Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1914, Page 13

Skinfaxi - 01.07.1914, Page 13
SKINFAXI 97 ar umbætur í skólamálum þjóðarinnar. Hið fyrra var að útrýma sem mest útlend- um kenslubókum úr alþýðuskólunum. Þær væru nemendum mjög erfiðar, þær eyddu tíma þeirra að hálfu til einkis. En hins- vegar væru spillandi áhrif þeirra á móður- málið mjög auðsæ. Þær vendu menn á að hugsa á dönsku og sletta dönsku sí og æ. Til að ráða bót á þessu þyrfti að fá hina færustu menn hér á landi til að gera kenslubækur, en alþingi að styrkja útgáf- urnar, svo að aldrei væri hér hörgull sæmi- legra kenslubóka. Ræða A. P. var orð í tíma talað, og er líkleg tii að hafa veru- leg óhrif. Olympíuleikír. Nokkur stefnubreyting er þar að verða. Skynsömum íþróttavinum ofbýður hve miklu er fórnað sigurvoninni. Eftir því sem kepnin vex gæta menn minna að því hvort iþróttin styrkir og fegrar. Isumum greinum, t. d. kúlukasti og rómv. glímu, eru atburðamennirnir orðnir afmyndaðir og ljótir vegna íþróttarinnar. Þetta sýnir ekki að iþróttir þurfi að gera menn þannig held- ur aðeins öfgarnar. Augu manna opnast nú meir fyrir því að gera íþróttirnar al- mennar, að stunda þær með skynsemi og i samræmi við heilsu og líkamsfegurð, en ekki að æskja mest eftir einstnkum íþróttajötn- um. Eru því óvanalega daufar undirtekt- ir undir Olympíuleikina næstu. Nefndin breska vildi safna £ 100,000, en sá að það dugði ekki og lækkaði kröfurnar um helming. Þó fengust einungis 11,000 og er samskot- unum hætti. Skorti þó ekki góð meðmæli og áhrifamikla verndarmenn þar sem var konungurinn og margir höfðingjar í land- inu. Er þó ekki hér um að kenna sín- girni, þvi að Englendingar eru manna fús- astir til slíkra samskota er þeim þykja góð málefni. En hér segir heilbrigð skynsemi þjóðarinnar að sé komið út í öfgar og læt- ur þá hendur falla. Sama er sagan frá Frakklandi að þar er lítt hugsað til leikj- anna, en hinn mesti áhugi að endurfæða þjóðina í heild sinni með hollum íþróttum. Og um þjóðverja er það að segja að þeir hafa nýskeð á ríkisþinginu neitað um fjár- veitingu til leikjanna. Ymsir framsýnir menn spá að breyta verði innan skamms stefnuskrá leikjanna svo að þeir styðji meir en nú er að framþróun fegurðar og heil- brigði, Skíðamenu á Frabklandi. Hver myndi trúa, að á Frakklandi, landi víns og sólar, væri lögð stund á skiða- iþróttina, sem við Islendingar hirðum svo lílið um? Þó er það svo. í fjallendinu austsntil á Frakklandi er mikill og tryggur snjór um miðveturinn. I vetur var haldið mikið skiðamót í Vogesafjöllunum. Komu þangað Frakkar, Svisslendingar, Spánverj- ar (úr Pepenafjöllum) og Norðmenn. Var kept i 6 deildum og unnu Norðmenn i öllum. A 6 km. vann N. Ösigaard (1, 47,. 33), á 58 km. L. Bergendahl (5, 50, 42)» Heimilisiðnaður. Eg vildi biðja Skinfaxa að flytja nokkr- ar línur um heimilisiðnaðarmálið, og er það af þeirri ástæðu að eg er þess full- viss að mörgum ungm.félögum og öðrum lesendum Skinfaxa er mál þetta miklu síður kunnugt en skyldi. Hættir því ýms- um mönnum að gera sér skakka hugmynd um málið, sem annars eitthvað um það hugsa. Margir munu telja það liafa litla þýð- ingu að skrifa mikið um þetta mál; en eins og hægt er að segja og skrifa svo mikið um eitthvert mál að það kafni í tómum orðum, og menn hætti að gefa því gaum, eins er hægt að segja svo lítið, eða jafnvel þegja svo lengi að það gleymist með öllu. Islenskum heimilisiðnaði hefir farið all- mikið aftur á síðari árum, um það eru

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.