Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 5
SKINFAXI. 133 Annarstaðar eru holt og ásar. Fyrir fáum áratugum iágu hingað margra leiðir með tínur og tunnupoka til að safna fjalla- grösum, sem síðan voru þurkuð, hreinsuð og söxuð og búin til úr þeim holl og góð fæða — grasagrautar, grasamjólk og höfð saman við brauð og blóðmör. Nú er þessi bjargarlind ónotuð, einmitt þegar þörfin er einna mest. Má nærri geta hví- likur kornmatarsparnaður væri að byrgb- um fjallagrasa og hversu innlegg bænda í verslanir yrði notadrýgra og þeim um leið kleyft að leggja meira af kjöti til heimilis- ins og meira af ull til fata. — Nú snú- um við okkur í austurátt og blasir þá við okkur lygn og blálitur Skagafjörður með Drangey og Málmey en lengra burtu eygjum við Höfðaströnd og Fljót. í suð- austur liggur fjallaþyrpingin. Hvílík feg- urð! Eggsléttar grænar grundir í dölun- um, fjallahlíðarnar, þaktar gróðri, gul- 'hvítar dýjasvuntur, víðigeirar í söndunum, silfurtærir uppsprettulækir, alt samblandað heiðisblámanum og sólarijósinu, og þessir tindar og gnípur, drög og dældir. Hvílík margbreytni. Og yfir alla þessa tignlegu þyr[)ingu horfir Tindastóll syðst og aust- ast. í suðri og suðvestri blasa við opnir dalirnir, blómi sýslu okkar. í vestri er Húnaflói breiður, fagur og voldugur og handan við hann Strandir með fögrum fjöllum, hvítgljáandi Drangjökli, sæbröttu Hornbjargi og fagurmynduðum bláum fjörðum, en stutt frá okkur, hér neðan undir fjöllunum liggja bæir okkar i því nær beinni röð eftir ströndinni, llestir fremur óálitlegir. Heillandi sýn! Umhverfis bæina liggja þessir fögru og frjósömu blettir — túnin — iðjagrænir og sumstaðar rauðir af sól- eyjum og fíflum og fegraðir öðrum dá- samlegum skrautblómum. Gaman væri að gera þessa arðsömu bletti stærri — miklu stærri og betri og bæina fegurri, skipu- legri og heilnæmari og að geta átt sem stærsta hópa af hjörðunum, er vér lítum dreifa sér um haglendið. Við búumst til heimferðar, erum glaðir og ánægðir, syngjum og skeggræðum. Við finnum hversu heilnæmi loftsins hefir styrkt okkur og fjörgað, fegurð og hrein- leiki náttúrunnar lyft tiuganum, hreift við starfsþrá og framtiðarvonum okkar og vakið hjá okkur ást og lotningu fyrir hinu fagra og góða. Við göngum niður fjallið sem geymir fjársjóð Þórdísar spá- konu með þeim ummælum er honum fylgja. Yfir okkur ljómar blessuð sólin og hellir geislagulli sínu yfir landið, en flögr- andi og syngjandi fuglar fylgja okkur og gera sitt til að gleðja okkur. Neðar bíða hestarnir; hafa þeir verið spakir og gætt sér á bragðsætum gróðrinum. Er nú lagt á reiðskjótana, og haldið af stað heim- leiðis. — Allir með djarfhuga vonir og göfugar þrar, grópaðar skýru letri í huga og hjarta. Lifi og blómgist ísland og ísienska þjóðin! Valdimar Benediktsson frá Syðri-Ey. Ú ti-íþ r ó ttir. (Eftir Bennó). Knattspyrna. (Frh.) XV. Þá eru framverðirnir þrír, þeir næstu í ílokknum, sem oft er sagt um — og það með sanni — að leikslokin séu undir þeim komin, og er þar átt við þol þeirra, þar sem þeir eru í senn varnar- og sókn- ar-menn og verða þvi að vera meir en aðrir leilimenn „á hlaupum", allan leik- tímann. Teljast þeir þó til varnarsveitar- innar (sbr. fylkingaskijiun leikm. í VIII. kaila, og myndina i IX. kafla). Um fraip-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.