Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 6
102
SKINF AXI
Af matjurtum hafa kartöflur og rófur
niest verið ræktað. Uppskera af rófum
hefir orðið 1335 kg. en af kartöflum um
1830 kg. Garðar eru taldir 2184 □ m.
að stærð. Landeignir sínar hafa félögin
ekki ekki virt allar til peninga og er þvi
ekki hægt að sjá hvert sannvirði þeirra
er. Hið sama gildir um sundlaugar og
girðingar. Auðvitað verður aldrei hægl
að virða þetta nákvæmlega rétt, en nokk-
urnveginn má þó fara nærri um verðið.
Mér er kunnugt um að fleiri ungm.fél.
hafa int af hendi sjálfboðavinnu svipaða
þeirri, sem áður er talin, en þau hafa ekki
getið hennar á skýrslunum.
í sjálfboðavinnunni — framar allri ann-
ari starfsemi ungm.félaganna — lýsir sér
ósérplægni og fórnfýsi þeirra. sem leysa
hana af hendi. Einstaklingurinn lætur
stjórnast af frjálsum vilja, og eigin hvöt,
til þess að gera öðrum gagn og geta sér
góðan orðstír, en er ekki knúður til þess
eða þvingaður af utan að komandi vald-
boði eða lagaskyldu.
Sum félögin styðja og styrkja þá sem
bágt eiga, önnur safna heybyrgðum, er
gæti orðið vísir að heyforðabúrum í sveit-
uni eða starfa að heimilisiðnaði og efla
þannig iðjusemi á heimilunum, ofl. ofl.
Eflaust hefðu þó fleiri félög tækifæri
til að inna sjálfðoðavinnu af hendi, og
slyðja og styrkja þá sem bágt eiga, því
altaf er hægt að ná til þeirra.
O. D.
Leikmót í Landeyjum 1916.
Leikmót ungmennafélaganna Dagsbrún-
ar og Njáls var að þessu sinni háð við
þinghús Vestur-Landeyjahrepps, laugardag-
inn 9. júli, með sama sniði og að undan-
förnu (sbr. Skinfaxa, 8. tbl. f. á.). Ágúst
Andrésson í Hemlu, formaður Njáls, setti
mótið með stuttri ræðu, og hófust síðan
íþróttir; var það um hádegi.
Fyrst var kept í 50 m. sundi. Syntu
6 menn, þrír úr hvoru félagi, og var
Guðjón Jónsson í Hallgeirsey (úr Dags-
brún) fljótastur, 41 sek. Næstur var Sig-
hvatur Andrésson í Hemlu (úr Njáli). —
Sigurvegarinn frá fyrra ári, Guðjón Jóns-
son í Ey, var veikur og gat því ekki synt.
Eftir sundið flutti Skúli prófastur Skúla-
son í Odda ræðu fyrir minni Islands, og
mæltist honum mjög vel.
Að lokinni ræðunni glimdu 6 menn, þrír
úr hvoru félagi. Magnús Gunnarsson í
Hóimum (D) varð hlutskarpastur. Þá var
reynt 100 m. hlaup, og vann Sighvatur í
Hendu. Fleiri íþróltir voru ekki sýndar.
Þá talaði Skúli yngri Skúlason i Odda
um ættjarðarást, og séra Þorsteinn Bene-
diklsson í Lundi.
Veður var gott og mótið fjölment og
fór það vel fram.
S. V.
íþróttasambandið Skarphéðinn.
Svo sem kunnugt er, hafa ungmenna-
félögin í Árne.s- og Rangárvallasýslum
myndað samband sin á milli, sem nefnist
Skarphéðinn. I því eru öll sambandsfé-
lögin á nefndu svæði, 14 að tölu, og auk
þess nokkur utansambandsfélög. Aðal-
starf sambands þessa er að koma á ár-
legu héraðsmóti við Þjórsárbrú. Iþrótta-
menn sambandsins keppa þar um verð-
laun og auk þess er skemt með ræðuhöld-
um, söng, dansi o. fl. Hafa mörg af mót-
um þessum verið mjög fjölsótt og sam-
bandinu til sóma.
7. íþróttamótið var haldið 24. júnísíð-
astliðinn. Var það að sögn kunnugra
manna miklu fámennara en nokkru sinni
áður, og þálttaka íþróttamanna mjög lítil,