Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1914, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.06.1914, Qupperneq 9
SKINFAXI 79 aðallega að sjá, hvað þar væri um að vera í iðn hans. Ólafur kom heim í fyrra sumar eftir tveggja ára framhaldsnám erlendis. Hann er kornungur maður, fæddur á Akranesi 15. júni 1889, en hefir þó komið á fót veglegri ljósmyndastofu og mun nú hafa mest að gera af öllum i sinni iðn hér á landi. Ólafur á marga þá kosti er ungum mönnum eru notadrjúgir, áhuga, dugnað, reglusemi, og glaðlyndi svo mikið, að hann verður jafnan hrókur alls fagnaðar í hóp kunningjanna. ^ ** Fjórðungsþing Ungmennafélags Norðlendinga var haldið á Akureyri 6. og 7. mars s. 1. undir forustu fjórðungsstjóra Jakobs H. Líndals. Þessar voru helstu gerðir þingsins og samþyktir: I skógrcektarmálinu voru þessar tillög- ur samþyktar: 1. Ungmennafélögin, sem enn hafa ekki komið upp hjá sér vel friðuðum trjáreit, séu hvött til að hefjast handa um fram- kvæmd í þessu máli. 2. Ungmennafélögin séu hvött til að koma á hjá sér föstum skógræktardegi eða dögum eftir reglum er þau svo nánar ákveða, og skorar þingið á fjórðungs- stjórn að semja fyrirmynd að reglugerð fyrir skógræktardeginum, er félögin hafi til hliðsjónar. 3. Ungmennafélögin séu hvött til þess að leggja áherslu á trjáfræsáningu í trjá- reitum sínum, svo þau bráðlega geti birgt sjálf sig og félagaheimilin að trjáplöntum. Skal þess farið á Jeit við Ræktunarfélag Norðurlands, að það veiti þeim til þess ókeypis fræ og leiðbeiningar. 4. Félögin leitist við að leggja sem mest reynslu og trjáræktavtilraunir Ræktunar- félags Norðurl. til grundvallar fyrir starfi sínu. Sé þess farið á leit við Ræktun- arfélagið, að það láti í té þar til kjör- inn mann til þess að vera í samráði við val á trjáræktarstöðum, og semji hann 1 félagi við félagsstjórnina fastá- kveðið fyrirkomulag og starfsyfirlit, sem síðan sé fylgt við starfrækslu trjá- reitanna. Þau ungmennafélög er þann- ig rækja skógræktarstarfsemi sína eftir sérstökum leiðbeiningum frá Ræktunar- félaginu séu öðrum fremur látin sitja fyrir skógræktarstyrk úr fjórðungssjóði. 5. Fjórðungsþingið felur stjórninni a5 senda áskorun til landsstjórnarinnar, um að hún nú þegar hefjist handa um vernd- un skógleifanna í Leyningshólum í Eyja- firði, eða veiti fjórðungssambandinu ríf- Iegan styrk til að koma því máli í fram- kvæmd. Tvö félög, Geisli í Aðaldal og Árroð- inn í Kaupangssveit, sóttu um styrk til trjáreita sinna og var þeim veittur hann, sínar 30 kr. hvoru. íþrótiamál. 1. Þingið samþykti að beita sér eigi fyr- ir íþróttamóti fyrir Norðlendingafjórð- ung þetta ár, með þvi landsíþróttamót ætti að vera i Reykjavik í vor eða sumar. 2. Veittar 20 kr. í verðlaunasjóð og sam- þykt að koma upp grip fyrir fjórðung- inn til að keppa um í sundi, og gangi sá verðlaunagripur frá einum sigurveg- aranum til annars. I sambandi við þetta samþykt að reyna koma á sundmóti á Akureyri fyrir Norð- lendingafjórðung í sumar, helst í ágúst, ef þátttaka fæst. 3. Reynt sé að koma á íþróltanámskeiði á næsta vetri á hentugum stað, svo á- hugasömum íþróttamönnum ungmenna- félaganna geti gefist kostur á að ná þeim fullkomleika í iþróttum, að þeir geti orðið leiðbeinandi í íþróttum heima í sínum félögum. 4. Fjórðungsþingið skorar á næsta sam-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.