Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI fylt sál hans áhuga og eldmóði til að starfa fyrir þær. En þetta eiga þau að gera öll. Takist þeim að glæða neistann sem er inst í hverjum manni og kenna honum að berjast með drengskap og still- ingu, þá hrinda þau vorum hag á Ieið, með heillar aldartaki. F. íþróttir. Dýrtiðin og aðrir örðugleikar valda því, að ekki er hugsað til, að nein íþrótta- kensla fari fram hér í Reykjavík af hálfu Sunnlendingafjóðungs að þessu sinni. Sömu orsakir draga auðvitað mjög úr störfum Sambandsins, bæði fyrirlestrum og íþrótlakenslu. Mikil bót er þó í máli, að nokkur íþróttakensla hefir farið fram á vegum félaganna á undanförnum árum. Væri sæmilegur íþróttaáhugi ríkjandi meðal Ungmennafélaga, þá gæti skaðinn orðið miklu minni, en í fljótu bragði virðist. Iþróttasambandið hefir, eins og kunn- ugt er, gefið út Glímubókina og unnið með því sæmdarverk. Hún er svo vel úr garði ger, að engu er um að kenna öðru en áhugaleysi og deyfð, ef glímunni hnignar, þó að námsskeið leggist niður um stund. Auk þess eru í ílestum félög- unum einhverjir sæmilega góðir glimu- menn. Um sund má og segja, að kensla í því getur vel átt sér stað. Þekkingin er orðin nokkur. Mörg félögin eiga nýtum mönnum á að skipa til kenslunnar. Avalt aðgangur að ágætri tilsögn í Rvík, hjá þeim feðgum Erlingi og Páli, fyrir þá, er þess eiga kost að öðru leyti. Sundlaugar mega vel duga úr torfi og ábyggileg reynsla fengin fyrir því, að sund er unt að læra í köldu vatni, vor og sumar, þó að slíkt gangi sýnu ver, en þar sem næst til hvera eða lauga. Skíðafarir tíðkast nokkuð á Norður- og Vesturlandi, enda í sumum sveitum í hin- um fjórðungunum. Einstök félög hafa haldið skíðamót, en þar brestur eðlilega mjög á þekkinguna. Vil eg því benda á bestu bókina, er eg þekki og vel getur orðið að liði í því efni. Það er: „Skilöb- ning i Tekst og Billeder", eftir Frilz Huitfeldt, Dybwads forlag Kristiania (kr. 3,00). Utflutningur á skíðum er leyfður frá Noregi til íslands. Þá er að minnast á aðrar algengustu einmenningsíþróttirnar, hlaup, stökk, spjót- og kringlukast. Fá og einföld áhöld þurfa til þeirra, og höfuðkosturinn, að hver getur iðkað þær heima hjá sér nær sem tóm er til. Slökkstólpa getur hver lag- virkur maður gert, og jafnvel má til æf- inga notast við heimatilbúið spjót og kringlu. Fyrirsögn um stærð og gerð er í leikreglum f. S. I. Að vísu skal það játað, að til þess að iðka þessar íþróttir rélt, þarf tilsögn a. m. k. bækur. Þær eru til ágætar á sænsku, tæpast fáanlegar nú, en gott að vita af þeim, þegar friðsamleg samskifti byrja á ný með þjóðunum. Þrátt fyrir alt, virðist mega halda því fram, að nokkuð megi starfa að íþrólt- unum, ef áhugi og vilji eru til með æsku- mönnunum að nota vel hina líðandi stund. Vanti aftur á móti viljann og réttan skiln- ing á gildi íþróttanna, er slikt raun mikil, sem reyna verður að ráða bót á. Og til þess eru námsskeiðin líklegust, auk þess sem þau geta veitt dálitla byrjunartilsögn. En til þess að koma þessum málum í sæmilegt horf, ala upp hæfa kennara, skjóta traustum stoðum undir íþróttastarfsemina í heild sinni dugir ekkert annað en íþrótta- skóli. Afdrit þess máls fara eftir því hverju mikið er til af sannri manndáð, fram- sóknarhug og hollum metnaði í Ung- mennafélögunum. Skinfaxi býst við að.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.