Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 4
84 SKINFAXI SKINFAXI — mánuðarrit XI. M F L — kemur út i Reykjavík og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI : Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magnússon Skólavörðustig 6 B. Ritnetnd: Agúst Jósefsson, Guðbrnndur Magnússon, Tr. Þórhallsson. kunnugt, ástir og ógæfa Ragnheiðar dóttur Brynjólfs biskups í Skálholti. Erfitt er eða ómögulegt, að bera um gildi ]iessa skáldverks fyr en ]>að er alt kom- ið, sem verða mun að ári. En sú er sök þess, að skáldið virðist halda fram taum- lausu sjálfstæði, alveg hömlulausu frelsi, og að það sé hugsjón hans og framtíðar- draumur. I fyrri hlutanum eru forsend- urnar komnar, en í síðari hlutanum verð- ur skáldið að gera grein fyrir, hvað leiða hlýtur af þeirri miklu frelsisgjöf. En urn aðra hlið þessa kvæðabálks þarf ekki að vera myrkur í máli. Hann er snildarlega kveðinn, fjöldi af gullfallegum kvæðum; formsnildin, léttleikinn og mynd- auðgin á hæsta stigi. Og ekki dregur það úr eftirtekt lesarans, að víða er reitt til höggs, og skotið örvum, bæði hvössum og eitri-fáðum. Litlu síðar sendi Guðm. Guðmundsson annan Ijóðabálk á markaðinn. Það er rírna um kristnitökuna á Alþingi árið 1000 og heitir Ljósaskifti. Það er mjög undar- arlegt skáldverk, fallegur búningur, fallegt rím, gott efni og siðgóður blær yfir allri frásögninni. Og þó er bókin lítið hrífandi. Manni finst ósjálfrátt, að skáldið hafi í þetta sinn ort til að fullnægja kröfum þingmanna sumra, fremur en af innri hvöt. En andi skáldsins vinnur fyrir gíg í skylduvinnu. Honum er farið eins og segiríeinu kvæði Goethes: Eg kveð sem fuglinn kveður sá Er kyrrum býr í skógum. Mikil rimma stóð um í þinginu, hvort Einari Hjörleifssyni væri betur launuð rit- störf sín með 83 kr. 33 au. á mánuði, eða með 100 kr. En í þinglok svaraði Einar með að senda þjóðinni tvö rnyndar- leg skáldrit: Leikritið Lénharð fógeta og fimm smásögur, er hann nefnir Frá ýmsum hliðum. Lénharður er annað í tölunni af ágætis leikritum íslenskum. Hið fyrsta var Fjalla- Eyvindur, er svo snildarlega sýnir mun- inn á sálarlífi karla og kvenna, hversu konanerfúsað fórna öllu : ættingjum, vin- um, virðingu, frelsi, eignum, þœgindum, og voninni um eilífa sáluhjálp fyrir ást þess nianns er hún ann af öllum hug. En að karlmaðurinn, þó að hann sé drengur góðureins og Eyvindur, þarf meira en ástina eina, og þráir samhliða henni önnur gæði lífsins báðum megin grafar. í Lénharði er Ijósinu ekki svo mjög beint á einn stað, en raktir margir þræðir og glöggir. Bókin er rituð af miklum og djúpum skilningi á mannlegu lífi. Þrjár af hinum fimm sögum í „Frá ýms- um hliðum“, hafa birst áður í tímaritum. Það er fengur i þeim, þó þær jafnist ekki á við helstu eldri smásögur höfundarins. Þá er mjög einkennileg saga, riluð í sum- ar, sem heitir Anderson. Má vera að ein- hverjum sparsemdarmanninum á þingi fljúgi i hug þessi visa, er hann heyrir um Þorgrím á Eyri: Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd. Annars mun Þorgrímur fremur eiga við vissa tegund manna, eða vissan hugsunar- hátt, heldur en einstakan mann. Seinast en ekki sist verður að telja Hrannir Einars Benediktssonar. Það er þriðja ljóðasafn skáldsins, og ekki einung- is hið besta af verkum hans, heldur eitt af fremstu snildarverkum í islenskum bók-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.