Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 6
134 SKINFAXJ verðina gildir það sarna, sem um bakverð- ina, hvað ataókn snertir; eiga þeir aldrei allir í senn, þó að mikið liggi við, að ráða að þeim leikmanni, er kemur með knött- inn, heldur skal einn þeirra gera það, sá sem næstur er í það sinn; verk hinna er þá að taka á móti knettinum og reka hann. ef færi gefst, og síðan skila til sinna manna. Oft getur staðið svo á, þegar mót- herjar fylgja vel á eftir knettinum, að eigi sé tækifæri fyrir framverðina að reka knött- inn; verða Jieir þá að koma honum frá sér snarlega a annan hátt. Gæti þá kom- en að vítateigsmörkum mótherja. Tapi framherji knettinum, þá er það starf fram- varðar, að sækja knöttinn og hjálpa hon- um til að halda við sókninni. Mun þá vel fara, ef framherjinn þarf þá eigi að fara til baka, úr skotfœrinu, Ef framv. eru samvaldir og samtaka, geta þeir að mestu ráðið hvernig leikurinn fer fram, hvort hann verður smá- eða stórspyrntur, hvort framsóknin verður áköf eða dott- andi, eða leikurinn fjörugur og hrekkja- laus. Miðframvörður skal, eins vel og hann best getur, „vakta“ miðframherja Framvörður reiðubúinn til að skalla knöttinn. Útframherji rekur knöttinn. — Mótherji reyriir aðhindra hann. ið til mála að skalla knöttinn frá sér í bili, og síðan spyrna honum. Er það ein besta vörn bakvarða og þá sérstaklega framvarða, til að stöðva framsókn mótherja. Ber þeim því að æfa kollspyrnur eigi síð- ur en aðrar spyrnur leiksins. Það sem mest á ríður fyrir framverðina, er að þeir skili knettinum altaf til þess samherja, er best stendur við, og hægast á um vik, en eigi hugsunarlaust, út í bláinn. Þá er það og, að samvinna framvarða, við bak- verði annarsvegar og framherja hinsvegar, verður að vera afarvel samstilt og sam- taka, og þá síðast en ekki síst innbyrðis samtök þeirra. Varast að nokkur sending fari forgörðum, þ. e. lendi í flokki mót- herja, því þá er auðsætt, að sú sending nær eigi tilgangi sínum. Þó framverðir séu taldir til varnarsveitarinnar, mega þeir ekki gleyma því, að þeim ber að fylgja vel eftir framherjum sínum, vera þeirra stoð og stytta í framsókninni, áhlaupinu sem þeir gera iðulega á mótherjamarkið, en þó skulu framverðir eigi fara framar mótflokksins og hindra samtökin við ínn- framherjanna og bakv. við hann, en vinstri og'.hægri framv. „vakta“ útherja mótflokks- ins og samtök þeirra við bakverði sina. Er þettu helsti starfi þeirra. Sá leikm. sem oftast er valinn flokksforingi, er mið- framviirður, og mest vegna þess, hve vel honum er fyrir komið á leikv. Er hann sá leikm. er mest verður að vanda til, næst markverði, því honum ber að stjórna og skifta leiknum þannig, að allir sam- herjar hans hafi nóg að starfa, en þó enginn þeirra um of. Með skiftingu leiks- ins á ég við, að hann noti jafnt hægri sem vinstri fylkingararminn, ofþreytti hvor- ugan, en til þess verður hann að vera leikfróður, hagsýnn, góður leikmaður, og þekkja alla samherja sína, svo vel, að hann viti, hvað þeim má bjóða. Enginn leikm. þarf meir á leikni sinni að halda en miðfrv., þegar hann hefur atsókn, rek- ur knöttinn, skallar, skilar honum eða skorar mark, þvi alt á að vera honum til lista lagt, leiknum viðvikjandi. Það kem-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.