Skinfaxi - 01.07.1914, Side 14
98
SKINFAXI
flestir menn sáttir. Væri hægt að færa
næg rök fyrir því ef rúmið leyfði, en þess
mun tæplega þurfa.
Fyrir nálega ári var stofnað félag í þess-
Um tilgangi hór í Reykjavik, sem nefnist:
Heimilisiðnaðarfélagið. Er á það minst í
7. tölubl. Skinf. s. 1. ár, og vildi eg benda
mönnum á þá grein. Einnig var minnst
á stofnun félagsins lítið eitt í Isafold. Ann-
að heíir ekki verið ritað um þetta félag,
svo mér sé kunnugt. Stjórn félagsins, sem
kosin var á stofnfundinum sótti um lítinn
fjárstyrk til alþingis síðastl. sumar. Þing-
ið tók því þurlega, en veitti þó fél. 500
krónur hvort árið. Fyrir þessa upphæð
byrjar nú félagið á því að halda náms-
skeið í Reykjavík, sem stóð yfir i 6 vik-
ur (til júní Ioka); voru þar kendar smíð-
ar og ýmiskonar vefnaður.
Ur því að félagið var á annað borð
stofnað heldur það átram að starfa fram-
vegis. Stjórn þess er í góðra manna hönd-
um, er vinna af alhuga að heill þess. Og
vænta má að alþingi auki heldur slyrkinn
heldur en af honum verði klipið.
Hvað nytseminni viðvíkur, þá er það
sannfæring þeirra manna allra, sem nokk-
uð hafa um heimilisiðnað hugsað, að hun
verði mikil og góð, og félagið verði til
þess að ryðja braut nýjum og hollum at-
vinnugreinum inn í landið. Menn telja
það víst, að muni þá, sem unnir eru á
námsskeiðinu og í heimahúsum verði hægt
að selja til útlanda-
Heimilisiðnaðurinn kennir mönnum að
nota tímann betur en gert er, og sann-
færa menn um að tíminn er peningar.
A ári hverju eru nú fluttir hingað til
lands, og keyptir fyrn mikil af alskonar
útlendum smáhlutum, sem sumir hverjir
eru til lítilla nota, aðrir eingöngu til skrauts
— og flestir svikulir mjög, nema dýrir séu.
Marga af þessum hlutum mœtti búa til.
jafnvel bæði betri og fallegri, með litlum
kostnaði, ef hagsýni væri með, og menn
kynnu réttu handtökin. Hlutirnir skreytt-
ir einfalt en smekklega, bæði með fögrum
myndum og einföldum úrskurði. svipað
því sem unnið er í Noregi. Islenskan tré-
skurð þyrfti að reisa við aftur o. fl. o. fl.
A þenna hátt mætti útrýma miklu af því
útlenda rusli, sem nú er borgað ærið fé
fyrir.
Þessu fylgcli enn sá kostur, að menn
vendust smámsaman á að taka sína eigin
innlendu hluti framyfir þá útlendu. Menn
lærðu betur að meta gildi þess, sem þeir
með sinni eigin starfsemi kynnu að fram-
leiða. Það styddi þá réttmætu skoðun
að sjálfsagt sé, að láta sitja í fyrirrúmi
og hagnýta alt það, sem tök eru á að fá
innlent og heima tilbúið. Um það er hægt
að segja:
Alt er það vort eigið,
ekki að láni þegið,
holt er heima hvað.“
Það þarf að stuðla að því, ef nokkur
tök eru á, að námsskeið það, sem Heimiilis-
iðnaðarfól. heldur uppi, meðan það er
aðeins hér í Rvík, verði haldið á hentugri
tíma en það er nú. Um þenna tíma árs
er mönnum utan af landi nálega ókleypt
að nota það nema af tilviljun. Kæmist
her á kvöldskóli samskonar að vetrinum
væri það mikil bót.
Fræðslumálastjórinn hr. Jón Þórarins-
son, aðal framkvæmdarstjóri fél. út á við,
segir að þessi kensla þurfi innan skams
að komast á í hverjum kaupstað. Það
er rétt; og með sama rétti má segja að
þessi starfsemi þyrfti sem fyrst að kom-
ast á í hverri sveit.
Það eru ungmennafél., sem öllum öðr-
um fremur gætu hjálpað Heimilisiðnaðar-
fél. og verið þess önnur hönd. Þau geta
vakið áhugann fyrir nytsemi þessa félags-
skapar, og þau geta starfað sjálf, eins og
þau sum eru þegar farin að gera, og auk-
ið þá starfsemi eftir því sem ástæður leyfa.
Þeim er sæmd að efla þetta málefni sem
önnur, sem miða að sönnum þjóðþrifum.
Guðm. Jónsson
(frá Mosdal.)