Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1914, Page 4

Skinfaxi - 01.07.1914, Page 4
88 SKINFAXI. séu fúsir til að Ieggja mikið í sölurnar fyrir það. Ráðið til að glæða ættjarðarástina verð- ur ])á fyrst og fremst að auka þekkingu á ættjörðinni, svo að menn geti séð, að hún er þess verð, að nokkuð sé lagt í sölurnar fyrir hana. Einn þátturinn í því er þekking á sögu ættjarðarinnar og bók- mentum að fornu og nýju. Eg veit að ungmannafélögin leggja einmitt talsverða áhersluáþetta, einkum forn-bókmentirnar og fornsögurnar, og er það góðra gjalda vert. En enn meir ríður okkur á að þekkja bókmentir og sögu síðustu tíma, því að mestu varðar að tþekkja ættjörðina, eins og hún er nú. Það er nauðsynlegra fyr- ir okkur, sem nú lifum, að þekkja hver annan rétt, heldur en að þekkja hverir annara forfeður, þó það geti verið fróð- legt og skemtilegt og að nokkru gagni líka. Hverjum manni ríður mest af öllu á að þekkja sjálfan sig sem allra best, kosti sína og lesti, og þar næst nágranna sína og vandamenn og yfir höfuð þá, sem hann á saman við að sælda. Og yfir höfuð á að mega gera ráð fyrir, að velvild manna á meðal aukist, eftir því sem þeir kynnast betur hver öðrum. Það er tiltölulega auðvelt að fá nokkra þekkingu á bókmentum og sögu ættjarð- arinnar; það má fá af bókum. En hitt virðist í fljótu bragði erfiðara að kynnast ættjörðinni sjálfri, því að landið er svo stórt, að flestir okkar hafa ekki kynst nema litlu af því og íbúum þess og Iang- flestir ekki að neinu ráði, nema sveitinni sinni. En bótin er, að það er nóg, því að sveitin okkar er einn hluti af ættjörð- inni, og meira að segja sá hluti hennar sem okkur varðar langmestu. Ef sveit- inni okkar vegnar vel og hún tekur fram- förum, þá hækkar hagur ættjarðarinnar að sama skapi. Hér er okkar starfssvið. Það sem við vinnum fyrir sveitina okkar, það vinnum við líka fyrir ættjörðina. Sveitin okkar er nokkurskonar ímynd ættjarðar- innar, ættjörðin í smærri stfl. Allir ætt- jarðarvinir, þeir sem mest hafa unnið landinu til gagns, hafa byrjað á því að elska sveitina sína. Ættjarðarástin sprett- ur af átthagaástinni. Öll þau skáld, sem fegurst hafa kveðið um ættjörðina hafa fyrst og fremst haft sveitina sína í huga. Náttúrufegurðin í átthögum Jóns Thorodd- sens lagði honum í munn lýsinguna fögru í kvæðinu „Ó, fögur er vor fósturjörð“. Og það sýnir vel, hversu nátengd hver sveit er heildinni og hve margt er sam- eiginlegt með bygðarlögum fósturjarðar- innar fríðu, að það kvæði hefði alveg eins getað orðið til út af þessari sveit eins og Reykhólasveitinni, eða hvaða sveit sem það nú var, sem stóð fyrir hugskotsaugum skáldsins. Eg minnist í þessn sambandi vísunnar alkunnu eftir þingeyska alþýðu- skáldið: Blessuð sértu sveitin min o. s. frv. Þessi vísa lýsir þeirri ást og rækt til sveitar sinnar, sem við eigum öll að glæða hjá okkur áður en við leyfum okkur að segjast elska ættjörðina. Mér dettur í hug ritningargrein, sem eg lærði í ung- dæmi minu, meðal margra annara. Hún er svona: Ef einhver segir: „egelskaguð" en hatar bróður sinn, sá er lygari, því að ef hann ekki elskar bróður sinn, sem hann hefir séð, hvernig getur hann þá elskað guð, sem hann hefir ekki séð ? Alveg eins er því farið í því efni, sem hér er um að ræða. Hvernig getur sá elskað ættjörð sína, sem hann ekki þekkir, er engan yl ber í brjósti til sveitarinnar sinnar, sem hann þekkir, og auk þess er einn hluti ættjarðarinnar ? Annað það, sem mjög mundi styðja að því að glæða ættjarðarástina er það, ef hægt væri að sýna að það væri til eflingar sjálfs manns farsæld og vellíðan að elska ætt- jörðina og vinna henni gagn. Við erum nú einu sinni svo gjörð, að okkur þykir vænt um sjálf okkur, og viljum leggja meira á okkur fyrir okkur sjálf en aðra.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.