Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1913, Side 2

Skinfaxi - 01.06.1913, Side 2
42 SKINFAXI Svo að fyrirtækið þrifist, verða íslend- ingar að láta félagsskipin sitja fyrir flutn- ingum sinum, en kaupmenn og kaupfélags- stjórar ráða því, hverjum þeir fá varning- inn til flutnings; þjóðin sjálf er ekki um það spurð. Varla þarf að efast um, að kaupfélögin sjái sæmd sína í að styðja fremur íslenska sjálfstæðisviðleitni, heldur en dönsk stórgróðafélög, þar sem svo mik' ið er í húfi. Margir kaupmenn munu og gera hið sama og er það virðinga- og þakka-vert eftir ástæðum. En mjög margir kaupmenn eru þvi miður á báðum áttum, og sumir opinberir fjandmenn félagsins, þótt lágt fari enn. Fjandskapur Aðal-óvinir félagsins eru dönsku kaup- flestar útlendar verslanir hér, mannanna. , . , .„ og þeir kaupmenn, sem smð- ið hafa heiti sín á danska vísu, því að þar mun sálin lika dönsk. Um þessa menn er það að segja, að samkvæmt þjóðerni og hugsunarhætti eru þeir danskir, vilja gagn og gróða Dana, eins og Islendingar vilja heill Islands. Þeim verður ekki snúið til að vinna í islenskum anda með neinu nema neyðinni einni. Hálfvelg'ja Kaupmenn á báðum áttum eru hálf-Dana. flestJr aj. ega hálf-íslenskir, en meir eða minna danskir andlega, vegna hinna illræmdu menningarbanda. Grunur leikur á, að hér á landi sé nú þegar dansk- ur flugumaður, settur til höfuðs félaginu og íslensku samlyndi; mælt er að hann liggi í eyrum þessara dönsku hálfdrættinga, bjóði þeim kostakjör, niðursett flutnings- gjald meðan íslenska féiagið lifi, o. s. frv. Ef svo færi, mundu þjóðlegu kaupmenn- irnir og kaupfél. verða að borga venjul. flutningsgjald,en hálf-Danir langtum minna. Gætu hálf-Danir þó boðið stórum betri kjör, en grætt samt, og mundi verslunin með eðlilegum hætti hverfa til þeirra, ef málið væri látið hlutlaust. Flutiiingsgjald Sumil‘ segja nú. Þess- lagt á kaupendur, ir menn hljóta að vita, ekki kaupmcnn. x , , ao þegar samkepmn er horfin, þegar Eimskipufélagið er komið á hausinn, þá láta Danir kné fylgja kviði í siglingakúgun og að þá fá engir flutt ó- keypis eða fyrir hálfvirði. En þá svara hálf-Danir, þótt þeir segi það ekki upphátt: „Okkur er í raun réttri alveg sama, hve há flutningsgjöldin verða, þau koma aldrei á okkar bak, heldur eingöngu á þá, sem kaupa varning okkar. En meðan keppi- nautar okkar, al-íslendingar verða að borga hærri flutningsgjöld en við, getnm við selt nokkru lægra verði en þeir, en samt grætt mikið. Og þegar Danir hækka taxt- ann aftur, gengur hann jafnt yfir alla, og kaupendurnir borga. Hvernig sem alt veltist, getum við grætt og það er okk- ur nóg“. Eimskipafél. Hálf-Danir hafa algerlega á veg-na aiþýðu. ré);tu ag gtanda, að það skiftir engu fyrir milliliðina, hve há flufn- ingsgjöld eru. Alþýðan, við sjó og til sveita, borgar þau æfinlega. Vegna alþýðunnar í landinu skiftir mestu, hvort eimskipafé- lagið lifir eða deyr. Fjárglæframenn, Önnur hættan Iiggur í félagskrjótar. |)Vi ag mistakist með menn í stjórn félagsins. Enginn getur sagt um það nú; félagsstjórnin er ekki kosin enn, og allir vona, að vel muni takast með valið, því að nógu margir réttlátir munu finnast í landinu til að stýra einu félagi. En menn verða að hafa hugfast að slysin geta viljað til hér eins og ann- arsstaðar, af því freistingin er óvenju mik- il. Við megum ekki gleyma því, að í landinu hefir myndsst hópur fjárglæfra- manna, sem aðalega gera sér að atvinnu að stofna til felaga, sprengja þau og'hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá á- fram; hegningarhúsið er hið eina, sem þeír forðast. Þessvegna beita þeir ^kænsku sinni til að svíkja lögum samkvœmt; því- líkir ræningjar eru mestu skaðræðismenn samtíðarinnar. Þeir valda félagsjúkdóm-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.