Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1914, Page 3

Skinfaxi - 01.07.1914, Page 3
SKÍNFAXI 87 Svarið. ÞaS má segja, að það sé andi hinna nýju sambandslaga að bæta úr þessu. Ef þau lög verða notuð skynsamlega, geta risið upp starfandi deildir, héraðasambönd, út um alt Iand, sem hvert um sig vinnur að því að bæta og fegra lífið heima fyrir og nýtur til þess alls þess styrks, sem allherjarsambandið má veita. En vilja menn nota þetta'? Eða vilja menn held- ur kúra, hver í sínu horni, sundraðir, lítt starfandi, og flytja svo í sjóþorpin til að sækja þangað gleði? Það er verk nýju sambandsstjórnarinnar að hafa áhrif á hvert þetta verður, að leitast við, að það verði svo, sem þjóðinni má best gegna. Um ættjarðarást. i. Eitt atriði í stefnuskrá ungmennafélag- anna, og eigi það sem minst er um vert, er það, að vekja og glæða ættjarðarást félaga sinna og þeirra, er þau ná til. Mér er ekki kunnugt, hvernig þau leitast við að ná þessum tilgangi, og þaðan af síður, hvað þeim verður ágengt. Hinu var eg að velta fyrir mér eitt kvöldið, hver leið mundi greiðust til þess og líklegust til árangurs, og af því að um þetta hefir lítið verið rætt, þótt áríðandi sé, og aldrei, svo eg viti, verið skýrt bent á þá leið, sem mér fanst vænlegust, þá ætla eg að rifja upp í áheyrn ykkar hugleiðingu mína þetta kvöld. Að vísu kann sumum að virðast þetta of-alvarlegt umtalsefni á skemtifundi, en lífið er alvarlegt og eg lít svo á, að æskilegast væri, að alvara og gaman gætu sem oftast orðið samferða, að við gætum sem oftast haft nokkra alvöru i skemtun- unum okkar og sem mesta skemtun og ánægju af okkar alvarlegu störfum. Við elskum sjálfsagt öll ættjörð okkar, hvert á sína vísu, en hitt er engu síður víst, að ættjarðarást okkar er ekki svo heit, að ekki sé öll þörf á að vekja hana og glæða. Hún er nefnilega mjög lítils virði fyrir okkur og aðra sú ættjarðarást, sem að eins gerir vart við sig á hátíðum og tyllidögum. Það er ekki nóg að syngja og tala um ættjörðina á mannfundum og við skál, eða að fyllast guðmóði stund og stund af lestri fagurra ættjarðaljóða. Þetta er að vísu gott með öðru, en menn mega bara ekki líta svo á að með því sé öllum kröfum fullnægt; því fer sem sé svo fjarri, að ef ættjarðarástin lýsir sér ekki í neinu öðru en þessu, þá er hún fremur lítils virði. Krafan er þessi gamla: Sýn mér trú þína af verkum þínum! Hvað viltu leggja á þig ættjörðinni til hagsbóta? Við skulum forðast öll stóryrði, og því ekki tala um, eins og sum skáldin okkar, að leggja líf og blóð i sölurnar fyrir ættjörð- ina, þvi að bæði er, að þess hefir ekki gerst þörf hingað til og hins vegar yrðu slík stóryrði brosleg í munni okkar, með- an við höfum ekki einu sinni athugað, hvort við erum reiðubúin að leggja í sölurnar svo mikið sem kaffibolla ígildi af þægind- um okkar, ef þörf gerist. Við skulum því stinga hendinni hver í sinn barm og spyrja okkur þeirrar samvisku spurningar, hvort við erum reiðubúin að sýna sjálfs- afneitum i þarfir ættjarðarinnar og hve mikla. Það er sá rétti mælikvarði ætt- jarðarástar okkar, hve mikið við treystum okkur til að láta á móti okkur, ef þörf ættjarðarinnar krefðist. Eg rannsaka ekki hugarfar manna, eg get því ekki vitað hvert svarið yrði hjá öðrum en sjálfum mér, en grunur minn er sá, að ættjarðarástin mundi mælast fremur illa á þennan kvarða hjá fjölda mörgurn. Eg segi þetta engum til hnjóðs, því að í rauninni væri þetta eðlilegt. Þekk- ing mjög margra af okkur á ættjörðinni hlýtur að vera mjög óljós og þokukend. Og það er varla sanngjarnt að ætlast til, að menn elski óljóst hugtak svo, að þeir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.