1912, Síða 8
32 SKINFAXI rit, sem er þjóðargersemi og að öllu merki- legt: „Lýsing Islands“ eftir Þorvald pró- fessor Thoroddsen. Bókmentafélagið gef- ur hana út, og eru komin tvöbindi(afþrem?) f þeim er lýsing af láði og legi, veður- áttu, gróðrarfari og dýralífi í sjó og á landi. Fjöldi góðra mynda fylgir til skýr- ingar, og mun það þó vera helsti galli rit- sins, hve fátt er af rnyndum og uppdrátt- um; einnig verð ég að telja það galla, að gamla lengdarmálið (míla, fet o. s. frv.) er alstaðar notað, en í svona riti var sjálf- sagt að nota metramálið, og sú ástæða höfundarins (II, bls. 592), að alþýða muni verða lengi að átta sig á og venjast metra- málinu, er einkis virði. Hitt mun sann- ast, að eftir fá ár verður metramálið orð- ið alþýðu jafntamt sem álnamálið, enda er þetta rit engin dægurtluga, og mun verða tesið lengur en þennan mannsaldur. Að sjálfsögðu verða menn að hafa landa- bréf við lesturinn, til þess að hafa ritsins full not, og telur höf. bestan til þess upp- <irátt sinn með jarðfræðislitum, frá 1901. Þau ungmennafélög, sem eiga vísi til Lókasafns, ættu að reyna að eignast þetta rit. Sigurður Vigfússon. Félagsmál. Tíý samtíaiidsfélög. Ungmennafélögunum vex óðum fylgi hjá þjóðinni, enn hafa 5 félög gengið í sam- bandið, og von á fleirum innan skamms. Félög þessi eru: 1. Ungmennafélag Skeiðahrepps i Ár- nessýslu. Það var stofnað 24. maí 1908, ■og hefir n ú 40 félaga. 2. [J. M. F. Egill Skallagrímsson í Mýra- sýslu, stofnað 19. júní 1910, hefir nú 50 félaga. 3. U. M. F. Önfirðinga i Önundarfirði, stofnað í des. 1908, hefir nú 65 félaga. 4. U. M. F. Hekla í Rangárvallasýslu, hefir 42 félaga. 5. U. M. F. Vorblóm á Ingjaldssandi í Vestur-ísafjarðarsýslu, stofnað 28.maí 1908, hefir 28 félaga. Fjórðungsstjórnin. Ungmennafélag Hvollirepps heitir ungmennafélag sem stofnað var í Hvolhrepp i Rangárvallasýslu 17/12 1910. I stjórn þess voru kosnir á stoínfundi: formaður Óskar Thorarinsen, skrifari Skúli Thorarinsen og gjaldkeri Ólafur Jónsson. A aðalfundi félagsins, sem haldinn var 9/12 1911, var Bergsteinn Kristjánsson kos- inn formaður, en að öðru Ieyti var stjórn- in endurkosin. Félagið hefir nú um 30 meðlimi, alt ungt fólk, og heldur fundi oft- ast einu sinni i mánuði. Það mun hafa í hyggju að ganga i samband U. M. F. I. innan skamms. Meðlimur. U. M. P. Haukur var ársgamall 10. febr. síðasliðinn. En kvöldið fyrir afmælisdaginn hélt félagið skemtisamkomu i Mið-Leirárgörðum; þar er fundarstaður þess. Skemtu menn sér vel með söng, dans, ræðuhöldum o. íl. Félagsmenn voru 23; höfðu þeir boðið all- mörgum kunningjum sínum, svo fundar- menn voru um 60. Tólf nýir meðlimir bættust við, og Þórunn Sivertsen i Höfn var kosin heiðursfélagi. Félagið hefir ákveðið að byggja sér fundabús úr stein- steypu í vor. Húsið verður 12X^ ál. að stærð. Margir spá illa fyrir þessu fyrir- tæki, en félagsmenn eru vongóðir, trúa á samheldni sína og aðstoð góðvina ut- an félagsins. Heiðursg-jöf. 6. febr. var Sæmundur Friðriksson kenn- ari á Stokkseyri sæmdur heiðursgjöf, silf- urskildi, af glímumönnum á Stokkseyri, í launaskyni fyrir ágæta starfsemi glímulist- inni til eflingar. Sæmundur er meðlimur U. M. F. St. og hefir verið glímukennari þeirra i þrjú síðastliðin ár. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.