Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1914, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.07.1914, Qupperneq 2
86 SKINFAXI. fræðandi og skemtandi fyrirlestra, haft saman ýmiskonar íþróttaæfingar, komið upp bókasöfnum, haft málfundi, haldið úti skrifuðum blöðum, haft héraðsmót einu sinni á ári fyrir stór svæði til að auka kynningu og eyða sundrungu, Og margt hafa þau annað vel unnið, sem er viður- kent af öllum óhlutdrægum mönnum. Sumstaðar heíir náttúrlega gengið miður, sérstaklega þar sem drykkjuskapur og slark lá í landi meðal aldri og yngri manna. Útbreiðslan. En svo eru heil héruð, sum hin allra fremstu í landinu, þar sem ekki eru nein ungmennafélög, en þar sem mað- ur undrast, að þau skuli ekki hafa fest rætur. Venjulega eru í þessum hóruðum ýms eldri félög, sem fólkið sættir sig við, málfundafélög, lestrarfélög, glímufélög o. s. frv. Þetta er nú alt gott í sjálfu sér, en þó mætti það vera betra. Þessi félög, þar sem þau eru best, ná ekki út fyrir sveit- ina, hugsa og starfa ekki út fyrir hana. Þau vinna ekki verulega á mót hreppa. pólitík, og heimalningshætti, og þau fá eng- an stuðning utan að, þegar deyfð er heima fyrir. Og þau eru æfmlega fábreyttari og hafa minna að bjóða heldur en ungmenna- félögin hafa nú. Til að finna þessum dómi stað, skal nefna nokkur dæmi íþróttir. Samband ungmennafélaganna hefir nú yfir að ráða liðugum 1000 kr. á ári sem það ver til almennrar fræðslu, til bókaútgátu, fyrirlestra og íþróttakenslu, Það mun á næstu árum hafa mann í þjón- ustu sinni, sem fer milli héraða, þar sem sambandsfélög eru, og kennir íþróttir: glímu, hlaup, stökk allskonar, kúlu- og spjótkast, knattleiki ýmiskonar, boglist og skíða- mensku. Þar sem er áhugasamt fólk nem- ur það þessar iþróttir, hver það sem hon- um er Ijúfast og æfir í tómstundum sín- um. Sumir menn halda, að slikt venji menn á slæpingshátt, en ekki er sú raun- in á i Rvík. Allir bestu íþróttamennirnir hér eru í mestu hávegum hafðir af hús. bændum sínum fyrir áhuga og dugnað í starfinu. Einn helsti kaupmaðurinn hér, sem er manna ríkastur og fjárglöggastur, hefir í sinni þjónustu fjóra eða fimm land- fræga íþróttamenn og vill ekki missa þá fyrir nokkurn mun. En þetta er ofur- auðskilið. Iþróttirnar hafa hleypt lífi og fjöri í þessa menn; þessvegna skara þeir fram úr í daglega Iífinu. En nóg um það. Flest ungt og heil- brigt fólk langar til að æfa iþróttir um nokkurt skeið. Og besta tækifærið til þess fæst nú, undir verndarvæng U. M. F. I. Það sem knýr marga menn úr sveit- unum í kaupstaðina er fábreytnin heima fyrir. Þeir þrá tilbreytingu, að eiga stund- um glaðan dag, hafa ekki alt af sama mollumókið heima fyrir. Og í þorpunum fá þeir einhverskonar fullnægingu í hin- um svonefndu „skröllum", kvikmyndunum og öðru þvílíku góðgæti. Frá sjónarmiði sveitavinanna er því þýðingarmikið atriði að gera sveitirnar aðlaðandi, svo að sem flestir vilji þar vera. Ekki með auðvirði- legum dægradvalarskemtunum, heldur með heilbrigðum mannfundum, fjölbreyttum í- þróttum, fyrirlestrum, málfundum, söng, upplestri góðra skáldverka o. s. frv. Menn munu segja sumir: „Þetta getum við veitt okkur án ungmennafélaga?“ Ef til vill sumstaðar, en þó mjög óvíða. Fáir gefa sig við að halda fyrirlestra í sveit- unum,nema þeir sem gera það að tilhlut- un U. M. F. I. Og alls engin stofnun, að ungmennafél. frátöldum, ekki einu sinni I. S. L, getur sent íþróttakennara út um sveitir landsins nú sem stendur. Og svo er enn þá eitt. Félögin sem standa utan sambandsins eru veikari, af því þau gela ekki talið sig lið í annari stærri heild. Ög þegar illa lætur í ári, þegar deyfð eða sundurlyndi kemur upp í sveitinni, þá Iognast slík félög út af, og þá er farin með þeim sú litla tilbreytni, sem til var í bygðinn.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.