Skinfaxi - 01.04.1914, Page 10
52
SKINFAXI.
Ársæll Árnason.
Eitt af því sem á brestur'rhjá okkur ís-
lendingum, og hversdagslega er ekki arn-
ast við, er virðing fyrir vel unnu verki.
Mörg misfellan mun af þessu virðingar-
leysi sprottin. Ovandvirkni og hroðvirkni
eru þar fremst í röð. Iðjuleysið á eflaust
að einhverju leyti þangað rótina 'að rekja.
En þó einkum smekkspillingin og óhygg-
indin, sem lýsa sér í því,
að árlega skuli þúsundir
króna af fé landsmanna
fara út úr landinu fyrir
ver gerða vöru og engu
ódýrari en hægt er að fá
hér beima. Árlega eru
t. d. flutt inn í landið
kynstur af margskonar
„skrautvarningi“ gerðum
í erlendum verksmiðjum,
en innlendri handavinnu
er hafnað. Þó er það
vitanlegt, að eftir því sem
hvorttveggja eldist hækk-
ar annað í verði en hilt
lækkar. Innlendi iðnað-
urinn vex að verði með
aldri og eftir honum sótt
af útlendingum, sé hann vel gerður. Og
ekki situr við þetta. Sama virðingarleys-
ið er það sem veldur því, að sláttumað-
urinn lærir ekki að slá, spunakonan ekki
að spinna og að ræðarinn lætur sér nægja
með áralagið. Og meir en lítið hefir það
létt undir með endemis-hugsunarhættinum
þeim, að í engu væri menning eða ment-
un, nema tungumálanámi eða margra ára
skólagöngu í einhvern af „meiriháttar skól-
unum“.
Hinsvegar bendir margt til þess, að
Islendingar séu verklagnir og að eðlisfari
smiðir eigi verri en aðrar þjóðir. Því sé
«kki um að kenna, hve miklir eftirbátar
þeir eru um verklegar framkvæmdir —
heldur fákunnáttunni.
Þegar svona er, virðist auðskilið, hversu
þarft það er, þegar ungir efnismenn hugsa
hærra en almenningur, taka sig til og láta
einkis ófreistað til að sigrast á fákunnátt-
unni.
Einn af þeim mönnum er Ársœll Árna-
son.
Ársæll er fæddur í Narfakoti í Njarð-
víkum 20. desember 1886, sonur Árna
barnakennara Pálssonar
og Sigríðar Magnúsdóttir
en hróðir Ástu málaraog
eru þau tíu systkinin. Ár-
sæll misti föður sinn árið
1900. Vinnur fyrir sér
næstu 5 ár í heimahög-
um, en Ilytst þá til Reykja-
víkur og tekur að nema
bókbandsiðn hjá Guð-
mundi Gamalíelssyni, sem
þá mun hafa verið talinn
lærðastur hókbindari hér.
Lauk hann því námi á
þrem árum, var ráðinn
td fjögra ára, en var
gefið eitt eftir. Þessi ár
stundaði Ársæll nám í
Iðnskólanum og sennilega
með meiri alúð en algengt er við þá stofn-
un, þvi að með kunnáttu þaðan og með-
mæli, sem öfluðu honum 400 kr. iðnnema-
styrks úr landssjóði, fór hann þegar utan,
og þá strax til Berlínar á Þýskalandi. Þar
kom hann sér í bókbandsskóla (í Kunst-
klasse der Berliner Buchhinder-Fachschule).
Er þar 6 mánaða námsskeið, en Ársæll
hafði fé til þriggja. En með aðstoð skóla-
stjóra og með því að svelta sig, gat hann
notið þess til enda. Hafði að nýju sótt
um iðnnemastyrk og lifði í voninni um
hann, meðan harðast var í ári, enda hlaut
hann styrkinn. Átti svo skuldlausar 150
krónur og aukna þekkingu, þegar hann fór