Skinfaxi - 01.02.1918, Blaðsíða 2
10
SKINFAXl
miklu meira fé til alþý'SufræSslunnar, en
hann nú gerir og að fræðslumálastjórn
verði þá aö hafa meiri bein afskifti af fram-
kvæmd fræðslunnar.
Hinu aukna tillagi landssjóðs ætti svo
að verja til þess að launa aö öllu leyti
alþýðukennurum, gera laun þeirra sæmi-
leg og hækka þau eftir þjónustualdri.
Veita íé að % hlutum til þess að reisa
góð skólahús.
Leggja fé til skólabókasaína.
Launa að mirista kosti einn eftirlitsmann
i hverjum landsfjórðungi, er vera skyldi
til aðstoðar fræðslumálastjórninni, ferðast
um, meðan k en s 1 a s t en d u r y f i r
og gæta þess, að fé landsjóðs komi að not-
um.
Styrkja alþýðubókasöfn að mun og út-
gáfu alþýðufræðirita.
Styrkja viðtæka alþýðufyrirlestrastarf-
semi, t. d. i sambandi við ungm.félögin.
Jafnframt þvi að landið legði meira fé
til fræðslumálanna væri sjálfsagt að
fræðslumálastjórnin veitti allar kennara-
stöður, og jafnsjálfsagt er hitt, að betra
eftirlit verði haft með skólahaldinu. Um
leið og kjör kennara yrðu bætt, þyrfti
að breyta skipulagi fræðslunnar, þannig
að fleiri börn kærnu á hvern kennara, en
nú á sér viða stað, einkum í sveitum. Þjóð-
in hefir ekki efni á, að halda kennara handa
hverjum io—15 börnum. En svo vel ment-
aðir eiga kennararnir að vera, að þeir eigi
góð laun skilið.
Rúniið leyfir elcki að fjölyrða meira um
])essi atriði, ög skulu menn hér að síðustu
hvattir til að íhuga, i hverjar ógöngur nú
er stefnt um uppeldi þjóðarinnar, ef ekki
er af hálfu þings og stjórnar tekið til
veigaitiikilla úrræða svo skjótt sem kostui
Verður á. Tvent verður þó að minnast á
enn. Elver einasti skóli ætti að eiga bóka-
safn og einn höfuðþátturinn í starfi þeirra
allra, ætti að vera sá, að laða nemendur
til þess að notfæra sér bækur, og að stuðla
að sjálfsnámi þeirra að skólanáminu loknu
I stað þess að skólaskylda 8—10 ára börn
eins og sumum virðist ákjósanlegt, þætti
mér ráðlegra að leggja mikTa áberslu á að
örfa áhuga þjóðarinnar á uppeldisfræðum
og bættu heimilislífi. Mætti gera það með
fyrirlestrastarfsemi, útgáfu uppeldisfræði-
rita, með aðstoð kirkjunnar, með þvi að
kenna uppeldisfræði og sálarfræði í öllum
unglingaskólunr og kvennaskólum og með
náinni samvinnu kennara og foreldra. Góð
heimili eru hinar Ijestu uppeldistofnanir.
Heimilin eiga aöalþáttinn í uppeldinu,
heimilislífið skapar þjóðlífið, og verður því
aldrei of oft tekið fram, hversu brýn skylda
hvílir á þjóðfélaginu að stuðla að því, að
heimilin engur síður en skólarnir, geti leyst
sæmilega af hendi þetta vandasama, mikil-
væga og góða hlutskifti, senr aldrei verður,
né á að verða frá þeim tekið.
J. K.
Úti-íþr óttir.
III. KAFLI.
H 1 a u p.
Hlaupum er venjulega skift í 3 aðal-
flokka, eftir lengd þeirra. Stystu hlaupin,
vanalega ekki styttri en 50 m. og aldrei
lengri en 400 m., eru kölluð spretthlaup
(sprints). Þar næst miðlungshlaup (frá
800—3000 m.) og lengri vegalengdir þol-
hlaup. Undir spretthlaup heyra grinda-
hlaup, sem venjulega eru að eins hlaupin
á tveim vegalengdum (110 og 400 m.) —
Með þolhlaupum verður að telja víðavangs-
hlaup og hindranahlaup; bæði vegna þess,
að oftast eru þau yfir þolhlaupavegalengdir
og sömuleiðis vegna þess að þau, af öðr-
um ástæðum gera meiri kröfur til þols en
flýtis.