Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1914, Page 13

Skinfaxi - 01.06.1914, Page 13
SKINFAXI 83 Félagsmál, Fjórðuugsþlng1 Sunnl. var haldið í Rvík 14. og 15. maí. Um 35 fulltrúar mættir, flestir úr Borgarfirði, Mýrum, Rvík og Arnessýslu. Enginn fulltrúi var úr Rangárvalla né Skaftafells- sýslu, og mun kostnaður og fjarlægð hafa valdið. Mesta málið voru hin margum- ræddu fjórðungaskitti. Var þingið þeim fylgjandi, með þeim skilyrðum, sem greind eru í fundarskýrslunni. Munu flestir telja að þar með só sæmilega úr málinu ráðið. Þeir sem skilja vilja, sigla sinn eigin sjó; hinir verða eftir, í sömu skorðum og áður. íþróttauiótið. Talsverð óánægja var víða í U. M. F. yfir að eigi gætu aðrir tekið þátt í íþróttamót- inu, en þeir sem væru í I. S. I. Þing Sunnlendinga skoraði á stjórn I. S. I. að veita undanþágu í þetta sinn og leyfa öll- um U. M. F. sem óskuðu að taka þátt i mótinu. Hefir I. S. I. tekið málinu greið- lega, og orðið við beiðninni, í öllum aðal- atriðum. Almenn ósk mun það meðal U. M. F. að U. M. F. í. geti gengið inn í I. S. í. í einni heild, eða þá a. m. k. fjórðungarnir. Heima og erlendis. Sól í bælnn. Undarleg villa er það í mörgum sveit- um, að byrgja sólina að mestu úti úr hi- býlunum, og þó er það gert. I dölum sem ganga frá norðri til suðurs, og raun- ar víðar, eru að jafnaði engir gluggar á suðurhlið bæjarhúsanna; baðstofugluggarn- ir snúa þá upp að fjallshlíðmw, en stofu- og skemmugluggarnir fram í dalinn. Þetla sýnir að margir menn eru hræddir við sólina, að þeir reyna að forðast hana sem mest. Þó gerir sólin ekki annað til miska, þar sem henni er hleypt inn úr suður- átt, en að drepa sóttkveikjurnar, hreinsa loftið, lífga og fjörga fólkið, og hita her- bergin ókeypis margan kuldadag. I borg- unum hefir reynslan kent fólki að meta sólina réttilega, og sækjast flestir menn þar eftir að hafa íbúðir móti suðri, þótt margir verði að sætta sig við norðrið og sólarleysið. En í sveitinni geta allir bygt svo, að gluggar á mannahíbýlum viti gegn suðri. Bannlögln. Þau ganga i gildi aðfullu eftir eitt miss- iri, liðlega. Mótstaðan gegn þeim var svæs- in i fyrstu. Þá héldu andbanniugar út blaði, sem drepa átti bannlögin. En þjóð- in studdi það ekki, og það sannfærði ekki þjóðina. Við þessar siðustu kosningar mun enginn opinber bannfjandi hafa kom- ist á þing. Og langflestir þingmenn lýstu yfir þeim vilja sínum, að þeir vildu gefa lögunum tíma til að reyna sig. En haft er á orði, að andbanningar, hugsi sér lög- brotsleiðina, að brjóta lögin með almenn- um samtökum. Eiga þá tugir eða jafn- vel hundruð manna „að fara á túr“ sam- an, vera svo margir, að lögreglan fái ekki við neitt ráðið. Að brjóta lög þannig er hrein og bein uppreist, það er að slíta þau bönd, sem halda saman siðuðu mannfélagi, það er byrjun sannarlegs stjórnleysis. Þeg- ar svo er farið að með ein lög, er óvand- ari eftirleikurinn. Hvað segðu andbann- ingar, ef aðrir menn létu greipar sópa um eignir þeirra, meðan þeir eru á „túrnum“, jafnvel þeirra dýrmæta „síðasta dropa“? Það má taka sig saman um að brjóta fleiri lög en bannlögin. En um leið og trygging og öryggi laganna er horfið, þá er líka svift burtu undirstöðu siðaðs félags- lífs. Þá láta menn „hendur skifta“, þá er villidýrið sett i æðsta sætið. Meðan andbanningar halda fram skoð- unum sínum á Iöglegan og friðsamlegan hátt, hafa bannvinirnir einir verið til varn-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.