Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1919, Page 1

Skinfaxi - 01.02.1919, Page 1
2. BLAÐ REYKJAVÍK, FEBRÚAR 1919. X. ÁR. Sterkasta vígið. ]?að mun vera álit flestra þeirra, er til þekkja, að þau ungmennafélög, sem mest liggur eftir af verklegum fram- kvæmdum og góðum áhrifum, séu U. M. F. Reykjavíkur og „Iðunn“, bæði í Reykjavík. En nú á siðustu árum hafa þau verið í hættu stödd. Stofnendur þeirra og aðrir félagsmenn frá fyrri ár- um hafa ýmist eignast önnur áhugamál en þau, sem lágu á starfssviði félaganna, eða flutst í burtu, og uppvaxandi kyn- slóðin hefir leitað útþrá sinni fullnæg- ingar annarsstaðar. Má það furðuleg't heita, hversu lítil aðsókn hefir verið lil ungmennafélaganna af hálfu æskulýðs- ins í Reykjavík, þegar litið er á hvað fjölmennið hér er mikið og félagsskap- urinn góður og göfgandi Víða í sveitunum virðist ckki mikið bera á þessari „elli“ í félagsskapnum og þau eru ekki mörg félögin, sem jafnt geta munað tvenna tímana og U. M. F. Reykjavíkur, En til þess liggja ýms sterk drög, auk þeirra, er að ofan getur. pess ber að gæta, að öfgar þjóðlífsins eru hvergi jafnskýrar og i höfuðstaðn- um. Hvergi jafnmörg né máttug öfl, sem ýmist miða til falls eða framsókn- ar félagsskapnum, sem þar. Hvergi jafn- góð tæki til þess að gera samkomur fé- laganna örvandi og mentandi; fjöl- menni ærið í tugi félaga og svo sam- býlið. Hins vegar gætir hvergi svo mjög mótspyrnunnar gegn félagsskapnum. Hvergi á æskulýðurinn völ á jafnmörg- um tegundum skenítana og lystisemda eins og í höfuðstaðnum. Hvergi er jafn- mjög dekrað við hvers konar lægri hvat- ir manna, sem þar. Hvergi jafnmargt, sem dregur æskulýðinn frá þeim fé- lagsskap, er gerir háar kröfur til fram- kvæmdaþreks, fórnfýsi og siðaþroska hans, sem þar. pess vegna þarf i Reykja- vík að gera mestar kröfur til leiðtog- anna í ungmennafélögunum. pegav litið er á þetta megna andóf hinna sundurleysandi krafta bæjarlífs- ins og að auki þær hömlur, er styrjöld- in lagði á félagslífið og að lítil félög eiga að þvi leyti sannnerkt stórþjóðum, að eiga sín afturfarar og framsóknarskeið, þá virðist eigi sæmilegt að græta kom- andi tíma með löngu ináli um það, að fölskvast hafi eldurinn þessi striðsár hjá okkur hér í Reykjavik. Og er slikt held- ur alls ekki sagt þessum góðu félögum til linjóðs. pess bæri heldur að minnast, hversu mikið Sambandið og mörg einstök fé- lög viðsvegar um landið eiga þessum tveimur fyrnefndu félögum að þakka. þau hafa verið fyrirmynd bæði í verk- legum framkvæmdum og góðu félags- lífi. Margir æskumenn hafa á dvöl sinni hér kynsl stefnunni og anda þeirra, og stofnað félög og gerst fyrir það nýtir félagar heima í átthögúm sínum á eftir. Félögin í Reykjavík hafa líka lagt til

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.