Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1914, Page 9

Skinfaxi - 01.08.1914, Page 9
SKINFAXI. 107 Erlingur Pálsson. Flestir Islendingar munu nú kannast við þennan unga og efnilega sundmann, sem um nokkur undanfariu ár hefir borið sig- ur úr býtum við nýárssundið i Reykjavík. Erlingurer sonur Páls Erlingsson- ar, sem lengi hefir verið sundkennari i Reykjavík. Bróðir Páls er Þorsteinn Erlingsson skáld. Svo segjaæltfróð- ir menn, að Erlingur eigi kyn að reka til sterkra manna í báð- ar ættir og þykir það á- sannast á honum og bræðrum hans. Þegar Páll Erlings- son var ung- ur, var lítið um sund- kunnáttu í landinu og mun hann hafa numið svo vel, sem raun varð á, af því hugur hans beindist. mjög í þessa átt. Framan af æfi bjó Páll á ýmsum jörðum austanfjalls. En við jarðabrask landsdrottins varð hann vegalaus og sá sinn kost vænstan að flytja til Reykjavík- ur og tók að sér sundlaugina fyrirbæinn. Eigi var hún glæsileg þá, hálfgildings for- arpollur, sí óhrein þegar einhver hreyfing var á vatninu. Páll vann þarna í mörg ár og fékst engin bót á, því bæjarstjórnin mun tæplega hafa borið skyn á, hvers virði laugarnar eru. Seint og síðarmeir varþó sundstæðið múrað, veggir og botn; heitt og kalt vatn var leitt í pípum neðan- jarðar, og skjólgirðing úr bárujárni sett í kring- um sund- þróna. Er- lingur hefir erft frá föð- ur sínum vel- vild til sund- listarinnar og notað Iaug- aruar ræki- lega í öllum tómstundum, því eigi hefir hann felt nið- ur erfiðis- vinnu, sjó- i'óðra og hey- skap, vegna íþróttanna. Mjög fór að bera á sund- hæfileika Er- lings þegar um fermingur uns hann komst að hraða fram úr þeim öllum, er hér hafa við hann kept. Varð þetta til þess að þingið í fyrra veitti Iþróttasambandi Islands 500 kr. styrk til handa Erlingi til utanfarar, eins og áður hefir verið gelið um hér í blaðinu. Mun þeim, sem beittust fyrir fjárveitingu þessari,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.