Skinfaxi - 01.04.1914, Page 6
48
SKTNFAXI.
vi5 að þessir timar séu hinir sömu um
land alt, J)á geta ekki fáir menn gengt
þvi svo vel sé.
Það þarf því ekki að gera ráð fyrir að
neitt samband yrði svo lítið, að því veitti
af sérstökum íþróttakennara fyrir sig, enda
ætti ekki að þurfa vera hörgull á þeim.
Með það þyrfti því enginn árekstur að
verða. — Sama er að segja um fyrir-
Jestrana. Eg hygg að tala þeirra þuríi
alls ekki að vera eins takmörkuð, og sr.
Tr. Þ. virðisl ætla, og skal eg t. d. minn-
ast á grein, sem hann hefir áður ritað í
þetta blað, þar sem hann bendir ungm.-
félögum á að hafa meiri samvinnu við
prestana en verið hefir. Eg er einmitt
viss um að oft væri hægt að komast að
„tækifæriskaupum“ á góðum fyrirlestrum
hjá innan- og utanhéraðsmönnum fyrir
stjórnir er nálægar væru og kunnugar eru
í héraðinu. En væru nú félögin nauðsynlega
bundin við einn mann eða fáa, þá er
auðvitað að hann eða þeir yrðu að haga
ferðum sínum á milli sambandanna eftir
sínum hentugleikum, svo að þar yrði sami
áreksturinn og nú, að ekki gætu öll félögin
fengið hann á þeim tíma, er þau helst
kysu. Og yíirleitt finst mér það óskiljan-
legt, að stjórn sú, er skipuð er nákunn-
ugum mönnum og situr í miðju héraði,
eigi örðugra með að koma störfum sambands-
félaga heppilegafyrir, helduren önnur sem
i órafjarlægð situr, o. s. frv.. skipuð þeim
mönnum, sem aldrei hafa stigið fæti sínum
i það hérað.
4. ástæðan: „Engu verulegu fyrirtæki
verður til Ieiðar komið, því að nauðalítið
fé kemur hver stjórn til með að hafa handa
á milli."
Ekki er ])að ætlan mín sem höf. nefn-
ir fyr í greininni, að sambönd þessi fái
„ekkert úr sambandssjóði“, beldur álít eg
sjálfsagt að milli þeirra skiftist það fé, sem
fjórðungs-samböndin hefðu ella fengið.
Auðvitað bútast það niður með því móti,
en hvað er gert við það nú ? Er það
ekki hútað niður til íþróttakenslu, fyrir-
lestra o. þ. h. Jú. — En er þá ekkr
sama hvort það er „bútað niður“ á milli'
félaga í fjórðungssamböndum eða héraðs^
samböndum til nákvæmlega hins sama?
Væri það aftur á móti eitthvað verulegt
sem félögin eða samböndin í heild sinni
vildu framkvæma, þá stæði sambandssjóður
eftir sem áður opinn til þess.
5. ástæðan. „Sambandið verður miklu
lausari og óverulegra en verið hefir.“ —
Það álít eg fjarri sanni, að nokkurt sam-
band geti orðið „lausara og óverulegra“
ef í því eru margar smádeildir þar sem hin
einstöku félög eru margbundin hvert öðru
með ýmiskonar samstörfum og sameigin-
legum hagsmunum og viðkyuningu, heldur
en ef það er myndað af fáum deildum,
sem þenja sig yfir svo stór svæði að
mörg félög þeirra vita ekki hvert af öðru
nema að nafninu til, eftir skýrslum og
skrám, hvað þá að þau geti átt nokkuð
saman við þau að sælda.
Og ef nú þau undur skyldu ske, að
þetta fyrirkomulag Ieiddi af sér samband
ungm.félaga í Borgarfirði og Húnavatns-
sýslu, eins og höf. virðist hálfsmeykur við,
þá má reiða sig á að til þess lægju
svo knýjandi ástæður, að ekkert vit væri
fyrir félagsskapinn að standa í vegi fyrir
því, með öðru óþarfara sambandi.
6. ástæðan er sú fullyrðing höf. og
skoðanabræðra hans, að með þessu móti
yrðu afskektustu félögin út undan, „þeim
yrði sparkað úr sambandinu“. — Til
þess að sjá það, hve mikill veigur er í
þessari ástæðu, verður að athuga það, að
orsök þess, að einstök félög geta eigi not-
að sér kosti sambandanna er venjulega
sú, að þau eru oílangt frá miðstöðvum
sambandanna t. d. aðsetrum stjórnanna,
En þegar samböndunum fjölgar, þá hlýt-
ur miðstöðvum þeirra líka að fjölga; en
auðvitað ekki öllum á sama staðnum, held-
ur víðsvegar út um landið. Þess vegna
hljóta öll félögin, sem afskekt voru áðurT