Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1914, Side 13

Skinfaxi - 01.08.1914, Side 13
SKINFAXI 111 Um þverbrattar skriður, um gljúfur og gil er gatan^sem liggur að jökulsins skalla. ’Ún heimtar það afl, sem i eigúnni er til því annaðhvort verður að standa’ eða falla. Það kveikir i brjósti þér karlmensku’ og yl að koma sem lengst upp i svellrunninn hjalla. Vort ferðalag gengur svo öld eftir öld að ýmsir um jökulinn sigurför gera-, og jafnvel þó oft séu örlögin köld mun einhuga vilji til sigurs þig bera. Þú manst: ef i dalverpið kemstu’ ekki i kvöld mun kuldáleg nótt þar á fönninni vcra. v&ltyþót cióndoOH. Sambandsmerkið. Ekki mun enn vera búiS að ákveða gerð sambandsmerkis ungmennafélaga Is- lands, eSa ekki svo heyrst hafi. — í júliblaSi Skinfaxa þ. á., er þess getið j fréttum af síðasta sambandsþingi (19. lið), að svohljóðandi tillaga hafi samþykt verið: „Sambandsþing felur sambandsstjórn, að láta gera sambandsmerki félaganna og ráða verði þess og gerð“. Þangað er þá „merkjamálið“ komið nú, en lengra ekki, síðan á sambandsþingi 1911, að milliþinganefnd var skipuð i málið, er átti að hafa lokið störfum sínum fyrir nýdr 1912. (Skinf. II. 7.). Hvað nefndin nú hefir gert er mér ókunn- ugt um, en nú er málið falið sambands- stjórn til framkvæmda. Eg man ekki eftir, að opinberlega hafi komið fram nein tillaga um gerð merkis- ins, en sjálfsagt hafa milliþinganefndinni margar borist. Nú er ef til vill búið að ákveða gerð merkisins og því öll orð þar um óþörf. En geta vildi ég gerðar, er mér hefir altaf sjálfsögð fundist á merki U. M. F. í. Eg var aldrei ánægður með gerð gamla merkisins, og svo mun um fleiri verið hafa. Mér fanst það strax liggja í Ioftinu að það yrði aldrei langlíft. Þá fanst mér önnur gerð betri og finst svo enn. Það er íslenski bláhvíti fáninn með einkunnarorðum okkar: „íslandi alt“ og standi þau orð rituð í bvíta krossinum. Þó að bláhvíti fáninn nái ekki staðfest- ingu konungs sem þjóðfáni, þá geta ung- mennafélögin gert hann að sér merki sínu. Gerum hann að merki okkar bæði inn á við og út á við. Guðm. Þorláksson. Atlis. Skinfaxi er hinum heiðraða grein- arhöfundi sammála um ýmislegt i þessari grein, en mjög ósamþykkur um önnur at- riði. Sú hugmynd, að hafa bláhvíta fán- ann á sambandsmerkinu mun verða mjög vinsæl. Björn Guðmundsson á Núpi mælti röggsamlega með þeirri gerð á sambands- þinginu í vor. Og sambandsstjórnin mun ekki hafa fengið till. um aðra gerð, sem væri henni hugþekkari. Alt öðru máli er að gegna um hið íburðarmikla einkunnar- orð sem G. Þ. vill setja í merkið. Sú föð- urlandsást sem menn skrifa utan á sjálfa sig er oft sprottin af heilum hug; en svo að vel fari á því, verða þeir menn, er það gera að sýna trúna í verkinu svo að um muni. Eru nú líkur lil að allir þeir, sem keypt gætu merki þetta fyrir fáeina aura, yrðu um leið menn til að hera krossinn ? Miklu hollara mun að vinna vel. Aug- lýsa sig ekki með orðum heldur verkum. Brot íir bréfi, Merkur prestur kemst svo að orði um fánamálið: „III þykir mér framkoma fánanefndar- innar sælu — öll aðferðin verri þó en fána- tillagan sjálf. Hún (aðferðin) er í mínum augum einn sorglegur vottur um, hve óvand- ir við erum að meðulum í þvi, sem við viljum ^koma fram. Nefndin leggur alt kapp á (að undanteknu bréfinu lil Grikkja-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.