Skinfaxi - 01.08.1914, Side 6
104
SKINFAXI
Mikil sundraun.
íþróttirnar hafa verið með allra daufasta
móti í sumar. Harðærið dró úr mönnum
í vor, og styrjöldin í sumar. Og fyrir ut-
an þetta tvent, er eins og deyfðin í þeim
efnum sé að aukast með þjóðinni. Til
dæmis um þetta má geta þess, að ekki
hefir komist i verk enn að þreyta Ieik um
eina þrjá helstu verðlaunagripina, sem
íþróttamenn hér eiga að keppa um árlega.
En á þessu ári var það samt, að synt
var mesta sundið, sem nokkur Islendingur
hefir synt, svo sögur fari af, síðan á sögu-
öld.
Sunnudaginn 6. sept. synti Benedikt
Waage verslunarmaður í Rvík, úr Viðey
til lands, að Völundarbryggju á 1 klst. og
56 mín. Sú vegalengd er 3Y2 km. í beina
línu. En straumar eigi færri en fjórir eru
á leiðinni, sem báru sundmanninn til muna
út af beinni leið. Má giska á að það hafi
lengt leiðina alt að einum km. — Kuldinn
í sjónum var þó mesta hindrunin. Hitinn
var eigi nema ÍO1/^ stig og þarf hraust
bein til að þola nær tveggja stunda veru
i slíku vatni.
Þennan dag var veður fremur gott; þykt
loft, logn, en stundum úði. Mikil rigning
hafði verið undanfarna daga, og var því
yfirborð sjávarins kaldara en ella mundi.
Nokkrir kunningjar Benedikts fluttu hann
út í eyjuna, og fylgdu honum aftur þaðan á
þrem bátum. Einn læknir var i förinni. íeyj-
unni er fallegur hellir í blágrýtishöfðanum
vestan við lendinguna hjá Viðeyjarbænum.
Þar klæddi sundmaðurinn sig úr, og var
smurður hátt og lágt með ýmiskonar fitu
og olíu, bæði til að gera líkamann hálan í
vatninu og þó allra helst til varnar kuld-
anum. Ekki hafði hann fata nema þunn-
an sundbol og vaxdúkshúfu á höfði. Þá
var lagt af stað. Sigurjón sterki var í för-
inni á kappróðrarbát þeim hinum fræga,
sem Fálkinn danski réðst á í fyrra á Rvík-
urhöfn. Fór hann á undan og réði stefn-
unni og fylgdi Waage honum. Hann synti
að heita mátti alla leið með jafntíðum tök-
um (37—40 á mín.). í bát Sigurjóns sat
bróðir Benedikts, og rétti honum við og
við kaffibolla út fyrir borðstokkinn. Reis
þá sundmaðurinn upp í vatninu og bergði
á dropanum. Þegar kom heim á höfnina,
fór kuldinn að sverfa að sundmanninum,
en eigi virtist hann þreyttur. Tóku þó
söngmennirnir í bátunum í kring að syngja
fjörug og hressandi lög. Dr. Helgi Péturss
sat í einum bátnum. Gat hann séð þar
staðfesta í verki kenningu sína um, að góð-
ar og velviljaðar hugsanir eru hin mesta
hjálp þeim, sem um er hugsað. Söngurinn
frá mönnunum í bátnum kom eins og hit-
andi og hressandi straumur niður í sjóiun
til þess, sem þar var að berjast við kuld-
ann og þreytuna.
Á landi beið mikill mannsöfnuður komu
Benedikts, og mundu þó fleiri hafa kom-
ið, ef sagan hefði fyr orðið hljóðbær um
bæinn. Gullu við fagnaðaróp er hann fór
gegnum bæinn upp í baðhúsið. Mjög var
hann gegnkaldur orðinn og þoldi illa il-
volgt vatnið fyrst í stað. En eftir hálfa
stund hafði hann náð sér til fulls.
Menn mega ekki halda, að hreysti-
verk eins og þetta séu unnin áreynslu og
fyrirhafnarlaust. Þvert á móti þarf til þeirra
margra ára undirbúning, mikla æfingu og
heilbrigðar lifsvenjur. Waage hafir árum
saman ekki neytt neinna æsandi meðala,
ekki víns, tóbaks, ekki einusinni notað kaffi
í fjögur ár, fyr en þennan dag. Jafnhliða
þessu hefir hann æft sig i laugunum og
sjónum, og kynt sér rækilega frásagnir um
útlenda sundgarpa er langsund hafa þreytt.
Það aðdáunarverðasta í þessu efni er
ekki afrekið sjálft, heldur undirbúningur-
inn, hið þolgóða yfirlætislausa starf árum
saman að því að bæta sig og fullkomna,
til að vera fær um að ná settu marki.