Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1914, Page 2

Skinfaxi - 01.08.1914, Page 2
100 SKINFAXI og Ítalíu, en nú sitja Rómverjarnir hjá. Ber margt til þess. Þeim bandamönnum kom eigi sem best saman, frændsemi mik- il er með Frökkum og Itölum, og í þriðja lagi hefði íloti Englendinga og Frakka getað gert ógurlegan skaða á varnarlítilli strand- lengju landsins. Þjóðin var mjög ófús að lenda i stríði móti Frökkum, og óttast þungar afleiðingar. Eiga því Þjóðverjar við helst til mikið ofureíli að etja, þar sem Austurríki er varla sjálfu sér nóg. Enn- fremur yrðu Italir að veita Frökkum, ef Þjóðverjar þættu líklegir að sigra á landi, því að næst yrðu þeir heimsóttir, fyrir svikin. Upp. Enn fer mörgum sögum um upp- tolcin. tökin. Rikiserfingjamorðið er talin ástæðan. En það er fjarstæða. Austur- ríki vissi, að stríð við Serbíu var sama og að byrja Evrópustrið. Svo alvarlegt spor mundi það sundraða ríki aldrei hafa stigið af sjálfsdáðum. Bak við hlaut að standa Þýskaland, eða hernaðarflokkurinn þar. Þjóðverjar eru í mörgu snildarmenn, gáfað- ir, lærðir, duglegir, snjallir að koma sér áfram; þar að auki er allur þorri manna þar í friðsamasta og besta lagi. En ofan á þjóðfélaginu flýtur margt spilt og rotið. Aðallinn er fjölmennur, gamall, stoltur og stríðsgjarn. Flestir hærri foringjar í hern- um eru aðalsættar, og þykir þeim dauf æfm, ef setið er í sífeldum friði og ekki unnin herfrægð og lönd. Blæs því aðallinn sífelt að ófriðarkolunum. Þó eru auðmenn- irnir hættulegri, stóriðnrekendur og kaup- sýslumenn. Þeir þykjast aldrei nógu auðaugir, né hafa nógu góða markaði. Virðast þeim enskir fésýslumenn skyggja á og hindri eðlilega framþróun þýskrar auð- söfnunar. Seinast en ekki síst er keisar- inn; stórhuga, framgjarn en lítið vitur, fullur ofdrambs af tign sinni og blindri trú á herveldi Þýskalands. Þannig hefirkeis- arinn orðið hentugt verkfæri í höndum aðalsins og auðmannanna. En alþýðan er ekki aðspurð, þó hún eigi mest á hættu, enda mundi svar hennar hafa orðið alt annað. yei „Vei hinum, ef við sigrum“ liiuum“. segir blað stríðsvinanna þýsku. Það mundi orð að sönnu. Eins og þeir óðu i byrjun yfir hlautlaus ríki, svo mundu þeir að fengnum sigri reynast ærið ósvífnir. Ilefir orð leikið á, að ef þeir sigruðu á landi tækju þeir og innlimuðu: Danmörku, Holland, Belgíu og Norður-Frakkland. Hinsvegar er engri þessari þjóð, né öðrum smáþjóðum í Evrópu búið fjör- né frelsis- rán þótt Englar og Frakkar heri hærri skjöld. Báðar þær þjóðir, einkum Frakk- ar, voru mjög fráhneigðir að hefja ófrið, og mundu hafa takmarkað mjög vígbún- að á undanförnum árum, ef ekki hefði ver- ið sífeld hætla af aðgerðum þýsku stjórn- arinnar. Fyrir okkar litlu þjóð, verða afleiðing- arnar tilfinnanlegar; verslun öll og viðskifti, og atvinna innan lands í kalda koli um stund. Vextir munu hækka nú og verða háir lengi á eftir, því að mikils fjár verð- ur vant til að hæta spellin í hernaðarlönd- unum. Þá munu og allar aðfluttar vörur hækka mjög í verði, þar sem hættir að mestu öll gagnleg vinna og framleiðsla í heilli álfu. En þó að þetta haki óþægindi meiri eða minni hér á Iandi, þá ber að taka því með stillingu, samheldni og for- sjá. En jafnframt verðum við að minnast þess, að vandræði okkar eru svo óendan- lega lítil, borin saman við raunir þær, sem nú þjá óteljandi heimili í þeim Iöndum, sem dregist hafa inn í banvæna hringiðu styrjaldarinnar. Heima og erlendis. Farið varleg-a! Þó ekki sé nema stutt stund liðin af ó- friðnum er bersýnilegt að áhrif hans verða tilfinnanleg hér á Iandi, ekki síst 1 kaup- túnunum. Veturinn sem kemur hlýtur að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.