Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Síða 4

Skinfaxi - 01.06.1914, Síða 4
74 SKINFAXI. staðar. En víkjuni að myndunum. Sú eldri, og sú sem eg sá fyr, er í Dresden. Það er keisarinn á krýningardegi sínum. Hann stendur einn í undurfögrum, gull- skreyttum sal, skrýddur pelli og purpura með sigurkrans um höfuð sér. Hann held- ur hægri hendi um veldissprotann og styðst við hann. Þar hjá liggur ríkiseplið og sverð Frakkaveldis á gullstóli, klæddum bláu silki, gullofnu. Keisarinn ber höfuðið hátt; svipurinn er kaldur og rólegur; gul- leitum marmarablæ slær á andlitið; dökt hárið fellur eins og þunn slæða niður á ennið, undan sigurkransinum. Augun blá- grá, köld og djúp eins og hafið við Is- land. Aldrei hefi eg í manni eða mynd annari, séð svipað aupnaráð, jafn innilega bundið við manninn sjálfan, jafn fullkom- lega hirðulaust um alt í heiminum, sem ekki kom þessum manni við. Og hver hefir nokkru sinni haft eðlilegri rétt til að hugsa einmitt svona, heldur en æfintýra- barnið frá Korsíku? Minnist hann nú liðinna daga? Ef til vill þeirrar stundar, þegar foreldrar hans sendu hann, ungan, fátækt barn, úr ræningjabæiinu heima, í annað land, til annarar þjóðar, þar sem drengurinn gekk í herskóla i mörg ár, hatandi þjóðina og landið sem hann gisti ? Eða einmanaleg unglingsár, sára fátækt, sjálfsmorðshugsanir; brennandi metnaðar- drauma. Og svo gæfuna og gengið. Miklir og margir æfintýralegir sigrar, frægð, til- beiðsla, aðdáun, auður og völd, uns hann stendur nú, liðlega þrítugur með hálfan heiminn að fótum sér, sigraðan og beygðan undir járnvilja fátæka drengsins, sem yfirburðavitið og viljinn hafa gefið þessi miklu lönd og keisarakrónuna í þokkabót. Svo líða 10 ár. Þá er gæfuhjólið snú- ið. Á myndinni i Leipzig sést keisarinn, þar sem hann hefir undirskrifað afsögn sína og er á leið í útlegð. Hann er nýkom- inn úr orustu, heíir beðið ósigur sjálfur, og hershöfðingjar hans hrakist undan ofurefl- inu báðum megin við hann; alt verður honum að ósigri. Þreyttur og dapur situr hann á einföldum stól í fátæklegu her- bergi, uppréttur en höfuðið drjúpandi. Hann situr til hliðar á stólnum; hægri höndin lafir máttlítil yfir stólbakið, hin vinstri liggur krept á knénu. Hann er gráleitum ferðabúningi, stóra, gráa frakk- anum fræga, knéháum reiðstígvélum, leir- ugum af ferðalaginu; dökki, þríhyrndi hatt- urinn liggur á gólfinu. Nú er sigurkrans- inn horfinn, tættur sundur í ósigrum og gæfuleysi. Og þó er maðurinn tignarlegri nú, þegar heimur hans er hruninn, auður, vald, virðing og vinir horfið eins og fis- fyrir vindi. Villandi draumsjónir hamingju- daganna eru líka horfnar. Nú hefir bitur reynsla kent honum, að enginn getur stað- ið einn, jafnvel ekki hinn sterkasti, að grimmar nornir elta og fella hvern, sem hefir ótamda síngirni og sjálfselsku fyrir æðsta boðorð. Góður drengur. í þetta sinn lætur Skinfaxi filisteana^hvíla sig, en minnist með lotningu ónefnds og óþekts manns, sem er eins ólíkur þeimog ljósið myrkrinu. Fyrir fáum árum kom námspiltUr úr sveit hingað til bæjarins. Hann var ekki við eina fjölina feldur, byrjaði á ýmsu, og breytti um, en gerðist um síðir verslunar- maður; var óheppinn í þvi, tapaði all- miklu á óreiðu eins umboðssalans, varð gjaldþrola, sjúkur, og dó litlu síðar. Eign- ir voru engar en skuldir um 4000 kr. Þær féllu að mestu á ýmsa ábyrgðarmennr vandalausa menn. Bjuggust þeir viðr sem von var, að verða að bera skaðann bótalaust. En svo átti ekki að verða. Gjaldþrota öreiginn hafði átt bróður, uppkominn, heima i sveitinni. Hann frétti um, hvernig kom- ið var, og ásetti sér að ganga í stað bróð-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.