Skinfaxi - 01.06.1914, Side 10
80
SKINFAXI
bandsþing U. M. F. I. að það leiti sam-
komulags við íþróttasamband íslands á
þeim grundvelli, að ungmennafélögin fái
full þátttökuréttindi í Iþróttasambandinu
gegn ákveðnu fjárframlagi frá U. M. F I.
til íþróttasambandsins, og sambands-
þinginu veitist heimild til að skipa í stjórn
íþróttasambandsins tveim mönnum.
Fyrirlestra og útbreiðslumál.
Fjórðungsþingið sá sér eigi fært að
leggja fram fé til fyrirlestra næsta ár, en
vildi hvetja ungmennafélögin til þess að
afla sér fyrirlestra heima fyrír.
Stjórninni var falið að skrifa þeim fé-
lögum utan sambandsins er líka stefnu-
skrá hafa og ungmennafélögin, og vita
hvort þau vildu ekki ganga í sambandið,
eða hvaða agnúa þau fyndu á því, að leita
eftir samningaleiðum.
Sambandslögunum vildi fjórðungsþing
ekki láta breyta, en samþykti í sambandi
við það mál þingsályktunartillögu svo-
hljóðandi:
Fjórðungsþingið álítur heimilt að fleiri
félög í innbyrðissambandi með sameigin-
legri stjórn, er hafi sýslur eða önnur
náttúrutakmörk að ummerkjum, geti
gengið inn í fjórðungssamböndin sem
eitt félag.
Þjóðgarður. Flult var erindi um það
mál og^þessi tillaga samþykt:
Fjórðungsþingið skorar á næsta sam-
bandsþing U. M. F. í. að taka til ræki-
legrar íhugunar, hvort og á hvern hátt
ungmennafélögin geti stutt hugmynd hr.
Guðm. Davíðssonar um að koma upp
þjóðgarði á þingvöllum.
í bannlagamálinu var þessi tillaga
samþykt:
Fjórðungsþingið lítur svo á, að sæmd
íslensku þjóðarinnar liggi við að að-
flutningsbannlögin verði ekki fótum troð-
in, og skorar því á ungmennafélögin að
vernda þau eftir mætti.
Um kristindómsástandið á Islandi flutti
kennari Jóhann J. Scheving snjalt erindi
og var þessi tillaga samþykt út af því
máli:
Fjórðungsþing Norðlendinga álítur æski-
legast, aðungmennafélögin reyni að glæða
kristilegt trúarlíf hvert á sínu sviði.
Fjármál.
Tekjur fjórðungsins áætl. kr. 382,50
Er áætlað að verja þeim þannig:
Til fyrirlestra, ógreitt frá f. á. kr. 45,00
Sambandsskattur 1914 (300 fél.)— 45,00
Til íþróttanámsskeiðs ... — 100,00
Til verðlaunasjóðs (sundgrip) — 20,00
Sundmótið .......................— 20,00
Skógræktarmál....................— 90,00
Þings- og stjórnarkostnaður — 32,00
Óviss gjöld......................— 30,00
Á sambandsþing hlutu kosningu:
Hólmgeir Þorsteinsson, Grund.
Þórhallur Bjarnarson, prentari.
Halldór Guðlaugsson, Hvammi.
Varamenn:
Erlingur Friðjónsson frá Sandi.
Árni Jóhannesson, Kaupangi.
Ingólfur Jónsson, prentari.
Stjórnarkosning.
Jakob H. Líndal formaður.
Þórhallur Bjarnarson ritari.
Erlingur Friðjónsson gjaldkeri.
Varastjórn:
Halldór Guðlaugsson, Hvammi.
Hólmgeir Þorsteinsson, Grund.
Árni Jóhannesson, Kaupangi.
Til undirbúnings sundmótinu í sumar
var nefnd skipuð:
Lárus J. Rist, kennari.
Kristján Árnason kaupm.
Sigtr. Þorsteinsson verslunarm.
I næsta blaði verður birtur útdráttur úr
hag og starfskýrslum félaganna.
Þ. B.
Skýrsla
fánanefndarinnar að eins ókomin; er
nú í prentsmiðjunni, og allir jafn ófróðir
um tillögurnar.